Túristi verður FF7 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2023 15:09 Óðinn Jónsson og Kristján Sigurjónsson eru ritstjórar FF7 - frásagna og frétta alla daga. Ferðamálavefurinn Túristi fær innan tíðar nýtt nafn, FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verður ferðamál í öndvegi en til stendur að leita fanga víðar með tilliti til áhuga áskrifenda miðilsins. Greint er frá tíðindunum á vef Túrista þar sem segir að ritstjórar FF7 verði Kristján Sigurjónsson (útgefandi og ábyrgðarmaður) og Óðinn Jónsson. Vefurinn er rúmlega fjórtán ára gamall en breytir nú aðeins um kúrs ekki ólíkt því sem íslensk ferðaþjónusta hefur breyst á tæpum hálfum öðrum áratug. „Þá var þetta lítil atvinnugrein en í dag snertir hún flest svið samfélagsins. Við sjáum það líka á ört stækkandi áskrifendahópi að umfjöllun okkar nær langt út fyrir raðir fagfólks í ferðaþjónustu. Sífellt fleiri auglýsendur sjá líka kostina í fjölmiðli sem skrifar fyrst og fremst fyrir áskrifendur. Við ætlum því að grípa það tækifæri sem við erum með í höndunum til að efla útgáfuna. Sú breyting kallar á nýtt nafn,“ segir Kristján. Vefurinn Túristi hóf vegferð sína frá eldhúsborði Kristjáns Sigurjónssonar og fjölskyldu í Kaupmannahöfn árið 2009 og þremur árum síðan fluttu þau til Stokkhólms. Allt til ársins 2022 var Túristi eins manns útgerð en í fyrra gekk Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, til liðs við Kristján. Reksturinn heyrir nú undir útgáfufélagið Farteski ehf. Vefurinn hafði til ársins 2020 rekið sig á auglýsingum en breyttist þá um haustið í áskriftarvef. Það hafi reynst rétt ákvörðun, tekjur aukist og blaðamönnum verður fjölgað um þrjá. Halla Ólafsdóttir, blaðamaður á Ísafirði, Sólveig Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður í Reykjavík, og Snæbjörn Arngrímsson, rithöfundur og fyrrverandi útgefandi í Kaupmannahöfn bætast í hópinn. Von sé á frekari fjölgun í hópi þeirra sem skrifa hjá FF7. Fjölmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Greint er frá tíðindunum á vef Túrista þar sem segir að ritstjórar FF7 verði Kristján Sigurjónsson (útgefandi og ábyrgðarmaður) og Óðinn Jónsson. Vefurinn er rúmlega fjórtán ára gamall en breytir nú aðeins um kúrs ekki ólíkt því sem íslensk ferðaþjónusta hefur breyst á tæpum hálfum öðrum áratug. „Þá var þetta lítil atvinnugrein en í dag snertir hún flest svið samfélagsins. Við sjáum það líka á ört stækkandi áskrifendahópi að umfjöllun okkar nær langt út fyrir raðir fagfólks í ferðaþjónustu. Sífellt fleiri auglýsendur sjá líka kostina í fjölmiðli sem skrifar fyrst og fremst fyrir áskrifendur. Við ætlum því að grípa það tækifæri sem við erum með í höndunum til að efla útgáfuna. Sú breyting kallar á nýtt nafn,“ segir Kristján. Vefurinn Túristi hóf vegferð sína frá eldhúsborði Kristjáns Sigurjónssonar og fjölskyldu í Kaupmannahöfn árið 2009 og þremur árum síðan fluttu þau til Stokkhólms. Allt til ársins 2022 var Túristi eins manns útgerð en í fyrra gekk Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, til liðs við Kristján. Reksturinn heyrir nú undir útgáfufélagið Farteski ehf. Vefurinn hafði til ársins 2020 rekið sig á auglýsingum en breyttist þá um haustið í áskriftarvef. Það hafi reynst rétt ákvörðun, tekjur aukist og blaðamönnum verður fjölgað um þrjá. Halla Ólafsdóttir, blaðamaður á Ísafirði, Sólveig Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður í Reykjavík, og Snæbjörn Arngrímsson, rithöfundur og fyrrverandi útgefandi í Kaupmannahöfn bætast í hópinn. Von sé á frekari fjölgun í hópi þeirra sem skrifa hjá FF7.
Fjölmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira