Jafnaði tvö Norðurlandamet í miðjum prófum í háskólanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2023 10:00 Íslenska lyftingarkonan Eygló Fanndal Sturludóttir stóð sig frábærlega í Katar í gær. @icelandic_weightlifting Íslenska lyftingarkonan Eygló Fanndal Sturludóttir stóð sig frábærlega á heimsbikarmótinu í Katar í gær og bætti stöðu sína verulega í baráttunni um sæti á Ólympíuleikunum í París næsta sumar. Eygló tryggði sér sigur í B-hóp jafnframt því að setja fjögur Íslandsmet og jafna tvö Norðurlandamet. Eygló ákvað að fara á mótið þrátt fyrir að vera í miðjum prófum í læknisfræðinni en sér örugglega ekki eftir því eftir þessa frábæru frammistöðu. Eygló hafði betur í B-hópnum í -71kg flokki eftir harða baráttu við hina suður-kóresku Minhee Mun sem lyfti einu kílói minna en Eygló. Þessi árangur skilaði henni á endanum ellefta sætinu á mótinu. Eygló var í miklu stuði og fékk gilda lyftu í öllum sex lyftunum sínum. Þessi frammistaða bætir hennar stöðu verulega á úrtökulistanum fyrir Ólympíuleikana. Samkvæmt óstaðfestum útreikningum á heimasíðu Lyftingarsambands Íslands þá fer Eygló úr 19. til 22. sæti upp í 14. sætið. Hún fór upp fyrir Lisu Marie Schweizer (Þýskalandi), Söruh Davies (Bretlandi), Runu Segawa (Japan) og Joy Ogbonne Eze (Nígeríu) sem allar voru meðal keppenda í gær. Þær voru fyrir mótið ofar eða jafnar Eygló. Lyftingasamband Íslands segir frá. Aðeins einn Evrópubúi náði betri árangri en Eygló í gær í hennar þyngdarflokki en það var Evrópumeistarinn Loredana-Elena Toma frá Rúmeníu sem varð áttunda með 238 kíló í samanlögðu. Eygló lyfti 104 kílóum í snörun sem var bæting á Íslandsmeti hennar um tvö kíló en gamla metið setti hún á heimsmeistaramótinu í Doha í September síðastliðnum. 104 kílóa snörun er einnig jöfnun á Norðurlandameti hinnar sænsku Patriciu Strenius sem sett var á HM í Tashkent 2021. Eygló tvíbætti líka Íslandsmetið í jafnhendingu, fyrst lyfti hún 124 kílóum sem er eins kílóa bæting á Íslandsmeti hennar sjálfrar og svo fór hún upp með 127 kíló og endaði því að bæta Íslandsmetið alls um fjögur kíló. Gamla metið setti hún líka á heimsmeistaramótinu í Doha. Þetta þýddi um leið að Eygló lyfti alls 231 kílóum í samanlögðum árangri sem var sex kílóa bæting á hennar eigin Íslandsmeti. 231 kíló er jafnframt jöfnun á Norðurlandameti áðurnefndar Strenius í -71kg flokki kvenna. Eygló hefur þegar bætt Íslandsmetin margoft á þessu ári sem sýnir hversu mikið hún er að bæta sig á stuttum tíma. Nú tekur aftur við prófalestur í læknisfræðinni. Lyftingar Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Eygló tryggði sér sigur í B-hóp jafnframt því að setja fjögur Íslandsmet og jafna tvö Norðurlandamet. Eygló ákvað að fara á mótið þrátt fyrir að vera í miðjum prófum í læknisfræðinni en sér örugglega ekki eftir því eftir þessa frábæru frammistöðu. Eygló hafði betur í B-hópnum í -71kg flokki eftir harða baráttu við hina suður-kóresku Minhee Mun sem lyfti einu kílói minna en Eygló. Þessi árangur skilaði henni á endanum ellefta sætinu á mótinu. Eygló var í miklu stuði og fékk gilda lyftu í öllum sex lyftunum sínum. Þessi frammistaða bætir hennar stöðu verulega á úrtökulistanum fyrir Ólympíuleikana. Samkvæmt óstaðfestum útreikningum á heimasíðu Lyftingarsambands Íslands þá fer Eygló úr 19. til 22. sæti upp í 14. sætið. Hún fór upp fyrir Lisu Marie Schweizer (Þýskalandi), Söruh Davies (Bretlandi), Runu Segawa (Japan) og Joy Ogbonne Eze (Nígeríu) sem allar voru meðal keppenda í gær. Þær voru fyrir mótið ofar eða jafnar Eygló. Lyftingasamband Íslands segir frá. Aðeins einn Evrópubúi náði betri árangri en Eygló í gær í hennar þyngdarflokki en það var Evrópumeistarinn Loredana-Elena Toma frá Rúmeníu sem varð áttunda með 238 kíló í samanlögðu. Eygló lyfti 104 kílóum í snörun sem var bæting á Íslandsmeti hennar um tvö kíló en gamla metið setti hún á heimsmeistaramótinu í Doha í September síðastliðnum. 104 kílóa snörun er einnig jöfnun á Norðurlandameti hinnar sænsku Patriciu Strenius sem sett var á HM í Tashkent 2021. Eygló tvíbætti líka Íslandsmetið í jafnhendingu, fyrst lyfti hún 124 kílóum sem er eins kílóa bæting á Íslandsmeti hennar sjálfrar og svo fór hún upp með 127 kíló og endaði því að bæta Íslandsmetið alls um fjögur kíló. Gamla metið setti hún líka á heimsmeistaramótinu í Doha. Þetta þýddi um leið að Eygló lyfti alls 231 kílóum í samanlögðum árangri sem var sex kílóa bæting á hennar eigin Íslandsmeti. 231 kíló er jafnframt jöfnun á Norðurlandameti áðurnefndar Strenius í -71kg flokki kvenna. Eygló hefur þegar bætt Íslandsmetin margoft á þessu ári sem sýnir hversu mikið hún er að bæta sig á stuttum tíma. Nú tekur aftur við prófalestur í læknisfræðinni.
Lyftingar Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira