Guðjón hættir sem forstjóri í apríl Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2023 07:24 Guðjón Auðunsson hefur starfað sem forstjóri Reita frá ágúst 2010. Vísir/Vilhelm Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann muni láta af störfum sem forstjóri félagsins 1. apríl næstkomandi. Hættir hann í framhaldi af aðalfundi félagsins sem fram fer 6. mars. Frá þessu greinir í tilkynningu til Kauphallar, en Guðjón hefur starfað sem forstjóri Reita frá ágúst 2010. Segir að starf forstjóra félagsins verði auglýst á næstunni. Í tilkynningunni er haft eftir Guðjóni að á tíma sínum hjá félaginu hafi það gengið í gegnum miklar og spennandi breytingar. „Í dag standa Reitir traustum fótum, eignasafn félagsins samanstendur af vönduðum eignum á góðum staðsetningum þar sem umgjörð er sköpuð um fjölbreytta atvinnustarfsemi. Þá býr félagið að afar áhugaverðum möguleikum varðandi fasteignaþróun. Það hafa verið forréttindi að fá að leiða þetta félag síðastliðin 13 ár með hópi frábærra samstarfsmanna. Allt hefur sinn tíma og að mínu mati er rétt að stíga til hliðar núna og eftirláta öðrum að leiða þau spennandi verkefni sem framundan eru hjá Reitum. Ég óska starfsmönnum, stjórn, viðskiptavinum og öðrum hagaðilum félagsins alls hins besta í framtíðinni,“ segir Guðjón. Leitt vel heppnaða stækkun eignasafns Þá er haft eftir Þórarni V. Þórarinssyni, stjórnarformanni félagsins, að fyrir hönd stjórnar Reita vil hann þakka Guðjóni afar farsæl störf í þágu félagsins. „Stjórn metur mikils framlag hans til uppbyggingar og mótunar á traustum grunni að starfsemi þess. Guðjón hefur af festu og lipurð leitt mjög vel heppnaða stækkun á eignasafni Reita og jafnframt lagt mikið til undirbúnings að umfangsmikilli uppbyggingu þróunareigna félagsins sem fram undan er,“ segir Þórarinn. 135 eignir Á vef Reita segir að eignasafn Reita samanstandi af um 135 eignum sem sæe að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta Kringlunnar, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Sjóvár, Origo, Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru meðal annars Hótel Borg, Hotel Hilton Nordica og Hotel Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Berjaya Hotels, ríki og sveitarfélög. Þá heldur félagið á nokkrum verðmætum byggingarreitum. Reitir fasteignafélag hf. er almenningshlutafélag skráð í Kauphöll síðan 2015. Vistaskipti Kauphöllin Reitir fasteignafélag Fasteignamarkaður Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Frá þessu greinir í tilkynningu til Kauphallar, en Guðjón hefur starfað sem forstjóri Reita frá ágúst 2010. Segir að starf forstjóra félagsins verði auglýst á næstunni. Í tilkynningunni er haft eftir Guðjóni að á tíma sínum hjá félaginu hafi það gengið í gegnum miklar og spennandi breytingar. „Í dag standa Reitir traustum fótum, eignasafn félagsins samanstendur af vönduðum eignum á góðum staðsetningum þar sem umgjörð er sköpuð um fjölbreytta atvinnustarfsemi. Þá býr félagið að afar áhugaverðum möguleikum varðandi fasteignaþróun. Það hafa verið forréttindi að fá að leiða þetta félag síðastliðin 13 ár með hópi frábærra samstarfsmanna. Allt hefur sinn tíma og að mínu mati er rétt að stíga til hliðar núna og eftirláta öðrum að leiða þau spennandi verkefni sem framundan eru hjá Reitum. Ég óska starfsmönnum, stjórn, viðskiptavinum og öðrum hagaðilum félagsins alls hins besta í framtíðinni,“ segir Guðjón. Leitt vel heppnaða stækkun eignasafns Þá er haft eftir Þórarni V. Þórarinssyni, stjórnarformanni félagsins, að fyrir hönd stjórnar Reita vil hann þakka Guðjóni afar farsæl störf í þágu félagsins. „Stjórn metur mikils framlag hans til uppbyggingar og mótunar á traustum grunni að starfsemi þess. Guðjón hefur af festu og lipurð leitt mjög vel heppnaða stækkun á eignasafni Reita og jafnframt lagt mikið til undirbúnings að umfangsmikilli uppbyggingu þróunareigna félagsins sem fram undan er,“ segir Þórarinn. 135 eignir Á vef Reita segir að eignasafn Reita samanstandi af um 135 eignum sem sæe að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta Kringlunnar, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Sjóvár, Origo, Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru meðal annars Hótel Borg, Hotel Hilton Nordica og Hotel Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Berjaya Hotels, ríki og sveitarfélög. Þá heldur félagið á nokkrum verðmætum byggingarreitum. Reitir fasteignafélag hf. er almenningshlutafélag skráð í Kauphöll síðan 2015.
Vistaskipti Kauphöllin Reitir fasteignafélag Fasteignamarkaður Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira