Manstu eftir Akraborginni? Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. desember 2023 09:01 Í síðustu ferð Akraborgar frá Reykjavík upp á Akraness árið 1998. Friðþjófur Helgason/Ljósmyndasafn Akraness Á árunum 1956 til 1998 var Akraborgin helsta fólksflutningaleiðin yfir Faxaflóa. Ófáir Íslendingar eiga minningar af ferðum með Akraborginni enda flutti skipið um 250 þúsund farþega á ári. Upphaf Akraborgarinnar má rekja til þess að árið 1932 var hlutafélagið Skallagrímur stofnað í þeim tilgangi að annast fólks- og vöruflutninga á milli Reykjavíkur og Borgarness. Það var þó ekki fyrr en árið 1956 sem að félagið lét smíða sérstaklega fyrir sig skip sem hlaut nafnið Akraborgin. Gengið um borð í Akraborgina í Reykjavíkurhöfn. Myndin er tekin á áttunda áratug seinustu aldar.Þórólfur Ágústsson/Ljósmyndasafn Akraness Skipið var notað næstu átján árin en þá leysti nýtt og stærra skip það eldra af hólmi en hélt nafninu. Með tilkomu nýja skipsins hófust einnig flutningar á bifreiðum fyrir alvöru. Þriðja Akraborgarskipið kom síðan til sögunnar og var tekið í notkun árið 1982. Fyrst um sinn voru áætlunarsiglingar alla daga vikunnar, að jafnaði fjórar ferðir fram og til baka, og tók siglingin klukkutíma. Síðar var ferðunum breytt þannig að fyrsta ferð frá Akranesi var klukkan átta að morgni og síðasta ferð frá Reykjavík klukkan hálf sjö að kvöldi. Farþegar ganga frá borði. Ljósmyndin er tekin á sjöunda áratugnum.Ólafur Frímann Sigurðsson/Ljósmyndasafn Akraness Tommi og Jenni í sjónvarpinu og reykt inni Í pistli á Deiglunni rifjar Borgar Þór Einarsson upp þegar hann var ungur drengur á níunda áratugnum og ferðaðist reglulega með Akraborginni. „Á þessum árum fór ég að jafnaði 1-2 í mánuði til Reykjavíkur, einsamall frá á að giska 8 ára aldri. Daginn fyrir brottför var veðurfregna beðið átekta og ef það spáði suðvestanátt var ekki von á góðu. Stundum féllu ferðir einfaldlega niður en það kom þó fyrir að lagt var í hann í haugasjó. Þá var farin dýpri leiðin, sem svo var kölluð, utar í flóann. Fyrir okkur krakkana þýddi dýpri leiðin bara lengri leiðin og það þýddi líka lengri tíma um borð bullandi sjóveikur,“ segir Borgar og minnist þess einnig að í Akraborginni voru engir ælupokar til staðar fyrir þá sem urðu sjóveikir á leiðinni, heldur var notast við sérútbúna æludalla. Börn á leiðinni á Tommamót (Shellmót) um borð í Akraborginni. Myndin er tekin á níunda áratugnum.Óþekktur/Ljósmyndsafn Akraness Í nýju Akraborginni voru tveir aðalveitingasalir, en sá þriðji var undir þiljum. „Sá fremri var innréttaður grænum leðurstólum og viðarborðum og þar var einnig veitingasalan. Skipið hafði augljóslega ekki verið byggt fyrir samfélag þar sem áfengisneysla var tabú og því fór veitingasalan fram yfir barborð og var setið við barstóla. Aftari salurinn var dekkaður appelsínugulum lit, leðurstólar og borð í stíl. Þar mátti reykja. Og þar hafði jafnframt verið komið fyrir sjónvarpi og VHS-vídeótæki með Tomma & Jenna spólu. Á meðan fullorðna fólkið fékk sér að borða í fremri salnum í fersku lofti sátu börnin yfir eilífum endurtekningum af Tomma & Jenna umlukin blágráu reykjarmistri frá þeim úr hópi fullorðinna sem ekki höfðu neina lyst á mat eða öllu heldur meiri lyst á nikótíni. Breytt í skólaskip Þann 10. júlí árið 1998 sigldi Akraborgin sína hinstu ferð og lauk þar með stórum kafla í sögu samgöngumála á Íslandi. Daginn eftir voru síðan Hvalfjarðargöngin opnuð. Í síðustu ferð Akraborgar frá Reykjavík upp á Akraness árið 1998.Starfsmenn í kaffiteríunni, Guðrún Björnsdóttir og Kristín Gróa Þorvaldsdóttir.Friðþjófur Helgason/Ljósmyndasafn Akraness Eftir að siglingum var hætt gaf íslenska ríkið Slysavarnafélaginu Landsbjörgu skipið til nota fyrir starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna. Akraborgin fékk þar af leiðandi nýtt hlutverk og sömuleiðis nýtt nafn og heitir í dag Sæbjörg. Meðfylgjandi myndir eru í eigu Ljósmyndasafns Akraness. Börn um borð í Akraborginni.Árni S. Árnason/Ljósmyndasafn Akraness Í síðustu ferð Akraborgar frá Reykjavík upp á Akraness árið 1998.Friðþjófur Helgason/Ljósmyndasafn Akraness Farþegar um borð í Akraborginni á áttunda áratugnum.Þórólfur Ágústsson/Ljósmyndasafn Akraness Haukur Már Kristinsson (1941-) og Óskar Hrafn Ólafsson (1950-) skipstjóri á Akraborg. Myndin er líklega tekin árið 1974.Þórólfur Ágústsson/Ljósmyndasafn Akraness Akraborgin í höfn á Akranesi.Þjóðbjörn Hannesson/Ljósmyndasafn Akraness Skipið skoðað í Santa Crus í Tenerife, Kanaríeyjum.Hreggviður Hendriksson/ljósmyndasafn Akraness Svona leit barinn út.Hreggviður Hendriksson/Ljósmyndasafn Akraness Á leiðinni á Tommamót (Shellmót) um borð í Akraborginni. Til vinstri situr Jóhannes Þór Harðarson (1976-) og Vignir Elísson (1976-) til hægri.Óþekktur/Ljósmyndasafn Akraness Innanborðs í Akraborginni á níunda áratugnum.Hreggviður Hendriksson/Ljósmyndasafn Akraness Leikskólabörn af Vallarseli um borð í Akraborginni. Myndin er tekin á tíunda áratugnum.Leikskólinn Vallarsel/Ljósmyndasafn Akraness Skipið skoðað í Santa Crus í Tenerife, Kanaríeyjum.Hreggviður Hendriksson/Ljósmyndasafn Akraness Akraborgin flutti að jafnaði 250 þúsund farþega á hverju ári.Óþekktur/Ljósmyndasafn Akraness Leikskólabörn af Vallarseli um borð í Akraborginni. Myndin er tekin á níunda áratugnum.Leikskólinn Vallarsel/Ljósmyndasafn Akraness Akraborg leggst að togarabryggjunni í Reykjavík.Óþekktur/Ljósmyndasafn Akraness Akraborg í Akraneshöfn.Ólafur Frímann Sigurðsson/Ljósmyndasafn Akraness Um Ljósmyndasafn Akraness Ljósmyndasafn Akraness var stofnað 28. desember 2002 og starfar það sem deild innan Héraðsskjalasafns Akraness. Í kjölfar stofnunar ljósmyndasafnsins var var vefurinn Ljósmyndasafn Akraness formlega opnaðar en þar eru ljósmyndir gerðar aðgengilegar almenningi. Ljósmyndasafn Akraness hefur það að markmiði að safna, varðveita og miðla ljósmyndum sem tengjast svæðinu. Nýja heimasíða héraðsskjalasafnsins er www.herakranes.is og þar er hægt að sjá ljósmyndirnar líka. Einu sinni var... Samgöngur Skipaflutningar Akranes Reykjavík Tengdar fréttir Svona leit Reykjavík út á fimmta áratugnum Á fimmta áratug síðustu aldar gekk Reykjavík í gegnum mikið uppbyggingarskeið. Fólk í atvinnuleit streymdi í bæinn, íbúum fjölgaði jafnt og þétt og yfirvöld voru undir miklum þrýstingi þegar kom að húsnæðismálum. 3. desember 2023 08:01 Þegar pönkararnir héngu á Hlemmi Á níunda áratug síðustu aldar gegndi Hlemmur öðru hlutverki sem samkomustaður en í dag. Þegar skýlið á Hlemmtorgi var opnað á sínum tíma var í fyrsta sinn komið opið almenningsrými á Íslandi, þar sem fólk, óháð stétt og stöðu, gat leitað skjóls. Þar sem nú er mathöll var því fyrr á árum nokkurs konar félagsmiðstöð fyrir einstaklinga sem lifðu utan við og á jaðri samfélagsins. 5. nóvember 2023 08:00 Manstu eftir Sædýrasafninu í Hafnarfirði? „Sædýrasafn hefur verið sett á stofn í Hafnarfirði og verður það opnað næstkomandi fimmtudag. Í safninu eru nú búr sem rúma 52 tonn af vatni og eru nú þegar um 30 tegundir sjávardýra í þeim, þar af 17 fiskategundir.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. maí árið 1969. 3. september 2023 08:00 Mannlífið í Reykjavík á níunda áratugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum? Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin. 21. maí 2023 09:01 Svona leit Reykjavík út árið 1970 Í upphafi áttunda áratugarins var miðborg Reykjavíkur töluvert öðruvísi en í dag. Þar sem nú er verslunarhúsnæði var áður Morgunblaðshúsið. Þar sem nú er veitingastaðurinn Hjá Jóni var áður Landsíminn og þar sem nú er veitingastaðurinn Apótekið var áður raunverulegt apótek. 18. júní 2023 10:00 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Upphaf Akraborgarinnar má rekja til þess að árið 1932 var hlutafélagið Skallagrímur stofnað í þeim tilgangi að annast fólks- og vöruflutninga á milli Reykjavíkur og Borgarness. Það var þó ekki fyrr en árið 1956 sem að félagið lét smíða sérstaklega fyrir sig skip sem hlaut nafnið Akraborgin. Gengið um borð í Akraborgina í Reykjavíkurhöfn. Myndin er tekin á áttunda áratug seinustu aldar.Þórólfur Ágústsson/Ljósmyndasafn Akraness Skipið var notað næstu átján árin en þá leysti nýtt og stærra skip það eldra af hólmi en hélt nafninu. Með tilkomu nýja skipsins hófust einnig flutningar á bifreiðum fyrir alvöru. Þriðja Akraborgarskipið kom síðan til sögunnar og var tekið í notkun árið 1982. Fyrst um sinn voru áætlunarsiglingar alla daga vikunnar, að jafnaði fjórar ferðir fram og til baka, og tók siglingin klukkutíma. Síðar var ferðunum breytt þannig að fyrsta ferð frá Akranesi var klukkan átta að morgni og síðasta ferð frá Reykjavík klukkan hálf sjö að kvöldi. Farþegar ganga frá borði. Ljósmyndin er tekin á sjöunda áratugnum.Ólafur Frímann Sigurðsson/Ljósmyndasafn Akraness Tommi og Jenni í sjónvarpinu og reykt inni Í pistli á Deiglunni rifjar Borgar Þór Einarsson upp þegar hann var ungur drengur á níunda áratugnum og ferðaðist reglulega með Akraborginni. „Á þessum árum fór ég að jafnaði 1-2 í mánuði til Reykjavíkur, einsamall frá á að giska 8 ára aldri. Daginn fyrir brottför var veðurfregna beðið átekta og ef það spáði suðvestanátt var ekki von á góðu. Stundum féllu ferðir einfaldlega niður en það kom þó fyrir að lagt var í hann í haugasjó. Þá var farin dýpri leiðin, sem svo var kölluð, utar í flóann. Fyrir okkur krakkana þýddi dýpri leiðin bara lengri leiðin og það þýddi líka lengri tíma um borð bullandi sjóveikur,“ segir Borgar og minnist þess einnig að í Akraborginni voru engir ælupokar til staðar fyrir þá sem urðu sjóveikir á leiðinni, heldur var notast við sérútbúna æludalla. Börn á leiðinni á Tommamót (Shellmót) um borð í Akraborginni. Myndin er tekin á níunda áratugnum.Óþekktur/Ljósmyndsafn Akraness Í nýju Akraborginni voru tveir aðalveitingasalir, en sá þriðji var undir þiljum. „Sá fremri var innréttaður grænum leðurstólum og viðarborðum og þar var einnig veitingasalan. Skipið hafði augljóslega ekki verið byggt fyrir samfélag þar sem áfengisneysla var tabú og því fór veitingasalan fram yfir barborð og var setið við barstóla. Aftari salurinn var dekkaður appelsínugulum lit, leðurstólar og borð í stíl. Þar mátti reykja. Og þar hafði jafnframt verið komið fyrir sjónvarpi og VHS-vídeótæki með Tomma & Jenna spólu. Á meðan fullorðna fólkið fékk sér að borða í fremri salnum í fersku lofti sátu börnin yfir eilífum endurtekningum af Tomma & Jenna umlukin blágráu reykjarmistri frá þeim úr hópi fullorðinna sem ekki höfðu neina lyst á mat eða öllu heldur meiri lyst á nikótíni. Breytt í skólaskip Þann 10. júlí árið 1998 sigldi Akraborgin sína hinstu ferð og lauk þar með stórum kafla í sögu samgöngumála á Íslandi. Daginn eftir voru síðan Hvalfjarðargöngin opnuð. Í síðustu ferð Akraborgar frá Reykjavík upp á Akraness árið 1998.Starfsmenn í kaffiteríunni, Guðrún Björnsdóttir og Kristín Gróa Þorvaldsdóttir.Friðþjófur Helgason/Ljósmyndasafn Akraness Eftir að siglingum var hætt gaf íslenska ríkið Slysavarnafélaginu Landsbjörgu skipið til nota fyrir starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna. Akraborgin fékk þar af leiðandi nýtt hlutverk og sömuleiðis nýtt nafn og heitir í dag Sæbjörg. Meðfylgjandi myndir eru í eigu Ljósmyndasafns Akraness. Börn um borð í Akraborginni.Árni S. Árnason/Ljósmyndasafn Akraness Í síðustu ferð Akraborgar frá Reykjavík upp á Akraness árið 1998.Friðþjófur Helgason/Ljósmyndasafn Akraness Farþegar um borð í Akraborginni á áttunda áratugnum.Þórólfur Ágústsson/Ljósmyndasafn Akraness Haukur Már Kristinsson (1941-) og Óskar Hrafn Ólafsson (1950-) skipstjóri á Akraborg. Myndin er líklega tekin árið 1974.Þórólfur Ágústsson/Ljósmyndasafn Akraness Akraborgin í höfn á Akranesi.Þjóðbjörn Hannesson/Ljósmyndasafn Akraness Skipið skoðað í Santa Crus í Tenerife, Kanaríeyjum.Hreggviður Hendriksson/ljósmyndasafn Akraness Svona leit barinn út.Hreggviður Hendriksson/Ljósmyndasafn Akraness Á leiðinni á Tommamót (Shellmót) um borð í Akraborginni. Til vinstri situr Jóhannes Þór Harðarson (1976-) og Vignir Elísson (1976-) til hægri.Óþekktur/Ljósmyndasafn Akraness Innanborðs í Akraborginni á níunda áratugnum.Hreggviður Hendriksson/Ljósmyndasafn Akraness Leikskólabörn af Vallarseli um borð í Akraborginni. Myndin er tekin á tíunda áratugnum.Leikskólinn Vallarsel/Ljósmyndasafn Akraness Skipið skoðað í Santa Crus í Tenerife, Kanaríeyjum.Hreggviður Hendriksson/Ljósmyndasafn Akraness Akraborgin flutti að jafnaði 250 þúsund farþega á hverju ári.Óþekktur/Ljósmyndasafn Akraness Leikskólabörn af Vallarseli um borð í Akraborginni. Myndin er tekin á níunda áratugnum.Leikskólinn Vallarsel/Ljósmyndasafn Akraness Akraborg leggst að togarabryggjunni í Reykjavík.Óþekktur/Ljósmyndasafn Akraness Akraborg í Akraneshöfn.Ólafur Frímann Sigurðsson/Ljósmyndasafn Akraness Um Ljósmyndasafn Akraness Ljósmyndasafn Akraness var stofnað 28. desember 2002 og starfar það sem deild innan Héraðsskjalasafns Akraness. Í kjölfar stofnunar ljósmyndasafnsins var var vefurinn Ljósmyndasafn Akraness formlega opnaðar en þar eru ljósmyndir gerðar aðgengilegar almenningi. Ljósmyndasafn Akraness hefur það að markmiði að safna, varðveita og miðla ljósmyndum sem tengjast svæðinu. Nýja heimasíða héraðsskjalasafnsins er www.herakranes.is og þar er hægt að sjá ljósmyndirnar líka.
Einu sinni var... Samgöngur Skipaflutningar Akranes Reykjavík Tengdar fréttir Svona leit Reykjavík út á fimmta áratugnum Á fimmta áratug síðustu aldar gekk Reykjavík í gegnum mikið uppbyggingarskeið. Fólk í atvinnuleit streymdi í bæinn, íbúum fjölgaði jafnt og þétt og yfirvöld voru undir miklum þrýstingi þegar kom að húsnæðismálum. 3. desember 2023 08:01 Þegar pönkararnir héngu á Hlemmi Á níunda áratug síðustu aldar gegndi Hlemmur öðru hlutverki sem samkomustaður en í dag. Þegar skýlið á Hlemmtorgi var opnað á sínum tíma var í fyrsta sinn komið opið almenningsrými á Íslandi, þar sem fólk, óháð stétt og stöðu, gat leitað skjóls. Þar sem nú er mathöll var því fyrr á árum nokkurs konar félagsmiðstöð fyrir einstaklinga sem lifðu utan við og á jaðri samfélagsins. 5. nóvember 2023 08:00 Manstu eftir Sædýrasafninu í Hafnarfirði? „Sædýrasafn hefur verið sett á stofn í Hafnarfirði og verður það opnað næstkomandi fimmtudag. Í safninu eru nú búr sem rúma 52 tonn af vatni og eru nú þegar um 30 tegundir sjávardýra í þeim, þar af 17 fiskategundir.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. maí árið 1969. 3. september 2023 08:00 Mannlífið í Reykjavík á níunda áratugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum? Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin. 21. maí 2023 09:01 Svona leit Reykjavík út árið 1970 Í upphafi áttunda áratugarins var miðborg Reykjavíkur töluvert öðruvísi en í dag. Þar sem nú er verslunarhúsnæði var áður Morgunblaðshúsið. Þar sem nú er veitingastaðurinn Hjá Jóni var áður Landsíminn og þar sem nú er veitingastaðurinn Apótekið var áður raunverulegt apótek. 18. júní 2023 10:00 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Svona leit Reykjavík út á fimmta áratugnum Á fimmta áratug síðustu aldar gekk Reykjavík í gegnum mikið uppbyggingarskeið. Fólk í atvinnuleit streymdi í bæinn, íbúum fjölgaði jafnt og þétt og yfirvöld voru undir miklum þrýstingi þegar kom að húsnæðismálum. 3. desember 2023 08:01
Þegar pönkararnir héngu á Hlemmi Á níunda áratug síðustu aldar gegndi Hlemmur öðru hlutverki sem samkomustaður en í dag. Þegar skýlið á Hlemmtorgi var opnað á sínum tíma var í fyrsta sinn komið opið almenningsrými á Íslandi, þar sem fólk, óháð stétt og stöðu, gat leitað skjóls. Þar sem nú er mathöll var því fyrr á árum nokkurs konar félagsmiðstöð fyrir einstaklinga sem lifðu utan við og á jaðri samfélagsins. 5. nóvember 2023 08:00
Manstu eftir Sædýrasafninu í Hafnarfirði? „Sædýrasafn hefur verið sett á stofn í Hafnarfirði og verður það opnað næstkomandi fimmtudag. Í safninu eru nú búr sem rúma 52 tonn af vatni og eru nú þegar um 30 tegundir sjávardýra í þeim, þar af 17 fiskategundir.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. maí árið 1969. 3. september 2023 08:00
Mannlífið í Reykjavík á níunda áratugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum? Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin. 21. maí 2023 09:01
Svona leit Reykjavík út árið 1970 Í upphafi áttunda áratugarins var miðborg Reykjavíkur töluvert öðruvísi en í dag. Þar sem nú er verslunarhúsnæði var áður Morgunblaðshúsið. Þar sem nú er veitingastaðurinn Hjá Jóni var áður Landsíminn og þar sem nú er veitingastaðurinn Apótekið var áður raunverulegt apótek. 18. júní 2023 10:00