Hetjan í Ofurskálinni var undir gíðarlegri pressu frá Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2023 12:01 Michael Jordan er mikið fyrir að veðja á hluti og hann var með pening undir í Super Bowl leiknum í febrúar 2015. Getty/Jacob Kupferman Það er ekki hægt að segja að nýjasta sagan að körfuboltagoðsögninni Michael Jordan hafi komið mikið á óvart en hún hefur engu að síður vakið athygli. Julian Edelman var ein af stjörnum New England Patriots þegar lið Tom Brady var upp á sitt besta í NFL-deildinni. Hann fékk hins vegar stjörnur í augun þegar hann hitti Jordan í aðdraganda Super Bowl leiksins árið 2015. Edelman sagði söguna af því þegar hann hitti Jordan fyrir þennan stærsta leik ársins í Bandaríkjunum í hlaðvarpsþættinum "Games With Names". Rakst á Jordan Super Bowl 2015 leikurinn fór fram í Glendale í Arizona sem er úthverfi Phoenix borgar. Edelman sagðist hafa farið út að borða í aðdraganda leiksins og rekist þá þá Derek Jeter, fyrrum súperstjörnu í hafnaboltanum, og Michael Jordan, besta körfuboltamann sögunnar. Hann sagði að Jeter hafi verið hinn viðkunnanlegasta og þeir rætt saman í svona fimm mínútur. Jordan sagði hins vegar ekki neitt og hélt sig til baka. Julian Edelman var frábær í leiknum.Getty Þegar Edelman var að fara þá kom Jordan hins vegar skyndilega til hans. „Samtalið var að enda eftir þessar fimm mínútur og ég var á förum. Jordan kemur þá upp að mér og segir: Heyrðu strákur. Ég er búinn að setja mikinn pening á þennan leik þannig að eins gott að þið klúðrið þessu ekki, hafði Edelman eftir Jordan. „Þetta var það eina sem hann sagði við mig,“ sagði Edelmen og engin smá pressa á honum í leiknum. Dramatískur sigur Edelman og félagar í New England Patriots unnu leikinn 28-24 Seattle Seahawks en voru um tíma tíu stigum undir, 14-24. Edelman tryggði liðinu aftur á móti sigurinn með snertimarki í lokin og stóðst því alveg pressuna frá Jordan. Jordan var örugglega ánægður með hann enda græddi hann eflaust mikinn pening á sigri Patriots. Hér fyrir neðan má sjá Edelman segja þessa sögu. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. Það má nálgast myndbandið með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Action Network (@actionnetworkhq) NBA NFL Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Julian Edelman var ein af stjörnum New England Patriots þegar lið Tom Brady var upp á sitt besta í NFL-deildinni. Hann fékk hins vegar stjörnur í augun þegar hann hitti Jordan í aðdraganda Super Bowl leiksins árið 2015. Edelman sagði söguna af því þegar hann hitti Jordan fyrir þennan stærsta leik ársins í Bandaríkjunum í hlaðvarpsþættinum "Games With Names". Rakst á Jordan Super Bowl 2015 leikurinn fór fram í Glendale í Arizona sem er úthverfi Phoenix borgar. Edelman sagðist hafa farið út að borða í aðdraganda leiksins og rekist þá þá Derek Jeter, fyrrum súperstjörnu í hafnaboltanum, og Michael Jordan, besta körfuboltamann sögunnar. Hann sagði að Jeter hafi verið hinn viðkunnanlegasta og þeir rætt saman í svona fimm mínútur. Jordan sagði hins vegar ekki neitt og hélt sig til baka. Julian Edelman var frábær í leiknum.Getty Þegar Edelman var að fara þá kom Jordan hins vegar skyndilega til hans. „Samtalið var að enda eftir þessar fimm mínútur og ég var á förum. Jordan kemur þá upp að mér og segir: Heyrðu strákur. Ég er búinn að setja mikinn pening á þennan leik þannig að eins gott að þið klúðrið þessu ekki, hafði Edelman eftir Jordan. „Þetta var það eina sem hann sagði við mig,“ sagði Edelmen og engin smá pressa á honum í leiknum. Dramatískur sigur Edelman og félagar í New England Patriots unnu leikinn 28-24 Seattle Seahawks en voru um tíma tíu stigum undir, 14-24. Edelman tryggði liðinu aftur á móti sigurinn með snertimarki í lokin og stóðst því alveg pressuna frá Jordan. Jordan var örugglega ánægður með hann enda græddi hann eflaust mikinn pening á sigri Patriots. Hér fyrir neðan má sjá Edelman segja þessa sögu. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina. Það má nálgast myndbandið með því að fletta. View this post on Instagram A post shared by Action Network (@actionnetworkhq)
NBA NFL Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira