Af hverju förum við á loftslagsráðstefnur? Haukur Logi Jóhannsson skrifar 8. desember 2023 12:31 Sumstaðar á samfélagsmiðlum og í samfélagslegri umræðu verður maður var við vangaveltur fólks um að það hljóti að vera hámark hræsninnar að fólk sé að koma saman á loftslagsráðstefnum og ferðast á þær um langa leið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Gott og vel, alveg lögmætar vangaveltur sem vel er hægt að ræða. Það sem er rætt á þessum ráðstefnum er ekkert smámál sem afgreitt verður með einu pennastriki. Við erum að ræða um grundvallarbreytingar á því hvernig samfélögin okkar virka. Hvernig við breytum því sem við gerum í dag. Eins og hvernig við framleiðum raforku, hvernig við byggjum upp samgöngukerfið, hvernig við framleiðum matvæli, hvernig við nýtum land og listinn heldur bara áfram. Þetta og meira til þarf allt saman að vera reitt fram án þess að við séum að brenna jarðefnaeldsneyti. Þetta eru ekki engin smámál sem verða afgreitt á stuttum Teams fundi. Eina leiðin til að ná árangri í þessum efnum og tryggja það að allir séu að róa í sömu átt, er að hittast, ræða og tryggja það að það sé pólitískur vilji fyrir þeim breytingum sem við þurfum að innleiða á alheimsvísu. Það þýðir, því miður, að við verðum að ferðast á ráðstefnur og viðburði. Taka þátt í samræðunum og leggja okkar af mörkum því við þurfum allar hendur á dekk í þessu stóra viðfangsefni sem loftslagsbreytingar eru. Við Íslendingar erum ansi framarlega á mörgum sviðum og höfum einnig oft meiri hagsmuna að gæta en margar aðrar þjóðir. Þess vegna þarf að senda hlutfallslega fleiri héðan en víðast annarsstaðar frá til að tryggja það að okkar sjónarmið og hagsmunir verði virtir. Ég geri mér grein fyrir að með þessum orðum er ég líklegast ekki að fara að vinna moggabloggarana á mitt band. Þeir munu samt sem áður afneita því að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað eða í það minnsta afneita því að maðurinn eigi þar nokkra sök að máli. Þetta er allt bara sólinni að kenna eða eldfjöllunum. Við skulum bara fara á rúntinn og ekki láta ykkur segjast. Staðreyndir eða vísindalegar rannsóknir skipta þar engu máli og við öll sem höldum öðru fram erum bara „sauðir“, eins og einn „ágætur“ maður kallaði mig eitt sinn fyrir að halda þessari vitleysu fram. Staðan er samt þessi. 99% loftslagsvísindamanna eru sammála því að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað og hlýnunin sem er að eiga sér stað er af mannavöldum. Þetta er stutt af ýmsum rannsóknum þessara sömu vísindamanna sem milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC) tekur saman ár hvert og birtir í sínum skýrslum. Við erum að tala um þúsundir vísindamanna og eitthvað annað eins af vísindalegum rannsóknum, sem eru ritrýndar, endurteknar, staðfestar og stimplaðar. Það litla magn af rannsóknum sem eru á öndverðu meiði innihalda undantekningarlaust villur eða ekki er hægt að endurtaka rannsóknina. Þær fáu rannsóknir eru því ekki markverðar sem telja að loftslagsbreytingar hafi ekkert með mannskepnuna að gera. Þetta er einfalt! Loftslagsbreytingar eru af mannavöldum og þar spilar stærstan þáttinn bruni á jarðefnaeldsneyti (aukning á koltvísýring í andrúmsloftinu okkar sem festir inni geisla frá sólinni í stað þess að þeim sé endurkastað út í geim), sementsframleiðsla og svo eyðing skóga (sem eru náttúruleg binding á kolefni úr andrúmsloftinu okkar). Þetta kemur allt fram í þessum rannsóknum og vísindagreinum sem IPCC tekur saman. Maður deilir ekki við eðlisfræðina og það er ekki hægt að hrekja hana alveg sama hversu margar greinar eru skrifaðar um slíkt á moggablogginu eða í Reykjavíkurbréfi moggans. Sem betur fer eru flestir á því að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og að þær séu af mannavöldum. Þess vegna þurfum við að fara á loftslagsráðstefnur. Vonandi hef ég mögulega skýrt þetta vel fyrir einhverjum sem hafa smá efa þótt hinum hörðu afneiturum verði ekki breytt sama hvað. En jörðin er kannski flöt líka. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Haukur Logi Jóhannsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Sumstaðar á samfélagsmiðlum og í samfélagslegri umræðu verður maður var við vangaveltur fólks um að það hljóti að vera hámark hræsninnar að fólk sé að koma saman á loftslagsráðstefnum og ferðast á þær um langa leið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Gott og vel, alveg lögmætar vangaveltur sem vel er hægt að ræða. Það sem er rætt á þessum ráðstefnum er ekkert smámál sem afgreitt verður með einu pennastriki. Við erum að ræða um grundvallarbreytingar á því hvernig samfélögin okkar virka. Hvernig við breytum því sem við gerum í dag. Eins og hvernig við framleiðum raforku, hvernig við byggjum upp samgöngukerfið, hvernig við framleiðum matvæli, hvernig við nýtum land og listinn heldur bara áfram. Þetta og meira til þarf allt saman að vera reitt fram án þess að við séum að brenna jarðefnaeldsneyti. Þetta eru ekki engin smámál sem verða afgreitt á stuttum Teams fundi. Eina leiðin til að ná árangri í þessum efnum og tryggja það að allir séu að róa í sömu átt, er að hittast, ræða og tryggja það að það sé pólitískur vilji fyrir þeim breytingum sem við þurfum að innleiða á alheimsvísu. Það þýðir, því miður, að við verðum að ferðast á ráðstefnur og viðburði. Taka þátt í samræðunum og leggja okkar af mörkum því við þurfum allar hendur á dekk í þessu stóra viðfangsefni sem loftslagsbreytingar eru. Við Íslendingar erum ansi framarlega á mörgum sviðum og höfum einnig oft meiri hagsmuna að gæta en margar aðrar þjóðir. Þess vegna þarf að senda hlutfallslega fleiri héðan en víðast annarsstaðar frá til að tryggja það að okkar sjónarmið og hagsmunir verði virtir. Ég geri mér grein fyrir að með þessum orðum er ég líklegast ekki að fara að vinna moggabloggarana á mitt band. Þeir munu samt sem áður afneita því að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað eða í það minnsta afneita því að maðurinn eigi þar nokkra sök að máli. Þetta er allt bara sólinni að kenna eða eldfjöllunum. Við skulum bara fara á rúntinn og ekki láta ykkur segjast. Staðreyndir eða vísindalegar rannsóknir skipta þar engu máli og við öll sem höldum öðru fram erum bara „sauðir“, eins og einn „ágætur“ maður kallaði mig eitt sinn fyrir að halda þessari vitleysu fram. Staðan er samt þessi. 99% loftslagsvísindamanna eru sammála því að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað og hlýnunin sem er að eiga sér stað er af mannavöldum. Þetta er stutt af ýmsum rannsóknum þessara sömu vísindamanna sem milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC) tekur saman ár hvert og birtir í sínum skýrslum. Við erum að tala um þúsundir vísindamanna og eitthvað annað eins af vísindalegum rannsóknum, sem eru ritrýndar, endurteknar, staðfestar og stimplaðar. Það litla magn af rannsóknum sem eru á öndverðu meiði innihalda undantekningarlaust villur eða ekki er hægt að endurtaka rannsóknina. Þær fáu rannsóknir eru því ekki markverðar sem telja að loftslagsbreytingar hafi ekkert með mannskepnuna að gera. Þetta er einfalt! Loftslagsbreytingar eru af mannavöldum og þar spilar stærstan þáttinn bruni á jarðefnaeldsneyti (aukning á koltvísýring í andrúmsloftinu okkar sem festir inni geisla frá sólinni í stað þess að þeim sé endurkastað út í geim), sementsframleiðsla og svo eyðing skóga (sem eru náttúruleg binding á kolefni úr andrúmsloftinu okkar). Þetta kemur allt fram í þessum rannsóknum og vísindagreinum sem IPCC tekur saman. Maður deilir ekki við eðlisfræðina og það er ekki hægt að hrekja hana alveg sama hversu margar greinar eru skrifaðar um slíkt á moggablogginu eða í Reykjavíkurbréfi moggans. Sem betur fer eru flestir á því að loftslagsbreytingar séu raunverulegar og að þær séu af mannavöldum. Þess vegna þurfum við að fara á loftslagsráðstefnur. Vonandi hef ég mögulega skýrt þetta vel fyrir einhverjum sem hafa smá efa þótt hinum hörðu afneiturum verði ekki breytt sama hvað. En jörðin er kannski flöt líka. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun