Hálftími leið frá því að bjöllu var hringt þar til fanga var sinnt Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2023 07:40 Lögreglustöðin við Hörðuvelli á Selfossi. Umboðsmaður Alþingis beinir ýmsum tilmælum til lögreglu og dómsmálaráðherra varðandi hvernig skuli bæta eftirlit með föngum á stöðinni. Vísir/Vilhelm Bæta þarf eftirlit með þeim sem vistuð eru í fangageymslu lögreglunnar á Suðurlandi á Selfossi. Í of miklum mæli er eingöngu notast við myndvöktun og reglubundnu innliti í klefa ekki sinnt sem skyldi. Þetta er meðal niðurstaða úttektar umboðsmanns Alþingis á aðstöðu, aðbúnaði og meðferð þeirra sem vistuð eru í fangageymslum. Fram kemur að starfsmenn hafi orðið varir við að töluverður tími gæti liðið þar til brugðist væri við hringingum neyðarbjöllu eftir aðstoð. Starfsfólk embættisins hafi orðið vitni að því að meira en hálf klukkustund leið frá því að bjöllunni var hringt þar til viðkomandi var sinnt. Innan úr fangaklefa.UA „Óhjákvæmilega vakna því spurningar um hvort öryggi vistaðra sé nægilega tryggt, s.s. ef upp kæmi neyðartilvik. Mælst er til að litið sé inn í fangaklefa á a.m.k. 20 mínútna fresti og oftar sé þess þörf. Jafnframt að brugðist sé strax eða mjög fljótlega við ef boð berast frá neyðarbjöllu í klefa og skýrt og samræmt verklag gildi um þetta,“ segir á vef embættsins. Dýna og bekkur í fangaklefa á lögreglustöðinni á Selfossi.UA Gera athugasemdir við lýsingu og drykkjarvatn Ennfremur segir að umboðsmaður Alþingis geri töluverðar athugasemdir við aðbúnað í fangageymslunni og á lögreglustöðinni við Hörðuvelli, meðal annars vegna staðsetningar neyðarhnappa, lýsingar og drykkjarvatns í klefum. „Húsnæðið sé komið til ára sinna og með auknum umsvifum lögreglunnar hafi þrengt að allri starfsemi hennar. Þá sé staðsetning lögreglustöðvarinnar innan um íbúðarhús óheppileg m.t.t. einkalífs handtekinna. Einnig þurfi að ganga betur frá bæði sorpi með lífsýnum og munum eins og blóðsýnahólkum og sýnatökusettum sem ekki voru í lokuðum hirslum við heimsókn umboðsmanns. Því er beint til dómsmálaráðherra að meta hvort húsnæðið sé fullnægjandi og þá til hvaða aðgerða þurfi að grípa svo bæta megi úr. Þá er lögreglustjóra bent á að búa þannig um hnútana að skaðlegir munir séu ekki í seilingarfjarlægð handtekinna við komu og hann tryggi að gengið sé frá lífsýnum með viðunandi hætti. Frá Selfossi. Vísir/Vilhelm Ýmislegt annað er áréttað sem bent hefur verið á í öðrum skýrslum umboðsmanns vegna OPCAT-eftirlits embættisins. Til dæmis að gæta þess að skráning upplýsinga í vistunarskýrslu við komu sé í samræmi við kröfur þar um, tryggja handteknum heilbrigðisþjónustu ef þörf krefur, að hægt sé að fylgjast með hvað tímanum líður í klefum, að tryggja þurfi þjálfun, fræðslu og símenntun lögreglumanna og kynna handteknum upplýsingar um kvörtunar- og kæruleiðir. Þá er bent á að konur eigi að geta nálgast viðeigandi tíðavörur í fangageymslu,“ segir á vef umboðsmanns. Embættið hefur óskað eftir viðbrögðum lögreglustjórans á Suðurlandi og dómsmálaráðherra við ábendingum og tilmælum umboðsmanns eigi síðar en 1. júní 2024. Hreinlætisaðstaða fanga á lögreglustöðinni á Selfossi.UA Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Árborg Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaða úttektar umboðsmanns Alþingis á aðstöðu, aðbúnaði og meðferð þeirra sem vistuð eru í fangageymslum. Fram kemur að starfsmenn hafi orðið varir við að töluverður tími gæti liðið þar til brugðist væri við hringingum neyðarbjöllu eftir aðstoð. Starfsfólk embættisins hafi orðið vitni að því að meira en hálf klukkustund leið frá því að bjöllunni var hringt þar til viðkomandi var sinnt. Innan úr fangaklefa.UA „Óhjákvæmilega vakna því spurningar um hvort öryggi vistaðra sé nægilega tryggt, s.s. ef upp kæmi neyðartilvik. Mælst er til að litið sé inn í fangaklefa á a.m.k. 20 mínútna fresti og oftar sé þess þörf. Jafnframt að brugðist sé strax eða mjög fljótlega við ef boð berast frá neyðarbjöllu í klefa og skýrt og samræmt verklag gildi um þetta,“ segir á vef embættsins. Dýna og bekkur í fangaklefa á lögreglustöðinni á Selfossi.UA Gera athugasemdir við lýsingu og drykkjarvatn Ennfremur segir að umboðsmaður Alþingis geri töluverðar athugasemdir við aðbúnað í fangageymslunni og á lögreglustöðinni við Hörðuvelli, meðal annars vegna staðsetningar neyðarhnappa, lýsingar og drykkjarvatns í klefum. „Húsnæðið sé komið til ára sinna og með auknum umsvifum lögreglunnar hafi þrengt að allri starfsemi hennar. Þá sé staðsetning lögreglustöðvarinnar innan um íbúðarhús óheppileg m.t.t. einkalífs handtekinna. Einnig þurfi að ganga betur frá bæði sorpi með lífsýnum og munum eins og blóðsýnahólkum og sýnatökusettum sem ekki voru í lokuðum hirslum við heimsókn umboðsmanns. Því er beint til dómsmálaráðherra að meta hvort húsnæðið sé fullnægjandi og þá til hvaða aðgerða þurfi að grípa svo bæta megi úr. Þá er lögreglustjóra bent á að búa þannig um hnútana að skaðlegir munir séu ekki í seilingarfjarlægð handtekinna við komu og hann tryggi að gengið sé frá lífsýnum með viðunandi hætti. Frá Selfossi. Vísir/Vilhelm Ýmislegt annað er áréttað sem bent hefur verið á í öðrum skýrslum umboðsmanns vegna OPCAT-eftirlits embættisins. Til dæmis að gæta þess að skráning upplýsinga í vistunarskýrslu við komu sé í samræmi við kröfur þar um, tryggja handteknum heilbrigðisþjónustu ef þörf krefur, að hægt sé að fylgjast með hvað tímanum líður í klefum, að tryggja þurfi þjálfun, fræðslu og símenntun lögreglumanna og kynna handteknum upplýsingar um kvörtunar- og kæruleiðir. Þá er bent á að konur eigi að geta nálgast viðeigandi tíðavörur í fangageymslu,“ segir á vef umboðsmanns. Embættið hefur óskað eftir viðbrögðum lögreglustjórans á Suðurlandi og dómsmálaráðherra við ábendingum og tilmælum umboðsmanns eigi síðar en 1. júní 2024. Hreinlætisaðstaða fanga á lögreglustöðinni á Selfossi.UA
Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Árborg Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira