Gosmengun á höfuðborgarsvæðinu í nótt Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. desember 2023 12:58 Himinn var rauður þegar eldgosið var í hámarki í nótt sem leið. Von er á gosmengun á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Aníta guðlaug Einar Halldórsson teymisstjóri loftgæðateymis Umhverfissstofnunar segir að gosmengunar gæti orðið vart á höfuðborgarsvæðinu seint í nótt eða fyrramálið. Það kemur einnig fram í tilkynningu á síðu Veðurstofunnar. Einar segir í samtali við fréttastofu að gasmengunin úr gosinu sé ekki eins mikil og búist var við miðað við stærð strókana sem sáust í gær. Hann segir að það sé líklega vegna þess að kvikan hafi að mestu leyti verið búin að afgasa sig þegar hún braust upp á yfirborðið á ellefta tímanum í gær. Lykt í Þorlákshöfn „Það hefur lítið verið um gasmengun, allavega enn sem komið er í byggð. Það var aðeins í Selfossi í nótt en fór ekki yfir heilsuverndarmörk,“ segir Einar og bætir við að staðan líti betur út en hún gerði í gærkvöldi. Samt sem áður hafi borist tilkynning frá íbúa í Þorlákshöfn sem sagði að sterk brennisteinslykt fyndist í bænum. „Vindáttin er þannig að hún færist aðeins yfir Vestmannaeyjar og þar en þá verður hún búin að þynnast aðeins út. Samt sem áður ætti hún að vera undir heilsuverndarmörkum miðað við þetta líkan,“ segir Einar. Mengunin er ekki slík að hún ógni heilsu fólks en að þó geti verið að viðkvæmir finni fyrir einkennum ef það er úti í langan tíma þegar mengunin er sem þéttust. Vestmannaeyjar í dag, Reykjavík á morgun Í tilkynningu Veðurstofu segir að lítil virkni sé við suðurenda sprungunnar við Hagafell og að mesta hraunsrennslið leiti í austur í átt að Fagradalsfjalli. Einnig að gosmökkurinn bærist í dag undan vestan og norðvestan átt. „Gasmengunar gæti orðið vart í Vestmannaeyjum í dag, en ekki annars staðar í byggð. Samkvæmt veðurspá gæti gasmengunar orðið vart á höfuðborgarsvæðinu seint í nótt eða í fyrramálið,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að nýtt hættumatskort sé í bígerð og að það verði birt seinna í dag. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Ölfus Vestmannaeyjar Loftgæði Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira
Einar segir í samtali við fréttastofu að gasmengunin úr gosinu sé ekki eins mikil og búist var við miðað við stærð strókana sem sáust í gær. Hann segir að það sé líklega vegna þess að kvikan hafi að mestu leyti verið búin að afgasa sig þegar hún braust upp á yfirborðið á ellefta tímanum í gær. Lykt í Þorlákshöfn „Það hefur lítið verið um gasmengun, allavega enn sem komið er í byggð. Það var aðeins í Selfossi í nótt en fór ekki yfir heilsuverndarmörk,“ segir Einar og bætir við að staðan líti betur út en hún gerði í gærkvöldi. Samt sem áður hafi borist tilkynning frá íbúa í Þorlákshöfn sem sagði að sterk brennisteinslykt fyndist í bænum. „Vindáttin er þannig að hún færist aðeins yfir Vestmannaeyjar og þar en þá verður hún búin að þynnast aðeins út. Samt sem áður ætti hún að vera undir heilsuverndarmörkum miðað við þetta líkan,“ segir Einar. Mengunin er ekki slík að hún ógni heilsu fólks en að þó geti verið að viðkvæmir finni fyrir einkennum ef það er úti í langan tíma þegar mengunin er sem þéttust. Vestmannaeyjar í dag, Reykjavík á morgun Í tilkynningu Veðurstofu segir að lítil virkni sé við suðurenda sprungunnar við Hagafell og að mesta hraunsrennslið leiti í austur í átt að Fagradalsfjalli. Einnig að gosmökkurinn bærist í dag undan vestan og norðvestan átt. „Gasmengunar gæti orðið vart í Vestmannaeyjum í dag, en ekki annars staðar í byggð. Samkvæmt veðurspá gæti gasmengunar orðið vart á höfuðborgarsvæðinu seint í nótt eða í fyrramálið,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að nýtt hættumatskort sé í bígerð og að það verði birt seinna í dag.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Ölfus Vestmannaeyjar Loftgæði Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira