Ekkert spurst til Navalní og Þórhildur Sunna krefst upplýsinga Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. desember 2023 00:16 Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Vísir/Arnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í gærmorgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun segja hann ekki lengur vera vistaður þar. Talskona Navalní segir engar upplýsingar að fá um hvar hann er. Á vef Evrópuráðsþingsins er yfirlýsing Þórhildar Sunnu vegna hvarfs Navalní, sem hún lítur alvarlegum augum. „Samkvæmt nýju fréttum er Alexei Navalní ekki lengur vistaður á fanganýlendu í Melekhovo, 235 kílómetra austan við Moskvu. Lögmönnum hans hefur verið meinaður aðgangur að honum og engar upplýsingar eru að fá um staðsetningu hans eða líðan,“ segir í yfirlýsingunni. „Ég krefst þess að rússnesk yfirvöld upplýsi tafarlaust um staðsetningu Alexei Navalní, leyfi lögmönnum hans að hafa samband við hann og veiti honum viðeigandi læknisþjónustu. Umfram allt ítreka ég áskorun Evrópuráðsþingsins á rússnesk yfirvöld að sleppa tafarlaust öllum pólitískum föngum. Áframhaldandi fangelsisvist þeirra er brot á grundvallarmannréttindum, þar með talið tjáningarfrelsi og fundafrelsi, og tilheyrir ekki neins konar siðferði,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Þá hvetur Þórhildur þá meðlimi alþjóðsamfélagsins sem enn eru í nánum tengslum við Rússland, þar á meðal nokkur aðildarríki Evrópuráðsþingsins, að þrýsta á stjórn Pútíns og beita sér fyrir því að pólitískir fangar verði látnir lausir. „Þetta kemur á sama tíma og fjöldi dauðsfalla í rússneskum glæpaárásum gegn Úkraínu er að nálgast eina milljón og fjöldi pólitískra fanga [...] er að ná nýjum hæðum. Og í ofanálag hefur Pútín tilkynnt að hann hyggst sækjast eftir endurkjöri. Evrópuráðsþingið hefur þegar gert ákall eftir að aðildarríki Evrópuráðsins viðurkenni ekki lögmæti stjórnar hans sem forseta eftir árið 2024,“ segir í yfirlýsingunni, í ljósi þess að embættisseta hans umfram kjörtímabilið brjóti bæði í bága við lög og alþjóðlegar réttarreglur. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér og nánari umfjöllun um mál Alexei Navalní má sjá hér. Mál Alexei Navalní Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Píratar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í gærmorgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun segja hann ekki lengur vera vistaður þar. Talskona Navalní segir engar upplýsingar að fá um hvar hann er. Á vef Evrópuráðsþingsins er yfirlýsing Þórhildar Sunnu vegna hvarfs Navalní, sem hún lítur alvarlegum augum. „Samkvæmt nýju fréttum er Alexei Navalní ekki lengur vistaður á fanganýlendu í Melekhovo, 235 kílómetra austan við Moskvu. Lögmönnum hans hefur verið meinaður aðgangur að honum og engar upplýsingar eru að fá um staðsetningu hans eða líðan,“ segir í yfirlýsingunni. „Ég krefst þess að rússnesk yfirvöld upplýsi tafarlaust um staðsetningu Alexei Navalní, leyfi lögmönnum hans að hafa samband við hann og veiti honum viðeigandi læknisþjónustu. Umfram allt ítreka ég áskorun Evrópuráðsþingsins á rússnesk yfirvöld að sleppa tafarlaust öllum pólitískum föngum. Áframhaldandi fangelsisvist þeirra er brot á grundvallarmannréttindum, þar með talið tjáningarfrelsi og fundafrelsi, og tilheyrir ekki neins konar siðferði,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Þá hvetur Þórhildur þá meðlimi alþjóðsamfélagsins sem enn eru í nánum tengslum við Rússland, þar á meðal nokkur aðildarríki Evrópuráðsþingsins, að þrýsta á stjórn Pútíns og beita sér fyrir því að pólitískir fangar verði látnir lausir. „Þetta kemur á sama tíma og fjöldi dauðsfalla í rússneskum glæpaárásum gegn Úkraínu er að nálgast eina milljón og fjöldi pólitískra fanga [...] er að ná nýjum hæðum. Og í ofanálag hefur Pútín tilkynnt að hann hyggst sækjast eftir endurkjöri. Evrópuráðsþingið hefur þegar gert ákall eftir að aðildarríki Evrópuráðsins viðurkenni ekki lögmæti stjórnar hans sem forseta eftir árið 2024,“ segir í yfirlýsingunni, í ljósi þess að embættisseta hans umfram kjörtímabilið brjóti bæði í bága við lög og alþjóðlegar réttarreglur. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér og nánari umfjöllun um mál Alexei Navalní má sjá hér.
Mál Alexei Navalní Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Píratar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira