Utan vallar: Val á leikmönnum sem má stóla á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2023 10:01 Taiwo Badmus á góðri stundu með Tindastól og Callum Lawson á sigurstund með Valsmönnum. Vísir/Hulda Margrét&Bára Valur og Tindastóll hafa háð tvö mögnuð einvígi um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár. Í bæði skiptin hafa úrslitin ráðist í blálokin á oddaleik fyrir framan troðfullu íþróttahúsi á Hlíðarenda. Tvö ógleymanleg einvígi og um leið hafa félögin orðið að erkifjendum í íslenskum körfubolta. Nú hafa þessi tvö félög boðið upp á nýtt útspil í enn einu kapphlaupi sínu um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta byrjaði allt með því þegar Pavel Ermolinskij tók við þjálfun Tindastóls aðeins hálfu ári eftir að hann varð Íslandsmeistari með Valsmönnum. Tindastólsmenn höfðu beðið eftir þessum titli í 35 ár og það þurfti einn mesta sigurvegara íslenska körfuboltans til að brjóta múrinn. Eftir að titilinn var í höfn var næst á dagskrá hjá Pavel að reyna að krækja í tvö öfluga leikmenn Valsliðsins. Stólarnir náðu samningum við Callum Lawson en ekki við Kristófer Acox sem ákvað að semja aftur við Val. Ofan á þetta þá fékk Pavel einnig annan fyrrum leikmann Vals, Jacob Calloway, þegar Tindastóll breytti um erlendan leikmann snemma á tímabilinu. Calloway var samherji Pavel í síðasta Íslandsmeistaratitli hans sem leikmanns. Þrír leikmenn síðasta Íslandsmeistaraliðs Vals eru þar með í lykilhlutverkum hjá Stólunum, einn þjálfari og tveir öflugir leikmenn. Valsmenn sáu sér hins vegar leik á borði þegar Taiwo Badmus horfði aftur til Íslands eftir að hafa spilað í Róm fyrri hluta tímabilsins. Badmus hafði farið tvisvar í lokaúrslitin með Stólunum undanfarin tvö tímabil og upplifað þar bæði að vinna og tapa. Nú fær hann tækifæri til að vinna titilinn annað árið í röð en nú í nýjum búningi, Valsbúningi. Bæði félögin eru því að sækja sér þekktar stærðir í íslenskum körfubolta. Leikmenn sem þekkja deildina og leikmann sem þjálfararnir þekkja vel. Leikmenn hafa oft minnkað eða þyngst á leiðinni yfir Atlantshafið, sumir passa illa inn í hina sérstöku íslensku deild og það er oft erfitt að bæta leikmanni inn á miðju tímabili án þess að búa til ný og óvænt vandamál. Það er því skiljanlegt að þjálfarar, sem þekkja það að vinna, vilji vita nákvæmlega hvað þeir eru að fá. Fyrir vikið eru þeir búin að kynda vel undir einvíginu á milli þessara nýju erkifjenda í íslenska körfuboltanum. Subway deildin er mjög jöfn og spennandi og því er auðvitað ekki hægt að ganga að því vísu að Valur og Tindastóll mætist í úrslitaeinvíginu þriðja árið í röð. Mörg lið ætla sér að koma í veg fyrir að þetta verði að hefð á íslensku körfuboltavori að sjá þessi lið spila um titilinn. Það gerir einvígi þeirra enn áhugaverðara að nú hafa samherjar orðið mótherjar og öfugt. Sumir stuðningsmenn eru örugglega ekki alltof sáttir með að sjá hetjurnar sínar í „röngum“ búningi en þær tilfinningar munu aðeins ýta undir spenninginn fyrir komandi úrslitakeppni. Hver veit nema að Valsmenn séu jafnvel að leita að símanúmerinu hjá Keyshawn Woods svona til að krydda þetta aðeins meira. Hvort við sjáum Callum Lawson og Jacob Calloway vinna titilinn með Tindastól eða Taiwo Badmus vinna titilinn með Val verður tíminn að leiða í ljós en þetta útspil minnkar ekkert eftirvæntinguna eftir úrslitakeppninni næsta vor. Subway-deild karla Valur Tindastóll Utan vallar Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Sjá meira
Tvö ógleymanleg einvígi og um leið hafa félögin orðið að erkifjendum í íslenskum körfubolta. Nú hafa þessi tvö félög boðið upp á nýtt útspil í enn einu kapphlaupi sínu um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta byrjaði allt með því þegar Pavel Ermolinskij tók við þjálfun Tindastóls aðeins hálfu ári eftir að hann varð Íslandsmeistari með Valsmönnum. Tindastólsmenn höfðu beðið eftir þessum titli í 35 ár og það þurfti einn mesta sigurvegara íslenska körfuboltans til að brjóta múrinn. Eftir að titilinn var í höfn var næst á dagskrá hjá Pavel að reyna að krækja í tvö öfluga leikmenn Valsliðsins. Stólarnir náðu samningum við Callum Lawson en ekki við Kristófer Acox sem ákvað að semja aftur við Val. Ofan á þetta þá fékk Pavel einnig annan fyrrum leikmann Vals, Jacob Calloway, þegar Tindastóll breytti um erlendan leikmann snemma á tímabilinu. Calloway var samherji Pavel í síðasta Íslandsmeistaratitli hans sem leikmanns. Þrír leikmenn síðasta Íslandsmeistaraliðs Vals eru þar með í lykilhlutverkum hjá Stólunum, einn þjálfari og tveir öflugir leikmenn. Valsmenn sáu sér hins vegar leik á borði þegar Taiwo Badmus horfði aftur til Íslands eftir að hafa spilað í Róm fyrri hluta tímabilsins. Badmus hafði farið tvisvar í lokaúrslitin með Stólunum undanfarin tvö tímabil og upplifað þar bæði að vinna og tapa. Nú fær hann tækifæri til að vinna titilinn annað árið í röð en nú í nýjum búningi, Valsbúningi. Bæði félögin eru því að sækja sér þekktar stærðir í íslenskum körfubolta. Leikmenn sem þekkja deildina og leikmann sem þjálfararnir þekkja vel. Leikmenn hafa oft minnkað eða þyngst á leiðinni yfir Atlantshafið, sumir passa illa inn í hina sérstöku íslensku deild og það er oft erfitt að bæta leikmanni inn á miðju tímabili án þess að búa til ný og óvænt vandamál. Það er því skiljanlegt að þjálfarar, sem þekkja það að vinna, vilji vita nákvæmlega hvað þeir eru að fá. Fyrir vikið eru þeir búin að kynda vel undir einvíginu á milli þessara nýju erkifjenda í íslenska körfuboltanum. Subway deildin er mjög jöfn og spennandi og því er auðvitað ekki hægt að ganga að því vísu að Valur og Tindastóll mætist í úrslitaeinvíginu þriðja árið í röð. Mörg lið ætla sér að koma í veg fyrir að þetta verði að hefð á íslensku körfuboltavori að sjá þessi lið spila um titilinn. Það gerir einvígi þeirra enn áhugaverðara að nú hafa samherjar orðið mótherjar og öfugt. Sumir stuðningsmenn eru örugglega ekki alltof sáttir með að sjá hetjurnar sínar í „röngum“ búningi en þær tilfinningar munu aðeins ýta undir spenninginn fyrir komandi úrslitakeppni. Hver veit nema að Valsmenn séu jafnvel að leita að símanúmerinu hjá Keyshawn Woods svona til að krydda þetta aðeins meira. Hvort við sjáum Callum Lawson og Jacob Calloway vinna titilinn með Tindastól eða Taiwo Badmus vinna titilinn með Val verður tíminn að leiða í ljós en þetta útspil minnkar ekkert eftirvæntinguna eftir úrslitakeppninni næsta vor.
Subway-deild karla Valur Tindastóll Utan vallar Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Sjá meira