Að sögn Baratz er kynlíf ekki náttúrulegur eiginleiki mannsins líkt og að anda og ganga heldur þurfi að afla sérþekkingar og reynslu.
Baratz segir samfélög haldin kynlífsfóbíu sem bjóða ekki upp á fræðslu. Menningin hallist að því að kynlíf eigi annað hvort að vera hefðbundið eða hagnýtt, og kynferðisleg tjáning og langanir sem fari út fyrir þann ramma geti vakið upp skömm.
„Allir, ég, þú, amma þín og bókstaflega allir eiga við einhvers konar vandamál að stríða tengd kynlífi sem koma í veg fyrir ánægjulegt og skemmtilegt kynlíf,“ segir Baratz.
Þá séu kynferðisleg vandamál ekki aðeins til komin vegna neikvæðra kynferðislegra gilda heldur líka vegna líkamlegra vandamála, trúarbragða, matarvenja, kyns, kynþáttar og annarrar lífsreynslu.
Kynlíf snýst ekki aðeins um samfarir
Til þess að njóta sem best í kynlífi mælir Baratz með eftirfarandi ráðum:
- Sýndu þér mildi og þolinmæði
- Ekki setja pressa á þig
- Sættu þig við að mæta áskorunum
- Æfing - æfing - æfing
- Vertu viss um að þér líði vel og að þú finnir fyrir öryggi með bólfélaga þínum
- Samskipti
- Þrifnaður og endurtekning
Baratz tekur fram að kynlíf í þessu samhengi þýði ekki endilega samfarir heldur getur kynlífið verið allt frá sjálfsfróun, keleríi og munnmökum til endaþarmsmaka.
„Bókstaflega allt kynferðislegt, líkamlegt og erótískt.“