Fjárhagsvandi bænda og loftslagshamfarir Halldór Reynisson skrifar 8. desember 2023 11:31 Vandi bænda hefur verið í brennidepli upp á síðkastið. Talað er um að 12 milljarða vanti við búvörusamninga til að leysa í bráð. Rætt er um að ríkisstjórnin sé reiðubúin til að leggja fram 1600 milljónir strax til bænda í fjárhagserfiðleikum, þar af 600 milljónir fyrir unga bændur. Á sama tíma er verið að ræða um á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP28 að skoða þurfi kolefnisfótspor landbúnaðarins sem er víst töluverður hluti þess loftslagsvanda sem við blasir, sérstaklega framleiðsla á kjöti. Ég held að flestir geti verið sammála um að grípa til aðgerða fyrir íslenska bændur enda er landbúnaður helsta forsenda fyrir byggð í mörgum héröðum landsins, auk heldur sem gæta þarf að fæðuöryggi. Á sama tíma er samt nauðsyn að horfast í augu við að við getum ekki haldið áfram með hefðbundinn landbúnað í sama farinu og áður. Flestar atvinnugreinar þurfa að fara í gegnum róttæka endurskoðun á kolefnisfótspori sínu frammi fyrir þeirri fortakslausu hamfarahlýnun sem nú á sér stað; iðnaður, sjávarútvegur, ferðaþjónusta, samgöngur auk landbúnaðar. Hamfarir knýja á um breytta hugsun og aðgerðir. Væri hægt að hugsa sér að bændur í hefðbundnum búgreinum væru vörslumenn jarða sinna og afrétta í loftslagsmálum, meira en nú er um leið og dregið væri úr kjötframleiðslu sem er hluti loftslagsvandans? Væri ekki ráð að hluti fjárframlaga sem rætt er um vegna bráðavanda bænda, færu til að endurheimta votlendi og bændur önnuðust þá vinnu? Landnýting er einn stærsti þátturinn í kolefnisfótspori okkar Íslendinga og sérstaklega á það við um framræst votlendi. Það er viðurkennt að fljótvirkasta leiðin til að minnka kolefnisfótspor landsins sé að endurheimta votlendi. Ég sé ekki betur en að hægt sé að sameina hagsmuni bænda og þau stóru skref sem við Íslendingar þurfum að taka í loftslagsmálum. Höfundur er eldri aðgerðarsinni í loftslagsmálum og fyrrverandi smábóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Landbúnaður Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Búvörusamningar Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Vandi bænda hefur verið í brennidepli upp á síðkastið. Talað er um að 12 milljarða vanti við búvörusamninga til að leysa í bráð. Rætt er um að ríkisstjórnin sé reiðubúin til að leggja fram 1600 milljónir strax til bænda í fjárhagserfiðleikum, þar af 600 milljónir fyrir unga bændur. Á sama tíma er verið að ræða um á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP28 að skoða þurfi kolefnisfótspor landbúnaðarins sem er víst töluverður hluti þess loftslagsvanda sem við blasir, sérstaklega framleiðsla á kjöti. Ég held að flestir geti verið sammála um að grípa til aðgerða fyrir íslenska bændur enda er landbúnaður helsta forsenda fyrir byggð í mörgum héröðum landsins, auk heldur sem gæta þarf að fæðuöryggi. Á sama tíma er samt nauðsyn að horfast í augu við að við getum ekki haldið áfram með hefðbundinn landbúnað í sama farinu og áður. Flestar atvinnugreinar þurfa að fara í gegnum róttæka endurskoðun á kolefnisfótspori sínu frammi fyrir þeirri fortakslausu hamfarahlýnun sem nú á sér stað; iðnaður, sjávarútvegur, ferðaþjónusta, samgöngur auk landbúnaðar. Hamfarir knýja á um breytta hugsun og aðgerðir. Væri hægt að hugsa sér að bændur í hefðbundnum búgreinum væru vörslumenn jarða sinna og afrétta í loftslagsmálum, meira en nú er um leið og dregið væri úr kjötframleiðslu sem er hluti loftslagsvandans? Væri ekki ráð að hluti fjárframlaga sem rætt er um vegna bráðavanda bænda, færu til að endurheimta votlendi og bændur önnuðust þá vinnu? Landnýting er einn stærsti þátturinn í kolefnisfótspori okkar Íslendinga og sérstaklega á það við um framræst votlendi. Það er viðurkennt að fljótvirkasta leiðin til að minnka kolefnisfótspor landsins sé að endurheimta votlendi. Ég sé ekki betur en að hægt sé að sameina hagsmuni bænda og þau stóru skref sem við Íslendingar þurfum að taka í loftslagsmálum. Höfundur er eldri aðgerðarsinni í loftslagsmálum og fyrrverandi smábóndi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun