Grætt á neyð Grindvíkinga Hörður Guðbrandsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 15. desember 2023 13:00 Að undanförnu höfum við staðið fyrir ákalli til lífeyrissjóða um að hjálpa Grindvíkingum í neyð. Eins og allir vita stendur heilt bæjarfélag nú frammi fyrir því að þurfa að fara inn á sturlaðan leigumarkað til að búa sér til heimili til skamms tíma. Bankarnir brugðust við ákalli okkar Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur næstu þrjá mánuði, til að byrja með. Lífeyrissjóðirnir hafa hins vegar ekki svarað þessu kalli. Ágætt er að skýra hér hvers vegna við förum fram á þetta. Við erum með raundæmi um einstakling sem er með 44 milljóna króna lán hjá Gildi lífeyrissjóði. Hann fær afborganir af höfuðstóli frystar í þrjá mánuði en enga niðurfellingu á vöxtum og verðbótum, eins og stæði honum til boða ef hann væri með lán hjá banka. Þessi einstaklingur þarf vegna þessa að greiða aukalega 9,2 milljónir af láninu sínu yfir lánstímann. Afborgun af láninu hækkar um rúmlega 5% af mánuði og heildargreiðsla yfir samningstímann einnig. Sjóðurinn græðir á neyð Grindvíkinga. Fyrsta viðkvæði lífeyrissjóða, þegar þessi krafa var fyrst sett fram, var að þeim væri ekki heimilt, vegna þeirra laga og reglna sem þeir starfa eftir, að fella niður vexti og verðbætur. Fátt var um svör þegar farið var fram á að vísað yrði í þau lög og þær reglur. Núna, mánuði eftir að við þurftum að flýja heimili okkar, er búið að kaupa lögfræðiálit af stofu út í bæ. Niðurstaðan er einmitt sú sem stjórnendur Gildis vildu. Hvað ætli Gildi hafi greitt fyrir þetta álit? Um áramótin tekur nýr framkvæmdastjóri við hjá Gildi. Fráfarandi framkvæmdastjóri fékk níu mánaða ráðgjafasamning frá sjóðnum okkar í starfslokagjöf. Í heilt ár hefur sá sem á að taka við stöðunni verið í læri hjá núverandi framkvæmdastjóra. Sjóðfélagar munu því þurfa að halda uppi tveimur framkvæmdastjórum – hálaunakörlum – á launum í 21 mánuð þar sem þeir geta ráðlagt hvor öðrum. Hann er sennilega miklu hærri, kostnaðurinn sem sjóðfélagar þurfa að greiða fyrir að skipta um framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Gildis, heldur en sú fjárhæð sem hefði þurft að reiða fram til að koma til móts við Grindvíkinga sem flýja hafa þurft heimili sín. Það er ljóst að samtrygging elítunnar hefur sjaldan verið sterkari en núna. Við skorum á fráfarandi framkvæmdastjóra Gildis að afþakka starfslokagjöfina og semja um hefðbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest eins og óbreyttum sjóðfélögum úti í samfélaginu stendur til boða c fólkinu sem hann vinnur fyrir. Svo væri hægt að nota mismuninn til að hjálpa Grindvíkingum í neyð. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Lífeyrissjóðir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu höfum við staðið fyrir ákalli til lífeyrissjóða um að hjálpa Grindvíkingum í neyð. Eins og allir vita stendur heilt bæjarfélag nú frammi fyrir því að þurfa að fara inn á sturlaðan leigumarkað til að búa sér til heimili til skamms tíma. Bankarnir brugðust við ákalli okkar Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur næstu þrjá mánuði, til að byrja með. Lífeyrissjóðirnir hafa hins vegar ekki svarað þessu kalli. Ágætt er að skýra hér hvers vegna við förum fram á þetta. Við erum með raundæmi um einstakling sem er með 44 milljóna króna lán hjá Gildi lífeyrissjóði. Hann fær afborganir af höfuðstóli frystar í þrjá mánuði en enga niðurfellingu á vöxtum og verðbótum, eins og stæði honum til boða ef hann væri með lán hjá banka. Þessi einstaklingur þarf vegna þessa að greiða aukalega 9,2 milljónir af láninu sínu yfir lánstímann. Afborgun af láninu hækkar um rúmlega 5% af mánuði og heildargreiðsla yfir samningstímann einnig. Sjóðurinn græðir á neyð Grindvíkinga. Fyrsta viðkvæði lífeyrissjóða, þegar þessi krafa var fyrst sett fram, var að þeim væri ekki heimilt, vegna þeirra laga og reglna sem þeir starfa eftir, að fella niður vexti og verðbætur. Fátt var um svör þegar farið var fram á að vísað yrði í þau lög og þær reglur. Núna, mánuði eftir að við þurftum að flýja heimili okkar, er búið að kaupa lögfræðiálit af stofu út í bæ. Niðurstaðan er einmitt sú sem stjórnendur Gildis vildu. Hvað ætli Gildi hafi greitt fyrir þetta álit? Um áramótin tekur nýr framkvæmdastjóri við hjá Gildi. Fráfarandi framkvæmdastjóri fékk níu mánaða ráðgjafasamning frá sjóðnum okkar í starfslokagjöf. Í heilt ár hefur sá sem á að taka við stöðunni verið í læri hjá núverandi framkvæmdastjóra. Sjóðfélagar munu því þurfa að halda uppi tveimur framkvæmdastjórum – hálaunakörlum – á launum í 21 mánuð þar sem þeir geta ráðlagt hvor öðrum. Hann er sennilega miklu hærri, kostnaðurinn sem sjóðfélagar þurfa að greiða fyrir að skipta um framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Gildis, heldur en sú fjárhæð sem hefði þurft að reiða fram til að koma til móts við Grindvíkinga sem flýja hafa þurft heimili sín. Það er ljóst að samtrygging elítunnar hefur sjaldan verið sterkari en núna. Við skorum á fráfarandi framkvæmdastjóra Gildis að afþakka starfslokagjöfina og semja um hefðbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest eins og óbreyttum sjóðfélögum úti í samfélaginu stendur til boða c fólkinu sem hann vinnur fyrir. Svo væri hægt að nota mismuninn til að hjálpa Grindvíkingum í neyð. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun