Sisi vinnur þriðja kjörtímabilið með miklum yfirburðum Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2023 15:20 Abdel Fattah el-Sisi hefur verið forseti Egyptalands frá 2014. AP/Amr Nabil Abdel Fattah el-Sisi, forseti Egyptalands, vann yfirburðasigur í forsetakosningum og tryggði sér þriðja kjörtímabilið. Hann fékk 89,6 prósent atkvæða en mótframbjóðendur Sisi eru lítið sem ekkert þekktir í Egyptalandi. Yfirkjörstjórn landsins segir 66,8 prósent af rúmum 67 milljónum kjósenda Egyptalands hafa tekið þátt í kosningunum. Það er talið geta verið hæsta kjörsókn í sögu Egyptalands. Sisi er fyrrverandi herforingi og hefur verið við völd í Egyptalandi frá 2014, þegar hann velti Bræðralagi múslima úr sessi og bannað samtökin í Egyptalandi. Hann hefur setið tvö fjögurra ára kjörtímabil en þau voru lengd í sex ár með breytingu á stjórnarskrá árið 2019. Stjórnarskráin meinar þó forsetum að sitja lengur í embætti en þrjú kjörtímabil. Sisi mun hafa fengið 97 prósent atkvæða í kosningum 2014 og árið 2018. Í gegnum árin hefur Sisi þaggað niður í eða fangelsað þúsundir pólitískra andstæðinga sinna og gagnrýnenda. Sisi mun hafa fengið 97 prósent atkvæða í kosningum 2014 og árið 2018.AP/Forsetaembætti Egyptalands Eins og áður segir voru mótframbjóðendur Sisi lítið þekktir í Egyptalandi og virtist sigur hans því aldrei annað en öruggur. Helsti pólitíski andstæðingur Sisi, Ahmed Tantawy, dró framboð sitt til baka í október og sagði embættismenn og fauta hafa veist að stuðningsmönnum sínum. Honum hafði þá mistekist að tryggja sér nægilegan fjölda undirskrifta til að geta farið í framboð. Yfirkjörstjórn Egyptalands gaf lítið fyrir ásakanir Tantawy. Efnahagsvandræði í forgangi Egyptar hafa um árabil átt við umfangsmikla efnahagsörðugleika að etja. Verðbólga þar mælist nú meiri en þrjátíu prósent milli mánaða og undanfarin tvö ár hefur egypska puntið tapað helmingi af verðmæti sínu, borið saman við bandaríska dalinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Um þriðjungur 105 milljóna íbúa Egyptalands er talinn búa undir fátæktarmörkum. Sisi gerði það að sínu helsta kosningamáli að berjast gegn efnahagsvandræðum Egypta. Sérfræðingar segja óstjórn í efnahagsmálum eiga stóran hlut í vandamálum Egypta. Ríkisreknum fyrirtækjum hafi vaxið ásmegin um langt skeið og þau hafi bolað einkafyrirtækjum á brott, svo mörg hafi orðið gjaldþrota. Þetta eigi við á ýmsum sviðum efnahagslífs Egyptalands. Þá kom faraldur Covid-19 verulega niður á hagkerfi Egyptalands, eins og innrás Rússa í Úkraínu, en bæði atvik hafa leitt til óstöðugleika á heimsvísu. Egyptaland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Yfirkjörstjórn landsins segir 66,8 prósent af rúmum 67 milljónum kjósenda Egyptalands hafa tekið þátt í kosningunum. Það er talið geta verið hæsta kjörsókn í sögu Egyptalands. Sisi er fyrrverandi herforingi og hefur verið við völd í Egyptalandi frá 2014, þegar hann velti Bræðralagi múslima úr sessi og bannað samtökin í Egyptalandi. Hann hefur setið tvö fjögurra ára kjörtímabil en þau voru lengd í sex ár með breytingu á stjórnarskrá árið 2019. Stjórnarskráin meinar þó forsetum að sitja lengur í embætti en þrjú kjörtímabil. Sisi mun hafa fengið 97 prósent atkvæða í kosningum 2014 og árið 2018. Í gegnum árin hefur Sisi þaggað niður í eða fangelsað þúsundir pólitískra andstæðinga sinna og gagnrýnenda. Sisi mun hafa fengið 97 prósent atkvæða í kosningum 2014 og árið 2018.AP/Forsetaembætti Egyptalands Eins og áður segir voru mótframbjóðendur Sisi lítið þekktir í Egyptalandi og virtist sigur hans því aldrei annað en öruggur. Helsti pólitíski andstæðingur Sisi, Ahmed Tantawy, dró framboð sitt til baka í október og sagði embættismenn og fauta hafa veist að stuðningsmönnum sínum. Honum hafði þá mistekist að tryggja sér nægilegan fjölda undirskrifta til að geta farið í framboð. Yfirkjörstjórn Egyptalands gaf lítið fyrir ásakanir Tantawy. Efnahagsvandræði í forgangi Egyptar hafa um árabil átt við umfangsmikla efnahagsörðugleika að etja. Verðbólga þar mælist nú meiri en þrjátíu prósent milli mánaða og undanfarin tvö ár hefur egypska puntið tapað helmingi af verðmæti sínu, borið saman við bandaríska dalinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Um þriðjungur 105 milljóna íbúa Egyptalands er talinn búa undir fátæktarmörkum. Sisi gerði það að sínu helsta kosningamáli að berjast gegn efnahagsvandræðum Egypta. Sérfræðingar segja óstjórn í efnahagsmálum eiga stóran hlut í vandamálum Egypta. Ríkisreknum fyrirtækjum hafi vaxið ásmegin um langt skeið og þau hafi bolað einkafyrirtækjum á brott, svo mörg hafi orðið gjaldþrota. Þetta eigi við á ýmsum sviðum efnahagslífs Egyptalands. Þá kom faraldur Covid-19 verulega niður á hagkerfi Egyptalands, eins og innrás Rússa í Úkraínu, en bæði atvik hafa leitt til óstöðugleika á heimsvísu.
Egyptaland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira