Þreföld rangstaða flugumferðarstjóra Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 16. desember 2023 16:01 Stór hluti þjóðarinnar horfir nú í forundran á framgöngu lítillar hálaunastéttar, sem hefur það á valdi sínu að loka landinu, eyjunni norður í höfum - þaðan og þangað sem fólk hefur nánast enga möguleika að ferðast, öðruvísi en með flugi. Flugið er einnig mjög mikilvægt í tengslum við annan útflutning en ferðaþjónustu, til dæmis á ferskum fiski - sem er stór þáttur í verðmætasköpun þjóðarinnar. Rangstaða eitt Kjarasamningur við flugumferðarstjóra er sá síðasti í samningalotunni sem lauk hjá stærstum hluta vinnumarkaðarins fyrir um ári síðan. Þar var vegna óstöðugs efnahagsástands samið um tiltölulega hóflega launahækkun til skamms tíma. Það hefur síðan komið á daginn að sú almenna launahækkun sem varð þá var of rífleg til að vinna gegn verðbólgu og þar með háum vöxtum. Eins og alþjóð veit, þá hafa bæði vextir og verðbólga hækkað síðastliðið ár. Flugumferðarstjórum stendur sama launahækkun til boða og allir aðrir fengu, en launakröfur þeirra eru óaðgengilegar fyrir viðsemjendur. Nú standa yfir kjarasamningsviðræður Samtaka atvinnulífsins við allan almennan vinnumarkað, þar sem markmiðið er að ganga frá langtímasamningi til að auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu. Allir eru eru sammála um það yfirmarkmið að nauðsynlegt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum, þar sem þannig eru mestar líkur á að auka kaupmátt að nýju, svo um munar. Þar þurfa allir að taka ábyrgð og gangast við henni. Flugumferðarstjórar láta sér þetta í léttu rúmi liggja og víkja sér þar með undan samstöðu og ábyrgð. Rangstaða tvö Ferðaþjónusta á Íslandi nálgast það nú aftur að verða langstærsta útflutningsgrein okkar Íslendinga. Hún hefur gengið í gegnum ótrúlegar hremmingar síðastliðin ár. Það var sameiginleg sýn flestra, að það væri mikilvægt að halda atvinnugreininni á lífi í gegnum faraldurinn og það hefur sýnt sig svo um munar að það var skynsamlegt fyrir þjóðarhag. Það stefndi allt í það að árið 2023 yrði fyrsta stóráfallalausa árið fyrir ferðaþjónustuna síðan árið 2018, þegar jarðhræringarnar hófust á Reykjanesi í nóvember síðastliðnum. Til að gera langa sögu stutta og einfalda, þá hafa þær haft þau áhrif að eitt stærsta og öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins hefur verið lokað í margar vikur, eftirspurn eftir ferðum til Íslands hefur dregist saman og töluverður fjöldi hefur afbókað ferðir til Íslands. Þetta þýðir að verðmætasköpun greinarinnar dregst saman og skatttekjur ríkissjóðs lækka, sem því nemur. Stjórnvöld hafa nú ákveðið að veita 100 milljónum króna í sérstakt markaðsátak til að vinna gegn þessum áhrifum og er það vel. Hins vegar má færa fyrir því sterk rök að máttur þessa átaks verði minni, ef yfir vofa stöðugar skærur og vinnustöðvanir flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar hafa nú þegar valdið miklu tjóni. Beinu fjárhagslegu tjóni til dæmis flugfélaganna Icelandair og Play og farþega þeirra, sem reikna má með að hlaupi á milljörðum nú þegar. Samkvæmt áætlunum Icelandair kostar hver dagur sem aðgerðir standa yfir félagið um 250 milljónir króna og er þá tjón annarra ótalið. Þá er ómælt orðsporstjónið sem fer vaxandi í réttu hlutfalli við tímann sem þessar aðgerðir standa. Framundan eru áramótin, sem eru stór fyrir íslenska ferðaþjónustu, þegar erlendir gestir streyma til landsins til að halda upp á tímamótin. Sú búbót fyrir íslensk ferðaþjónustu og ríkissjóð er í stórhættu, verði ekki bundinn endi á aðgerðir flugumferðarstjóra. Framundan er sömuleiðis aðalbókunartímabilið fyrir næsta sumar og fréttir af átökum á vinnumarkaði á Íslandi, geta leitt til þess að fólk hugsi sig tvisvar um, áður en það kaupir ferð til Íslands. Íslensk ferðaþjónusta er búin að fá nóg af áföllum og fordæmir aðgerðir flugumferðarstjóra, sem þarna enn og aftur er úr öllum takti við umhverfið og það uppbyggingarstarf sem nú stendur yfir. Rangstaða þrjú Aðgerðir flugumferðarstjóra eru tímasettar þannig að þær hafa áhrif á ferðalög í kringum jólin - hátíð ljóss og friðar. Ef svo fer fram sem horfir, þá er stór hætta á því að þúsundir manna nái ekki á sinn áfangastað í tíma, til að eyða jólahátíðinni með ættingjum og vinum. Því gæti - ofan á fjárhagstjónið sem óhjákvæmilega verður - bæst við tilfinningalegt tjón, sem eins og við vitum, er ómögulegt að meta í krónum og aurum. Lög á flugumferðarstjóra strax Það er ljóst að umburðarlyndi og samúð með kröfum og aðgerðum flugumferðarstjóra eru engin. Ríkissáttasemjari hefur ekki heimildir til þess að tryggja að markaðri launastefnu sé fylgt. Ef við viljum ekki að frekara tjón og truflanir verði á verðmætasköpun og þar með þjóðarhag, þá er nauðsynlegt að stjórnvöld grípi inn í þessar aðgerðir með lagasetningu. Það er algjörlega ástæðulaust og órökrétt að bíða með það. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Stór hluti þjóðarinnar horfir nú í forundran á framgöngu lítillar hálaunastéttar, sem hefur það á valdi sínu að loka landinu, eyjunni norður í höfum - þaðan og þangað sem fólk hefur nánast enga möguleika að ferðast, öðruvísi en með flugi. Flugið er einnig mjög mikilvægt í tengslum við annan útflutning en ferðaþjónustu, til dæmis á ferskum fiski - sem er stór þáttur í verðmætasköpun þjóðarinnar. Rangstaða eitt Kjarasamningur við flugumferðarstjóra er sá síðasti í samningalotunni sem lauk hjá stærstum hluta vinnumarkaðarins fyrir um ári síðan. Þar var vegna óstöðugs efnahagsástands samið um tiltölulega hóflega launahækkun til skamms tíma. Það hefur síðan komið á daginn að sú almenna launahækkun sem varð þá var of rífleg til að vinna gegn verðbólgu og þar með háum vöxtum. Eins og alþjóð veit, þá hafa bæði vextir og verðbólga hækkað síðastliðið ár. Flugumferðarstjórum stendur sama launahækkun til boða og allir aðrir fengu, en launakröfur þeirra eru óaðgengilegar fyrir viðsemjendur. Nú standa yfir kjarasamningsviðræður Samtaka atvinnulífsins við allan almennan vinnumarkað, þar sem markmiðið er að ganga frá langtímasamningi til að auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu. Allir eru eru sammála um það yfirmarkmið að nauðsynlegt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum, þar sem þannig eru mestar líkur á að auka kaupmátt að nýju, svo um munar. Þar þurfa allir að taka ábyrgð og gangast við henni. Flugumferðarstjórar láta sér þetta í léttu rúmi liggja og víkja sér þar með undan samstöðu og ábyrgð. Rangstaða tvö Ferðaþjónusta á Íslandi nálgast það nú aftur að verða langstærsta útflutningsgrein okkar Íslendinga. Hún hefur gengið í gegnum ótrúlegar hremmingar síðastliðin ár. Það var sameiginleg sýn flestra, að það væri mikilvægt að halda atvinnugreininni á lífi í gegnum faraldurinn og það hefur sýnt sig svo um munar að það var skynsamlegt fyrir þjóðarhag. Það stefndi allt í það að árið 2023 yrði fyrsta stóráfallalausa árið fyrir ferðaþjónustuna síðan árið 2018, þegar jarðhræringarnar hófust á Reykjanesi í nóvember síðastliðnum. Til að gera langa sögu stutta og einfalda, þá hafa þær haft þau áhrif að eitt stærsta og öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins hefur verið lokað í margar vikur, eftirspurn eftir ferðum til Íslands hefur dregist saman og töluverður fjöldi hefur afbókað ferðir til Íslands. Þetta þýðir að verðmætasköpun greinarinnar dregst saman og skatttekjur ríkissjóðs lækka, sem því nemur. Stjórnvöld hafa nú ákveðið að veita 100 milljónum króna í sérstakt markaðsátak til að vinna gegn þessum áhrifum og er það vel. Hins vegar má færa fyrir því sterk rök að máttur þessa átaks verði minni, ef yfir vofa stöðugar skærur og vinnustöðvanir flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar hafa nú þegar valdið miklu tjóni. Beinu fjárhagslegu tjóni til dæmis flugfélaganna Icelandair og Play og farþega þeirra, sem reikna má með að hlaupi á milljörðum nú þegar. Samkvæmt áætlunum Icelandair kostar hver dagur sem aðgerðir standa yfir félagið um 250 milljónir króna og er þá tjón annarra ótalið. Þá er ómælt orðsporstjónið sem fer vaxandi í réttu hlutfalli við tímann sem þessar aðgerðir standa. Framundan eru áramótin, sem eru stór fyrir íslenska ferðaþjónustu, þegar erlendir gestir streyma til landsins til að halda upp á tímamótin. Sú búbót fyrir íslensk ferðaþjónustu og ríkissjóð er í stórhættu, verði ekki bundinn endi á aðgerðir flugumferðarstjóra. Framundan er sömuleiðis aðalbókunartímabilið fyrir næsta sumar og fréttir af átökum á vinnumarkaði á Íslandi, geta leitt til þess að fólk hugsi sig tvisvar um, áður en það kaupir ferð til Íslands. Íslensk ferðaþjónusta er búin að fá nóg af áföllum og fordæmir aðgerðir flugumferðarstjóra, sem þarna enn og aftur er úr öllum takti við umhverfið og það uppbyggingarstarf sem nú stendur yfir. Rangstaða þrjú Aðgerðir flugumferðarstjóra eru tímasettar þannig að þær hafa áhrif á ferðalög í kringum jólin - hátíð ljóss og friðar. Ef svo fer fram sem horfir, þá er stór hætta á því að þúsundir manna nái ekki á sinn áfangastað í tíma, til að eyða jólahátíðinni með ættingjum og vinum. Því gæti - ofan á fjárhagstjónið sem óhjákvæmilega verður - bæst við tilfinningalegt tjón, sem eins og við vitum, er ómögulegt að meta í krónum og aurum. Lög á flugumferðarstjóra strax Það er ljóst að umburðarlyndi og samúð með kröfum og aðgerðum flugumferðarstjóra eru engin. Ríkissáttasemjari hefur ekki heimildir til þess að tryggja að markaðri launastefnu sé fylgt. Ef við viljum ekki að frekara tjón og truflanir verði á verðmætasköpun og þar með þjóðarhag, þá er nauðsynlegt að stjórnvöld grípi inn í þessar aðgerðir með lagasetningu. Það er algjörlega ástæðulaust og órökrétt að bíða með það. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun