Green fær bannið fyrir að slá niður Jusuf Nurkic í leik á þriðjudagskvöldið en fyrir það var hann rekinn út úr húsi. Þetta var í þriðja sinn sem Green er rekinn snemma í sturtu á þessu tímabili. Green var nýkominn úr fimm leikja banni fyrir að taka leikmann hálstaki í leik.
BREAKING: The NBA will suspend Draymond Green INDEFINITELY, per Woj pic.twitter.com/KBz6o8ibPV
— NBACentral (@TheDunkCentral) December 14, 2023
Alvarleiki málsins eru þessi síendurteknu brot Green. NBA-deildin segir að Green þurfi nú að uppfylla ákveðin skilyrði og skyldur áður en hann má spila aftur með Warriors.
NBA-deildin segist ekki hafa viljað gefa út ramma utan um bannið heldur frekar gefa Green tækifæri til að vinna í sínum málum.
Mike Dunleavy Jr., framkvæmdastjóri Golden State Warriors og umboðsmaður Green, Rich Paul, munu funda um framhaldið og finna leiðir til að hjálpa Green að ná bata en það er augljóslega eitthvað mikið að angra hann þessi misserin.
Þetta bann mun líka kosta Green mikinn pening í töpuðum launum. Hann verður af 154 þúsund dollurum fyrir hvern leik sem hann missir af en það eru 21,6 milljónir króna. Verði bannið tuttugu leikir eða meira þá hækkar þessu upphæð upp í 203 þúsund Bandaríkjadali á leik sem eru meira en 28 milljónir króna.