„Krakkarnir mæta betur og virðast ekki vera eins þreytt og syfjuð“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. desember 2023 22:01 Nemendur í Vogaskóla funduðu með borgarstjóra í dag ásamt nokkur þúsund öðrum grunnskólabörnum. Vísir/Vilhelm Unglingar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni í Reykjavík og mætt seinna í skólann en jafnaldrar sínir segjast eiga auðveldara með einbeitingu og sofa betur. Ákveðið hefur verið að skóladagur allra unglinga í Reykjavík byrji seinna frá og með næsta hausti. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fundaði með sjö þúsund unglingum í Reykjavík í gegnum fjarfundarbúnað í morgun þar sem þessi ákvörðun var rædd. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi frá og með næsta hausti og byrjar skólahald þá í fyrsta lagi klukkan 8:50 á unglingastigi í skólum borgarinnar. Vonir standa til að þetta muni bæta svefn og líðan barnanna. „Breytingin er til þess að lengja þennan svefntíma. Við sjáum að um og yfir helmingur ungs fólks á þessum aldri eru að sofa of stuttan tíma. Við vitum að það hefur áhrif á einbeitingu, minni, nám og svo framvegis,“ segir Dagur. Í meira en ár hafa nemendur í Vogaskóla tekið þátt í tilraunaverkefni til að sjá hvernig það virkar að láta börnin mæta seinna í skólann. „Bæði nemendur og starfsfólkið er ánægt með þessa breytingu og finnst það vera til hins góða. Krakkarnir mæta betur og virðast ekki vera eins þreytt og syfjuð,“ segir Snædís Valsdóttir skólastjóri Vogaskóla Krakkarnir sjálfir eru á því að þeim líði betur eftir að þeir tóku að mæta seinna í skólann. Segja léttara að vakna og geta einbeitt sér betur. Þá eru þau ekki á því að þau freistist til að fara seinna að sofa en áður. „Ég fer ekkert eitthvað mikið seinna að sofa,“ segir Hulda Filippía Andradóttir nemandi í 10. bekk í Vogaskóla. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Stjórnsýsla Reykjavík Svefn Tengdar fréttir Unglingar í Reykjavík fá að sofa lengur Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að skóladagur unglinga muni byrja í fyrsta lagi klukkan 8:50 á morgnana. Breytingin mun taka gildi í grunnskólum borgarinnar frá og með haustinu 2024. 7. desember 2023 23:06 Býður öllum grunnskólabörnum á fund Borgarstjóri hefur boðað alla unglinga í grunnskólum Reykjavíkur á fund til að ræða mögulega seinkun á skólabyrjun á unglingastigi. 7. desember 2023 14:12 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fundaði með sjö þúsund unglingum í Reykjavík í gegnum fjarfundarbúnað í morgun þar sem þessi ákvörðun var rædd. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi frá og með næsta hausti og byrjar skólahald þá í fyrsta lagi klukkan 8:50 á unglingastigi í skólum borgarinnar. Vonir standa til að þetta muni bæta svefn og líðan barnanna. „Breytingin er til þess að lengja þennan svefntíma. Við sjáum að um og yfir helmingur ungs fólks á þessum aldri eru að sofa of stuttan tíma. Við vitum að það hefur áhrif á einbeitingu, minni, nám og svo framvegis,“ segir Dagur. Í meira en ár hafa nemendur í Vogaskóla tekið þátt í tilraunaverkefni til að sjá hvernig það virkar að láta börnin mæta seinna í skólann. „Bæði nemendur og starfsfólkið er ánægt með þessa breytingu og finnst það vera til hins góða. Krakkarnir mæta betur og virðast ekki vera eins þreytt og syfjuð,“ segir Snædís Valsdóttir skólastjóri Vogaskóla Krakkarnir sjálfir eru á því að þeim líði betur eftir að þeir tóku að mæta seinna í skólann. Segja léttara að vakna og geta einbeitt sér betur. Þá eru þau ekki á því að þau freistist til að fara seinna að sofa en áður. „Ég fer ekkert eitthvað mikið seinna að sofa,“ segir Hulda Filippía Andradóttir nemandi í 10. bekk í Vogaskóla.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Stjórnsýsla Reykjavík Svefn Tengdar fréttir Unglingar í Reykjavík fá að sofa lengur Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að skóladagur unglinga muni byrja í fyrsta lagi klukkan 8:50 á morgnana. Breytingin mun taka gildi í grunnskólum borgarinnar frá og með haustinu 2024. 7. desember 2023 23:06 Býður öllum grunnskólabörnum á fund Borgarstjóri hefur boðað alla unglinga í grunnskólum Reykjavíkur á fund til að ræða mögulega seinkun á skólabyrjun á unglingastigi. 7. desember 2023 14:12 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Unglingar í Reykjavík fá að sofa lengur Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að skóladagur unglinga muni byrja í fyrsta lagi klukkan 8:50 á morgnana. Breytingin mun taka gildi í grunnskólum borgarinnar frá og með haustinu 2024. 7. desember 2023 23:06
Býður öllum grunnskólabörnum á fund Borgarstjóri hefur boðað alla unglinga í grunnskólum Reykjavíkur á fund til að ræða mögulega seinkun á skólabyrjun á unglingastigi. 7. desember 2023 14:12