Í skýjunum með nýja nafnið: „Hef verið kölluð Strympa síðan ég man eftir mér“ Jón Þór Stefánsson skrifar 10. desember 2023 10:01 Arnhildur er búin að safna strumpum í 35 ár og hefur fengið samþykkt nafnið Strympa. Arnhildur Arnhildur Helgadóttir er himinlifandi með ákvörðun Mannanafnanefndar að samþykkja tillögu sína um að leyfa eiginnafnið Strympa. Hún mun því heita Arnhildur Strympa Helgadóttir. „Ég hef verið kölluð Strympa síðan ég man eftir mér. Að fá að heita þessu nafni er æðislegt,“ segir Arnhildur í samtali við Vísi. Hún er mikill áhugamaður um strumpana, belgísku og bláu teiknimyndafígúrurnar sem Íslendingar þekkja hvað best í talsetningu Ladda. Margar eftirminnilegar persónur er að finna í söguheimi strumpanna, en þar má nefna Æðsta strump, Gáfnastrump, Kjartan galdrakarl (sem er þó ekki strumpur) og að sjálfsögðu Strympu. Risastórt strumpasafn Arnhildur segist vera strumpasafnari. „Ég er búin að safna strumpum síðan ég var krakki. Ég held að ég eigi stærsta safnið á Íslandi,“ segir hún. „Ég er með þrjá stóra glerskápa heima hjá mér sem eru troðnir.“ Safnið telur 750 litla strumpa sem enginn er eins og annar. „Það er samt bara partur. Svo eru það húsin, bangsar, glös, könnur, diskar, bækur á mörgum tungumálum, vínylplötur, geisladiskar, tölvuleikir, nefndu það,“ segir Arnhildur Strympa sem ber því nafn með rentu. „Inniskór, sokkar, sloppar, rúmföt, lampar, elduhúsdót og alls konar skrýtnir hlutir sem manni myndi ekki detta í hug.“ „Þetta byrjaði þannig að þegar ég var átta eða níu ára fékk ég strumpahús og nokkra kalla. Mér fannst þeir bara svo æðislega flottir og svo fór maður að kaupa smá og smá og svo varð þetta bara að risa stóru safni,“ segir hún og bendir á að þó strumparnir séu áberandi einskorðist safnið ekki við þá. Hún safni einnig öðrum gömlum teiknimyndasögum líkt og Sval og Val, og Lukku Láka. Fígúrurnar koma frá þýska leikfangaframleiðandanum Schleich, sem hefur framleitt strumpa frá sjöunda áratug síðustu aldar. Að sögn Arnhildar koma á hverju ári átta til tólf nýir strumpar, sem hún kaupir. Aðspurð um hversu lengi hún hafi safnað strumpunum telur hún sig búna að gera það í 35 ár. Strumpasafnið telur 750 msimunandi strumpa.Arnhildur Strympa ekki uppáhalds Þrátt fyrir nýja nafnið segir hún Strympu ekki vera uppáhalds strumpinn sinn, það sé Fýlustrumpur. Það kom þó ekki til greina að sækja um eiginnafnið Fýlustrumpur. „Ég held þeir myndu ekki samþykkja það.“ Arnhildur hafði áður lagt nafnið fyrir Mannanafnanefnd en þá verið hafnað. Hún fór því í dýpri rannsóknarvinnu að þessu sinni til að færa rök fyrir máli sínu og komst að því að Strympa á sér dýpri rætur í íslenskri tungu en margir myndu halda. „Ég þurfti alveg að finna heimildir og gramsa. Ég sendi þeim allt sem ég fann. Ég fór á bókasafnið og gruflaði bara allt upp sem ég gat fundið.“ Í úrskurði Mannanafnanefndar er til að mynda minnst á að Strympa sé Grýluheiti, eða skessunafn og merki skass eða gróf kona. Einnig sé Strympa örnefni sem á við nokkur kotbýli, til dæmis í Odda á Rangárvöllum þar sem heytekja af bæjarþekjunni, við strompinn, var til hlunninda. Jafnframt getur það þýtt niðurmjó fata, hús með keilulaga þaki, strýta eða hóll í landslagi eða uppmjó húfa, stromphúfa, en strympa er skylt orðinu strompur. Arnhildur Strympa á strumpabækru á mörgum tungumálum.Arnhildur Jafnframt útskýrir Arnhildur að hún hafi viljað gera Strympu að eiginnafni sínu vegna þess að hún hafi eignast alnöfnu. Strympa hafi því verið kjörið til að aðgreina þær. „En þetta er líka bara vegna þess að ég er þekkt sem Strympa.“ Hefur kynnst öðrum strumpaáhugamönnum Arnhildur segist hafa kynnst öðrum strumpaáhugamönnum á netinu, en þar má nefna belgískan mann sem starfar hjá Payo, höfundarréttarhafa strumpanna, sem teiknar fyrir fyrirtækið. „Við erum góðir vinir. Hann sendir mér stundum teikningar sem hann er að gera,“ segir Arnhildur sem finnst frábært að kynnast einhverjum sem er í „innsta hring strumpanna“. Arnhildur Strympa segir að þrátt fyrir nafn sitt sé Fýlustrumpur í uppáhaldi.Arnhildur Amma Strympa Líkt og áður segir hefur Arnhildur verið kölluð Strympa eins lengi og hún man eftir sér, en nafnið hefur tekið á sig nýja mynd að undanförnu. „Nú er ég amma Strympa. Ég á ömmustelpu sem er sex ára.“ Arnhildur segir barnabarnið ekki deila áhuga sínum á strumpunum, allavega er það ekki í sama mæli og hjá henni sjálfri. „Hún er meira fyrir Pony núna, en ég held að þetta eldist af henni,“ segir hún og hlær. Hún tekur þó fram að á heimili sínu séu nokkur hundruð strumpar sem ömmubarnið megi leika sér með. Mannanöfn Ástin og lífið Tengdar fréttir Útópískt alræðisríki strumpanna Aðdáendur strumpanna reyna þessa dagana að verja litlu bláu vini sína gegn ásökunum um gyðingahatur, kynþáttahatur og kommúnisma í kjölfar útgáfu fyrirlesarans og rithöfundarins Antoine Buéno á nýjustu bók sinni, þar sem hann leggst í greiningu á samfélagi strumpanna. 6. júní 2011 23:45 Laddi fær ekki að tala fyrir strumpana „Ég fór í prufur eins og allir aðrir og er trúlega kominn með hlutverk. Ég verð Kjartan galdrakarl en fæ ekki að tala fyrir strump. Ég hafði vonast eftir að fá að tala fyrir Æðstastrump en ég verð bara venjulegur maður," segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi. 31. maí 2011 08:00 Heimsmet í strumpi Alþjóðlegi strumpadagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 25. júní næstkomandi og mun þá samstillt átak tæplega 30 þjóða að öllum líkindum verða til þess að slá núverandi heimsmet í "strumpi". 22. júní 2011 21:45 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Fleiri fréttir VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Sjá meira
„Ég hef verið kölluð Strympa síðan ég man eftir mér. Að fá að heita þessu nafni er æðislegt,“ segir Arnhildur í samtali við Vísi. Hún er mikill áhugamaður um strumpana, belgísku og bláu teiknimyndafígúrurnar sem Íslendingar þekkja hvað best í talsetningu Ladda. Margar eftirminnilegar persónur er að finna í söguheimi strumpanna, en þar má nefna Æðsta strump, Gáfnastrump, Kjartan galdrakarl (sem er þó ekki strumpur) og að sjálfsögðu Strympu. Risastórt strumpasafn Arnhildur segist vera strumpasafnari. „Ég er búin að safna strumpum síðan ég var krakki. Ég held að ég eigi stærsta safnið á Íslandi,“ segir hún. „Ég er með þrjá stóra glerskápa heima hjá mér sem eru troðnir.“ Safnið telur 750 litla strumpa sem enginn er eins og annar. „Það er samt bara partur. Svo eru það húsin, bangsar, glös, könnur, diskar, bækur á mörgum tungumálum, vínylplötur, geisladiskar, tölvuleikir, nefndu það,“ segir Arnhildur Strympa sem ber því nafn með rentu. „Inniskór, sokkar, sloppar, rúmföt, lampar, elduhúsdót og alls konar skrýtnir hlutir sem manni myndi ekki detta í hug.“ „Þetta byrjaði þannig að þegar ég var átta eða níu ára fékk ég strumpahús og nokkra kalla. Mér fannst þeir bara svo æðislega flottir og svo fór maður að kaupa smá og smá og svo varð þetta bara að risa stóru safni,“ segir hún og bendir á að þó strumparnir séu áberandi einskorðist safnið ekki við þá. Hún safni einnig öðrum gömlum teiknimyndasögum líkt og Sval og Val, og Lukku Láka. Fígúrurnar koma frá þýska leikfangaframleiðandanum Schleich, sem hefur framleitt strumpa frá sjöunda áratug síðustu aldar. Að sögn Arnhildar koma á hverju ári átta til tólf nýir strumpar, sem hún kaupir. Aðspurð um hversu lengi hún hafi safnað strumpunum telur hún sig búna að gera það í 35 ár. Strumpasafnið telur 750 msimunandi strumpa.Arnhildur Strympa ekki uppáhalds Þrátt fyrir nýja nafnið segir hún Strympu ekki vera uppáhalds strumpinn sinn, það sé Fýlustrumpur. Það kom þó ekki til greina að sækja um eiginnafnið Fýlustrumpur. „Ég held þeir myndu ekki samþykkja það.“ Arnhildur hafði áður lagt nafnið fyrir Mannanafnanefnd en þá verið hafnað. Hún fór því í dýpri rannsóknarvinnu að þessu sinni til að færa rök fyrir máli sínu og komst að því að Strympa á sér dýpri rætur í íslenskri tungu en margir myndu halda. „Ég þurfti alveg að finna heimildir og gramsa. Ég sendi þeim allt sem ég fann. Ég fór á bókasafnið og gruflaði bara allt upp sem ég gat fundið.“ Í úrskurði Mannanafnanefndar er til að mynda minnst á að Strympa sé Grýluheiti, eða skessunafn og merki skass eða gróf kona. Einnig sé Strympa örnefni sem á við nokkur kotbýli, til dæmis í Odda á Rangárvöllum þar sem heytekja af bæjarþekjunni, við strompinn, var til hlunninda. Jafnframt getur það þýtt niðurmjó fata, hús með keilulaga þaki, strýta eða hóll í landslagi eða uppmjó húfa, stromphúfa, en strympa er skylt orðinu strompur. Arnhildur Strympa á strumpabækru á mörgum tungumálum.Arnhildur Jafnframt útskýrir Arnhildur að hún hafi viljað gera Strympu að eiginnafni sínu vegna þess að hún hafi eignast alnöfnu. Strympa hafi því verið kjörið til að aðgreina þær. „En þetta er líka bara vegna þess að ég er þekkt sem Strympa.“ Hefur kynnst öðrum strumpaáhugamönnum Arnhildur segist hafa kynnst öðrum strumpaáhugamönnum á netinu, en þar má nefna belgískan mann sem starfar hjá Payo, höfundarréttarhafa strumpanna, sem teiknar fyrir fyrirtækið. „Við erum góðir vinir. Hann sendir mér stundum teikningar sem hann er að gera,“ segir Arnhildur sem finnst frábært að kynnast einhverjum sem er í „innsta hring strumpanna“. Arnhildur Strympa segir að þrátt fyrir nafn sitt sé Fýlustrumpur í uppáhaldi.Arnhildur Amma Strympa Líkt og áður segir hefur Arnhildur verið kölluð Strympa eins lengi og hún man eftir sér, en nafnið hefur tekið á sig nýja mynd að undanförnu. „Nú er ég amma Strympa. Ég á ömmustelpu sem er sex ára.“ Arnhildur segir barnabarnið ekki deila áhuga sínum á strumpunum, allavega er það ekki í sama mæli og hjá henni sjálfri. „Hún er meira fyrir Pony núna, en ég held að þetta eldist af henni,“ segir hún og hlær. Hún tekur þó fram að á heimili sínu séu nokkur hundruð strumpar sem ömmubarnið megi leika sér með.
Mannanöfn Ástin og lífið Tengdar fréttir Útópískt alræðisríki strumpanna Aðdáendur strumpanna reyna þessa dagana að verja litlu bláu vini sína gegn ásökunum um gyðingahatur, kynþáttahatur og kommúnisma í kjölfar útgáfu fyrirlesarans og rithöfundarins Antoine Buéno á nýjustu bók sinni, þar sem hann leggst í greiningu á samfélagi strumpanna. 6. júní 2011 23:45 Laddi fær ekki að tala fyrir strumpana „Ég fór í prufur eins og allir aðrir og er trúlega kominn með hlutverk. Ég verð Kjartan galdrakarl en fæ ekki að tala fyrir strump. Ég hafði vonast eftir að fá að tala fyrir Æðstastrump en ég verð bara venjulegur maður," segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi. 31. maí 2011 08:00 Heimsmet í strumpi Alþjóðlegi strumpadagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 25. júní næstkomandi og mun þá samstillt átak tæplega 30 þjóða að öllum líkindum verða til þess að slá núverandi heimsmet í "strumpi". 22. júní 2011 21:45 Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Fleiri fréttir VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Sjá meira
Útópískt alræðisríki strumpanna Aðdáendur strumpanna reyna þessa dagana að verja litlu bláu vini sína gegn ásökunum um gyðingahatur, kynþáttahatur og kommúnisma í kjölfar útgáfu fyrirlesarans og rithöfundarins Antoine Buéno á nýjustu bók sinni, þar sem hann leggst í greiningu á samfélagi strumpanna. 6. júní 2011 23:45
Laddi fær ekki að tala fyrir strumpana „Ég fór í prufur eins og allir aðrir og er trúlega kominn með hlutverk. Ég verð Kjartan galdrakarl en fæ ekki að tala fyrir strump. Ég hafði vonast eftir að fá að tala fyrir Æðstastrump en ég verð bara venjulegur maður," segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi. 31. maí 2011 08:00
Heimsmet í strumpi Alþjóðlegi strumpadagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 25. júní næstkomandi og mun þá samstillt átak tæplega 30 þjóða að öllum líkindum verða til þess að slá núverandi heimsmet í "strumpi". 22. júní 2011 21:45