Gætum allt eins gefið einkunn fyrir fituprósentu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. desember 2023 10:13 Aron Gauti Laxdal, dósent í íþróttafræði. Vísir Aron Gauti Laxdal, dósent í íþróttafræði við háskólann í Agder í Noregi, hefur áhyggjur af stöðu íþróttakennslu á Íslandi. Hann segir námið ekki kenna börnum hvernig best sé að hugsa um heilsuna og njóta þess að hreyfa sig. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var Aron Gauti í tilefni af því að hann mun halda fyrirlestur um skólaíþróttir í Háskólanum í Reykjavík klukkan 13:00 í dag. Hann segist sakna áframhaldandi umræðu um píptest sem hann líkir við að gefa einkunn fyrir fituprósentu. Ekki tekið á vandamálunum „Skólaíþróttir almennt hafa glímt við sömu vandamálin út um allt og það er það sem ég hef í raun og veru séð í mínum rannsóknum að Ísland er ekkert einsdæmi. Það sem er kannski einsdæmi hér er að það hefur enginn tekið á vandamálunum.“ Aron segir að í Noregi og í Svíþjóð hafi miklu fjármagni verið varið í rannsóknir á íþróttakennslu. Þær hafi skilað sér í miklar breytingar á faginu, á námskránni og kennsluháttum. „En hér erum við í raun og veru ennþá í myrkrinu. Það eru engar rannsóknir í gangi og þá er erfitt að vita hver staðan er og þá er í rauninni lítill hvati til þess að framkvæma þessar breytingar sem kannski er þörf á.“ Ekki bara að stunda íþróttir Aron segir að munurinn fyrir börnin sé sá að þeim sé ekki bara kennt hvernig stunda eigi mismunandi íþróttir. Kennarar séu ekki bara uppteknir af því að þau eigi að hreyfa sig í tímunum. „Við erum meira upptekin af því að þau eigi að læra að hreyfa sig, læra af hverju þau eigi að hreyfa sig, þannig að þau geti tekið ábyrgð á eigin heilsu til lengri tíma.“ Aron segir mikinn mun á að gera hluti og að læra eitthvað um þá. Hann nefnir sem dæmi að það sé ekki nóg að spila fótbolta, það þurfi líka að vera æðri markmið og þá þurfi að kenna nemendum að takast á við tilfinningar sínar. Saknar áframhaldandi umræðu um píptest Aron segist sjálfur hafa elskað leikfimi þegar hann var ungur. Hann hafi verið góður í leikfimi og í raun talið sig vita allt sem hann þyrfti að vita áður en hann fór í námið þar sem hann býr í Noregi. „Svo fer maður að setja sig í spor þessara nemenda sem finna sig ekki og þá náttúrulega sjá langflestir, þegar þeir hugsa til baka, að fagið hentar ákveðnum nemendum mun betur og svo eru aðrir sem draga sig í hlé og mörgum finnst fagið hreinlega alveg ömurlegt. Eiga bara slæmar minningar af faginu.“ Í þessu samhengi hafa píptestin verið nefnd sem mörgum finnst niðurlægandi? „Einmitt. Píptestin eru í raun mjög áhugaverð og ég var ánægður þegar umræðan kom upp á sínum tíma. En svo var ég ekki eins ánægður þegar umræðan í raun og veru bara dó,“ segir Aron. Hann segir að það standi í námskránni að það eigi að nota stöðluð próf. Aron segist persónulega vera ósammála því og segir að það sé ekki gert í Noregi í leikfimistímum. Þar megi ekki nota stöðluð próf. „Ef þið mynduð nota mikinn tíma í úthaldsíþróttir og mynduð svo nota píptest sem einhverskonar mat á hversu mikið við höfum bætt okkur eða hversu mikið við höfum lært á einhverju tímabili þá er það allt í lagi,“ segir Aron. „En píp test er í rauninni bara að mæla hvað þú gerir utan skóla og stýrist að miklu leyti af genum. Þannig að við gætum alveg eins mælt BMI eða fituprósentu og gefið einkunn fyrir það.“ Skóla - og menntamál Heilsa Íþróttir barna Grunnskólar Bítið Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var Aron Gauti í tilefni af því að hann mun halda fyrirlestur um skólaíþróttir í Háskólanum í Reykjavík klukkan 13:00 í dag. Hann segist sakna áframhaldandi umræðu um píptest sem hann líkir við að gefa einkunn fyrir fituprósentu. Ekki tekið á vandamálunum „Skólaíþróttir almennt hafa glímt við sömu vandamálin út um allt og það er það sem ég hef í raun og veru séð í mínum rannsóknum að Ísland er ekkert einsdæmi. Það sem er kannski einsdæmi hér er að það hefur enginn tekið á vandamálunum.“ Aron segir að í Noregi og í Svíþjóð hafi miklu fjármagni verið varið í rannsóknir á íþróttakennslu. Þær hafi skilað sér í miklar breytingar á faginu, á námskránni og kennsluháttum. „En hér erum við í raun og veru ennþá í myrkrinu. Það eru engar rannsóknir í gangi og þá er erfitt að vita hver staðan er og þá er í rauninni lítill hvati til þess að framkvæma þessar breytingar sem kannski er þörf á.“ Ekki bara að stunda íþróttir Aron segir að munurinn fyrir börnin sé sá að þeim sé ekki bara kennt hvernig stunda eigi mismunandi íþróttir. Kennarar séu ekki bara uppteknir af því að þau eigi að hreyfa sig í tímunum. „Við erum meira upptekin af því að þau eigi að læra að hreyfa sig, læra af hverju þau eigi að hreyfa sig, þannig að þau geti tekið ábyrgð á eigin heilsu til lengri tíma.“ Aron segir mikinn mun á að gera hluti og að læra eitthvað um þá. Hann nefnir sem dæmi að það sé ekki nóg að spila fótbolta, það þurfi líka að vera æðri markmið og þá þurfi að kenna nemendum að takast á við tilfinningar sínar. Saknar áframhaldandi umræðu um píptest Aron segist sjálfur hafa elskað leikfimi þegar hann var ungur. Hann hafi verið góður í leikfimi og í raun talið sig vita allt sem hann þyrfti að vita áður en hann fór í námið þar sem hann býr í Noregi. „Svo fer maður að setja sig í spor þessara nemenda sem finna sig ekki og þá náttúrulega sjá langflestir, þegar þeir hugsa til baka, að fagið hentar ákveðnum nemendum mun betur og svo eru aðrir sem draga sig í hlé og mörgum finnst fagið hreinlega alveg ömurlegt. Eiga bara slæmar minningar af faginu.“ Í þessu samhengi hafa píptestin verið nefnd sem mörgum finnst niðurlægandi? „Einmitt. Píptestin eru í raun mjög áhugaverð og ég var ánægður þegar umræðan kom upp á sínum tíma. En svo var ég ekki eins ánægður þegar umræðan í raun og veru bara dó,“ segir Aron. Hann segir að það standi í námskránni að það eigi að nota stöðluð próf. Aron segist persónulega vera ósammála því og segir að það sé ekki gert í Noregi í leikfimistímum. Þar megi ekki nota stöðluð próf. „Ef þið mynduð nota mikinn tíma í úthaldsíþróttir og mynduð svo nota píptest sem einhverskonar mat á hversu mikið við höfum bætt okkur eða hversu mikið við höfum lært á einhverju tímabili þá er það allt í lagi,“ segir Aron. „En píp test er í rauninni bara að mæla hvað þú gerir utan skóla og stýrist að miklu leyti af genum. Þannig að við gætum alveg eins mælt BMI eða fituprósentu og gefið einkunn fyrir það.“
Skóla - og menntamál Heilsa Íþróttir barna Grunnskólar Bítið Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira