Kofinn er við Háfjall sem er nokkrum kílómetrum frá Lillehammer.PrivatMegleren
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur fest kaup á 254 fermetra fjallakofa fyrir utan Lillehammer í Noregi. Fyrir kofann greiddi Þorsteinn 260 milljónir króna.
Þorsteinn segir í skriflegum svörum til DN að hann hafi taugar til Noregs enda hafi hann lært í NTNU-háskólanum í Þrándheimi.
„Ég hef verið á skíðum og áhugamaður um fjallgöngur í marga áratugi og keppti meira að segja í skíðaíþróttum þegar ég var yngri. Síðustu ár hafa göngur verið mitt aðaláhugamál og ég geng oft í Noregi,“ segir Þorsteinn.
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.Vísir/Vilhem
Þá á Baldvin, sonur Þorsteins, heima í Noregi. Hann býr í bænum Bærum en hann stýrir félaginu Alda Seafood.
Kofinn sjálfur er 254 fermetrar og með sex svefnherbergjum. Hér fyrir neðan má sjá myndir af kofanum.
Í stofunni er arinn.PrivatMegleren
Borðstofan og eldhúsið.PrivatMegleren
Hver þarf sjónvarp þegar það er hægt að líta út um glugga?PrivatMegleren
Stiginn upp á háaloft.PrivatMegleren
Stór og rúmgóð stofa.PrivatMegleren
Í kofanum eru sex svefnherbergi.PrivatMegleren
Norskt landslag er almennt mjög fallegt og er útsýnið úr kofanum alveg einstakt.PrivatMegleren
Baðherbergið.PrivatMegleren
Kofinn er 254 fermetrar að stærð. PrivatMegleren
Hægt er að njóta útsýnisins í baði. PrivatMegleren
Kofinn er á tveimur hæðum og með háalofti. PrivatMegleren