Af vindvélum og þjóðarmorði Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 20. desember 2023 16:01 Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. Þrátt fyrir það hefur Ísland lengi haft sterka rödd á alþjóðavettvanginum, úr öllu samhengi við smæð sína. Rödd sem hefur áhrif. Rödd sem eftir er tekið. Íslenskt tónlistarfólk skarar reglulega fram úr og fer sigurför um heiminn, á hátt sem margfalt stærri þjóðir geta ekki státað sig af, og reglulega beinist sviðsljósið að Íslandi, ef ekki vegna eldgosa, þá vegna kvennasamstöðu eða annarrar réttindabaráttu. Nú fremur Ísraelsríki þjóðarmorð. Árásir Ísraelshers á óbreytta borgara á Gazasvæðinu eru með öllu ófyrirgefanlegar, sama í hvaða samhengi þær skoðast. Ekkert sögulegt samhengi, hvorki til langs eða skamms tíma, getur réttlætt þessar aðgerðir á nokkurn máta, enda hafa Sameinuðu þjóðirnar kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Á tímapunkti sem þessum er ótækt að þjóð sem fremur stríðsglæpi, og hefur myrt um 20.000 íbúa Gazasvæðisins á örfáum vikum, þar af helmingurinn börn, fái að nýta stóra sviðið í Malmö til þess að þurrka blóðið af höndum sér með öflugum vindvélunum. Ríkissjónvarp eða ríkisstjórn? Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur lýst því yfir að söngvakeppnin sé keppni ríkissjónvarpsstöðva, ekki ríkisstjórna. Auk þess uppfylli ríkissjónvarpið í Ísrael, KAN, öll skilyrði sem uppfylla þarf til að keppa og hafi tekið þátt í fimmtíu ár. Þessi meinti greinarmunur á ríkissjónvarpi og ríkisstjórnum er tæknilegur. Almenningur lítur á fulltrúa sjónvarpsstöðvanna sem fulltrúa þeirra þjóða sem taka þátt. Á því er enginn vafi. Ekki nokkur manneskja hefur kallað Käärijä fulltrúa Yleisradio. Hann var einfaldlega fulltrúi Finna. Ekkert okkar heldur með Ελληνική Ραδιοφωνία Τηλεόραση, eða Hellenísku útvarpssamsteypunni. Við höldum einfaldlega með Grikklandi. Þessi tæknilegi greinarmunur er skálkaskjól. Afsökun Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva til að taka ekki afstöðu. Afstöðu sem væri þeim dýrkeypt, enda er Moroccan Oil tvennt í senn; Vellauðugt ísraelskt fyrirtæki, þrátt fyrir nafnið—og aðalstuðningsaðili Eurovision. Þá getur fimmtíu ára hefðarréttur aldrei réttlætt þátttöku. Ísrael hefur fengið að taka þátt í fimm áratugi, þrátt fyrir að hafa í þessa fimm áratugi haldið uppi stöðugum árásum á Palestínubúa og hernumið sífellt stærri part af landi þeirra. Drögum okkur úr keppninni Ísrael er nú spáð öðru sæti í keppninni af veðbönkum, jafnvel þó enn hafi ekki eitt einasta lag verið gefið út. Vel getur farið svo að ísraelski keppandinn vinni og keppnin verði því haldin í Tel Aviv að einu og hálfu ári liðnu. Verður þá Gaza brunarústir einar, aðeins 80 km frá sviðinu? Ætlum við þá að mæta og dansa, því um næst á líkum sundursprengdra palestínskra barna? Íslenskt tónlistarfólk á ekki að gefa ímyndarhreinsun Ísraelsríkis vægi með því að deila með þeim sviði í keppni sem var upphaflega sett á laggirnar í þeim tilgangi að stuðla að friði. Ríkisútvarpið á einfaldlega að draga sig úr keppninni, nema að Ísrael verði vikið úr henni. Með sniðgöngunni setjum við fótinn niður og notum okkar forréttindarödd til að þrýsta á skipuleggjendur keppninnar að gefa Ísrael ekki þennan vettvang til að skapa jákvætt umtal um sig. Við bindum varla endi á þjóðarmorð með sniðgöngu á söngvakeppni, en við sýnum íbúum Palestínu—sem fer sífækkandi— að okkur sé ekki sama. Að við séum að fylgjast með. Að við séum ekki samþykk þessum árásum á mennskuna. Að partýið sé ekki þess virði. Höfundur er félagi í FÁSES, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, formaður Siðmenntar og áhugakona um júróvisjón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Auðbjörg K. Straumland Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisútvarpið Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. Þrátt fyrir það hefur Ísland lengi haft sterka rödd á alþjóðavettvanginum, úr öllu samhengi við smæð sína. Rödd sem hefur áhrif. Rödd sem eftir er tekið. Íslenskt tónlistarfólk skarar reglulega fram úr og fer sigurför um heiminn, á hátt sem margfalt stærri þjóðir geta ekki státað sig af, og reglulega beinist sviðsljósið að Íslandi, ef ekki vegna eldgosa, þá vegna kvennasamstöðu eða annarrar réttindabaráttu. Nú fremur Ísraelsríki þjóðarmorð. Árásir Ísraelshers á óbreytta borgara á Gazasvæðinu eru með öllu ófyrirgefanlegar, sama í hvaða samhengi þær skoðast. Ekkert sögulegt samhengi, hvorki til langs eða skamms tíma, getur réttlætt þessar aðgerðir á nokkurn máta, enda hafa Sameinuðu þjóðirnar kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Á tímapunkti sem þessum er ótækt að þjóð sem fremur stríðsglæpi, og hefur myrt um 20.000 íbúa Gazasvæðisins á örfáum vikum, þar af helmingurinn börn, fái að nýta stóra sviðið í Malmö til þess að þurrka blóðið af höndum sér með öflugum vindvélunum. Ríkissjónvarp eða ríkisstjórn? Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur lýst því yfir að söngvakeppnin sé keppni ríkissjónvarpsstöðva, ekki ríkisstjórna. Auk þess uppfylli ríkissjónvarpið í Ísrael, KAN, öll skilyrði sem uppfylla þarf til að keppa og hafi tekið þátt í fimmtíu ár. Þessi meinti greinarmunur á ríkissjónvarpi og ríkisstjórnum er tæknilegur. Almenningur lítur á fulltrúa sjónvarpsstöðvanna sem fulltrúa þeirra þjóða sem taka þátt. Á því er enginn vafi. Ekki nokkur manneskja hefur kallað Käärijä fulltrúa Yleisradio. Hann var einfaldlega fulltrúi Finna. Ekkert okkar heldur með Ελληνική Ραδιοφωνία Τηλεόραση, eða Hellenísku útvarpssamsteypunni. Við höldum einfaldlega með Grikklandi. Þessi tæknilegi greinarmunur er skálkaskjól. Afsökun Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva til að taka ekki afstöðu. Afstöðu sem væri þeim dýrkeypt, enda er Moroccan Oil tvennt í senn; Vellauðugt ísraelskt fyrirtæki, þrátt fyrir nafnið—og aðalstuðningsaðili Eurovision. Þá getur fimmtíu ára hefðarréttur aldrei réttlætt þátttöku. Ísrael hefur fengið að taka þátt í fimm áratugi, þrátt fyrir að hafa í þessa fimm áratugi haldið uppi stöðugum árásum á Palestínubúa og hernumið sífellt stærri part af landi þeirra. Drögum okkur úr keppninni Ísrael er nú spáð öðru sæti í keppninni af veðbönkum, jafnvel þó enn hafi ekki eitt einasta lag verið gefið út. Vel getur farið svo að ísraelski keppandinn vinni og keppnin verði því haldin í Tel Aviv að einu og hálfu ári liðnu. Verður þá Gaza brunarústir einar, aðeins 80 km frá sviðinu? Ætlum við þá að mæta og dansa, því um næst á líkum sundursprengdra palestínskra barna? Íslenskt tónlistarfólk á ekki að gefa ímyndarhreinsun Ísraelsríkis vægi með því að deila með þeim sviði í keppni sem var upphaflega sett á laggirnar í þeim tilgangi að stuðla að friði. Ríkisútvarpið á einfaldlega að draga sig úr keppninni, nema að Ísrael verði vikið úr henni. Með sniðgöngunni setjum við fótinn niður og notum okkar forréttindarödd til að þrýsta á skipuleggjendur keppninnar að gefa Ísrael ekki þennan vettvang til að skapa jákvætt umtal um sig. Við bindum varla endi á þjóðarmorð með sniðgöngu á söngvakeppni, en við sýnum íbúum Palestínu—sem fer sífækkandi— að okkur sé ekki sama. Að við séum að fylgjast með. Að við séum ekki samþykk þessum árásum á mennskuna. Að partýið sé ekki þess virði. Höfundur er félagi í FÁSES, Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, formaður Siðmenntar og áhugakona um júróvisjón.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar