Charlotte tapaði fyrir Toronto Raptors í gær, 114-99. Miles Bridges var fjarri góðu gamni í leiknum því hann fékk ekki inngöngu í landið.
Bridges fékk þriggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir að beita eiginkonu og barnsmóður sína ofbeldi þarsíðasta sumar.
Handtökuskipun var gefin út á hendur Bridges fyrr á þessu ári fyrir að brjóta gegn nálgunarbanni. Hann hélt þá áfram að hafa samband við barnsmóður sína.
Bridges spilaði ekkert á síðasta tímabili og var í banni fyrstu tíu leiki þessa tímabils. Síðan hann sneri aftur hefur hann skorað 19,6 stig og tekið 7,2 fráköst að meðaltali í leik.