Framkvæmdastjóri segir umbætur tryggðar en Einar vill stjórnina út Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. desember 2023 17:58 Einar segir fjölskylduna ekki hafa fengið afsökunarbeiðni frá stjórn SFL fyrr en hann hafði sjálfur samband. Aðsend/Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra segir hið leiðinlegasta mál að verið sé að hvetja til sniðgöngu Kærleikskúlunnar í ár. Hún segir starfsfólk Reykjadals þegar hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til þess að fyrirbyggja að upp komi annað kynferðisbrotamál. Í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun hvetur Einar Örn Jónsson, faðir stúlku sem varð fyrir kynferðisofbeldi í sumarbúðunum í Reykjadal, til sniðgöngu Kærleikskúlunnar í ljósi þess að ágóði hennar renni til sumarbúðanna í Reykjadal. Hann segir alvarlegan misbrest hafa verið á viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda Reykjadals í kjölfar kynferðisbrotsins sem dóttir hans varð fyrir og verkferla hafi skort. Bergljót Borg tók við stöðu framkvæmdastjóra SFL í maí á þessu ári. Bergljót hafði litlu við málið að bæta þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún sagði að um hið leiðinlegasta mál væri að ræða en vísaði í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála þar sem komi fram að Styrktarfélagið hafi brugðist við öllum athugasemdum og allt mögulegt gert til að fyrirbyggja að slík mál kæmu upp aftur. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að starfsmannafjöldi sumarbúðanna taki nú mið af umönnunarþyngd gesta og að skýrir verkferlar séu nú til staðar, meðal annars um fyrstu viðbrögð, sem starfsfólki beri að beita þegar grunur leikur á að kynferðisofbeldi hafi átt sér stað. Vill moka stjórninni út Fréttamaður náði tali af Einari fyrr í dag. Hann var á öðru máli og sagði að á meðan stjórn SFL sé sú sama og þegar dóttir hans varð fyrir ofbeldinu geti hann ekki borið traust til styrktarfélagsins. Því hvetji hann til sniðgöngu Kærleikskúlunnar. „Okkur var misboðið að sjá að Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sé að leggja í einhvern fjölmiðlasirkús til að bæta ímynd sína og fegra hana á þessum tíma þegar það er ekki búið að gera almennilega hreint fyrir sínum dyrum varðandi þetta Reykjadalsmál,“ segir Einar. Að sjá umfjöllunina um Reykjadal í fjölmiðlum síðustu daga er að hans sögn eins og högg í magann. Einar segir málið enn á ákærusviði lögreglu og því langt frá því að vera útkljáð. „Svo er líka megnið af því fólki sem bar höfuðábyrgð á starfseminni á sínum tíma ennþá þarna við störf og í stjórn.“ Engum í stjórn sagt upp Einar segir Vilmund Gíslason þáverandi framkvæmdastjóra sem bar ábyrgð á öryggismálum hafa hætt í kjölfarið vegna aldurs, eftir því sem hann best veit. „En að okkar mati hefði náttúrlega bara átt að reka manninn með skömmum sama dag og þetta kom upp, en það var ekki gert,“ segir Einar. „Líka hefði ég viljað að forstjóri Reykjadals hefði verið rekinn með skömmum sama dag, það var ekki gert.“ Þá segir Einar að formaður stjórnar SLF hafi haldið málinu leyndu fyrir öðrum stjórnarmeðlimum og að aðeins örfáir í stjórninni hefðu vitað af því. „Við teljum að þeim hafi borið skylda til að upplýsa alla stjórnarmenn og líka alla foreldra barna sem voru í þessum sumarbúðum um hvað hafði gerst,“ segir Einar, og að stjórnin hefði ekki greint frá málinu fyrr en hann hefði sjálfur farið með málið í fjölmiðla. „Ef þetta hefði ekki komið fyrir mína dóttur heldur eitthvert annað barn og mín dóttir hefði sloppið við þetta, þá hefði ég samt viljað fá upplýsingar um þetta eins fljótt og mögulegt væri,“ segir Einar. Ekki beðin afsökunar strax Þá segist Einar ekki bera traust til starfsmanna og félagsins á meðan það fólk sem var í stjórn þess þegar málið kom upp sitji þar enn. Hann segir fjölskylduna ekki hafa fengið afsökunarbeiðni frá stjórn Reykjadals að fyrra bragði. „Við settum okkur í samband við stjórnina þegar við vissum að það væri von á skýrslu frá Gæða- og eftirlitsstofnun, bara til þess að ganga úr skuggum að þau myndu fá skýrsluna, ekki framkvæmdarstjórinn. Og við settum okkur í samband við þau í tölvupósti og þá fyrst fengum við einhverja ámátlega afsökunarbeiðni. Að öðru leyti ekki neitt.“ Bendir á Stígamót Aðspurður segir Einar tvíbent að ágóði kærleikskúlunnar renni til Reykjadals. Vissulega hafi margt gott gerst í Reykjadal en umrætt kynferðisbrotamál hafi verið í algjörum ólestri. Hvorki hafi viðbragðsáætlun við kynferðisbrotum né verkferlar um hvernig skyldi tekið á þeim verið til staðar. Þess vegna treysti þau ekki stjórnarmeðlimum SLF til þess að gegna því hlutverki áfram. „Við treystum ekki brennivörgunum til að sjá um slökkvistarfið. Það er bara einfaldlega þannig,“ segir Einar. Einar segist ekki hafa skoðun á því hvert ágóði kærleikskúlunnar ætti annars að renna. „Ég hef hvatt fólk sem hefur íhugað að kaupa kærleikskúluna að styrkja frekar Stígamót. Stígamót hafa reynst okkur vel í þessu máli og reynst fleira fólki vel í kynferðisbrotamálum,“ segir Einar. „Ég hvet líka félagsmenn í Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra til að moka út þessari stjórn og koma inn almennilegu fólki sem er hæft til að reka þessa starfsemi. Fara bara út með ruslið og gera hreint fyrir jólin.“ Málefni fatlaðs fólks Kynferðisofbeldi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun hvetur Einar Örn Jónsson, faðir stúlku sem varð fyrir kynferðisofbeldi í sumarbúðunum í Reykjadal, til sniðgöngu Kærleikskúlunnar í ljósi þess að ágóði hennar renni til sumarbúðanna í Reykjadal. Hann segir alvarlegan misbrest hafa verið á viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda Reykjadals í kjölfar kynferðisbrotsins sem dóttir hans varð fyrir og verkferla hafi skort. Bergljót Borg tók við stöðu framkvæmdastjóra SFL í maí á þessu ári. Bergljót hafði litlu við málið að bæta þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún sagði að um hið leiðinlegasta mál væri að ræða en vísaði í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála þar sem komi fram að Styrktarfélagið hafi brugðist við öllum athugasemdum og allt mögulegt gert til að fyrirbyggja að slík mál kæmu upp aftur. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að starfsmannafjöldi sumarbúðanna taki nú mið af umönnunarþyngd gesta og að skýrir verkferlar séu nú til staðar, meðal annars um fyrstu viðbrögð, sem starfsfólki beri að beita þegar grunur leikur á að kynferðisofbeldi hafi átt sér stað. Vill moka stjórninni út Fréttamaður náði tali af Einari fyrr í dag. Hann var á öðru máli og sagði að á meðan stjórn SFL sé sú sama og þegar dóttir hans varð fyrir ofbeldinu geti hann ekki borið traust til styrktarfélagsins. Því hvetji hann til sniðgöngu Kærleikskúlunnar. „Okkur var misboðið að sjá að Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sé að leggja í einhvern fjölmiðlasirkús til að bæta ímynd sína og fegra hana á þessum tíma þegar það er ekki búið að gera almennilega hreint fyrir sínum dyrum varðandi þetta Reykjadalsmál,“ segir Einar. Að sjá umfjöllunina um Reykjadal í fjölmiðlum síðustu daga er að hans sögn eins og högg í magann. Einar segir málið enn á ákærusviði lögreglu og því langt frá því að vera útkljáð. „Svo er líka megnið af því fólki sem bar höfuðábyrgð á starfseminni á sínum tíma ennþá þarna við störf og í stjórn.“ Engum í stjórn sagt upp Einar segir Vilmund Gíslason þáverandi framkvæmdastjóra sem bar ábyrgð á öryggismálum hafa hætt í kjölfarið vegna aldurs, eftir því sem hann best veit. „En að okkar mati hefði náttúrlega bara átt að reka manninn með skömmum sama dag og þetta kom upp, en það var ekki gert,“ segir Einar. „Líka hefði ég viljað að forstjóri Reykjadals hefði verið rekinn með skömmum sama dag, það var ekki gert.“ Þá segir Einar að formaður stjórnar SLF hafi haldið málinu leyndu fyrir öðrum stjórnarmeðlimum og að aðeins örfáir í stjórninni hefðu vitað af því. „Við teljum að þeim hafi borið skylda til að upplýsa alla stjórnarmenn og líka alla foreldra barna sem voru í þessum sumarbúðum um hvað hafði gerst,“ segir Einar, og að stjórnin hefði ekki greint frá málinu fyrr en hann hefði sjálfur farið með málið í fjölmiðla. „Ef þetta hefði ekki komið fyrir mína dóttur heldur eitthvert annað barn og mín dóttir hefði sloppið við þetta, þá hefði ég samt viljað fá upplýsingar um þetta eins fljótt og mögulegt væri,“ segir Einar. Ekki beðin afsökunar strax Þá segist Einar ekki bera traust til starfsmanna og félagsins á meðan það fólk sem var í stjórn þess þegar málið kom upp sitji þar enn. Hann segir fjölskylduna ekki hafa fengið afsökunarbeiðni frá stjórn Reykjadals að fyrra bragði. „Við settum okkur í samband við stjórnina þegar við vissum að það væri von á skýrslu frá Gæða- og eftirlitsstofnun, bara til þess að ganga úr skuggum að þau myndu fá skýrsluna, ekki framkvæmdarstjórinn. Og við settum okkur í samband við þau í tölvupósti og þá fyrst fengum við einhverja ámátlega afsökunarbeiðni. Að öðru leyti ekki neitt.“ Bendir á Stígamót Aðspurður segir Einar tvíbent að ágóði kærleikskúlunnar renni til Reykjadals. Vissulega hafi margt gott gerst í Reykjadal en umrætt kynferðisbrotamál hafi verið í algjörum ólestri. Hvorki hafi viðbragðsáætlun við kynferðisbrotum né verkferlar um hvernig skyldi tekið á þeim verið til staðar. Þess vegna treysti þau ekki stjórnarmeðlimum SLF til þess að gegna því hlutverki áfram. „Við treystum ekki brennivörgunum til að sjá um slökkvistarfið. Það er bara einfaldlega þannig,“ segir Einar. Einar segist ekki hafa skoðun á því hvert ágóði kærleikskúlunnar ætti annars að renna. „Ég hef hvatt fólk sem hefur íhugað að kaupa kærleikskúluna að styrkja frekar Stígamót. Stígamót hafa reynst okkur vel í þessu máli og reynst fleira fólki vel í kynferðisbrotamálum,“ segir Einar. „Ég hvet líka félagsmenn í Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra til að moka út þessari stjórn og koma inn almennilegu fólki sem er hæft til að reka þessa starfsemi. Fara bara út með ruslið og gera hreint fyrir jólin.“
Málefni fatlaðs fólks Kynferðisofbeldi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira