Óljóst hvenær dvalarleyfishafar geta yfirgefið Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 21. desember 2023 23:30 Bjarni Benediktsson er utanríkisráðherra og hefur ekki átt í beinum samskiptum við egypsk yfirvöld frá því að átök stigmögnuðust í Palestínu í upphafi október en starfsfólk ráðuneytis á í stöðugum samskiptum þar sem skýrar kröfur um vopnahlé hafa verið lagðar fram. Vísir/Einar Utanríkisráðuneytið segir það alfarið á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðuneytis að eiga í samskiptum við Alþjóðafólksflutningastofnunina (IOM) vegna þeirra 100 einstaklinga sem hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi en eru enn föst á Gasa. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sagði í svörum til fréttastofu í gær að IOM væri meðvitað um leyfin og þeim hefði verið send aðstoðarbeiðni, en að ekki væri hægt að gera neitt fyrir fólkið fyrr en það getur vitjað leyfanna í Kaíró á Egyptalandi. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Mjög erfitt er að komast yfir landamærin frá Gasa í Palestínu. Í svari utanríkisráðuneytis til fréttastofu um málið segir að utanríkisráðherra hafi ekki átt í beinum samskiptum við egypsk yfirvöld frá því að átök stigmögnuðust í upphafi októbermánaðar í Palestínu. „Fulltrúar ráðuneytisins eru hins vegar í stöðugum samskiptum við yfirvöld á átakasvæðinu, þar á meðal í Egyptalandi. Þar hefur málflutningur Íslands verið skýr um að koma þurfi á vopnahléi á Gaza, tryggja tafarlausa lausn gísla Hamas, óheft aðgengi neyðaraðstoðar og fylgja alþjóðalögum án undantekninga.“ Ekki vænleg niðurstaða að íbúar Gasa þurfi að flýja Þá segir enn fremur að íslenska ríkið hafi verið meðflutningsríki, ásamt Egyptalandi og fleiri ríkjum, í ályktunum þess efnis og að skýr samhljómur hafi verið á fundum ráðherra með stjórnvöldum annarra ríkja á svæðinu um að pólitíska lausn þurfi til að koma á varanlegum friði. Það sé ekki vænleg niðurstaða að íbúar Gaza þurfi að yfirgefa heimili sín varanlega, í stórum stíl. „Hins vegar fylgist ráðuneytið áfram grannt með stöðu mála á landamærum Palestínu og Egyptalands, en þau eru í dag lokuð inn til Egyptalands og óljóst hvort eða hvenær dvalarleyfishöfum verður kleift að yfirgefa Gaza.“ Þá kemur fram í svari ráðuneytisins að Ísland starfræki hvorki sendiráð í Ísrael né Egyptalandi og að stjórnvöld njóti ekki aðstoðar Norðurlanda þegar um er að ræða aðra en íslenska ríkisborgara. „Það er því örðugt að svara frekar til um aðgerðir í þessum efnum, en stjórnvöld fylgjast áfram með stöðu mála og meta möguleg viðbrögð og aðgerðir.“ Erfitt að börnin komist ekki út Fjölskyldufaðir frá Palestínu sagði frá því í Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu helgi að þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi verið komin með dvalarleyfi á Íslandi fyrir um mánuði síðan séu þau enn föst á Gasa. Hann sagði erfitt að útskýra fyrir börnunum að þau séu með leyfi á Íslandi en ekki sé hægt að koma þeim út. Tuttugu þúsund eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Stór hluti þeirra eru konur og börn. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sagði í svörum til fréttastofu í gær að IOM væri meðvitað um leyfin og þeim hefði verið send aðstoðarbeiðni, en að ekki væri hægt að gera neitt fyrir fólkið fyrr en það getur vitjað leyfanna í Kaíró á Egyptalandi. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) um aðstoð vegna flóttafólks sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga. Mjög erfitt er að komast yfir landamærin frá Gasa í Palestínu. Í svari utanríkisráðuneytis til fréttastofu um málið segir að utanríkisráðherra hafi ekki átt í beinum samskiptum við egypsk yfirvöld frá því að átök stigmögnuðust í upphafi októbermánaðar í Palestínu. „Fulltrúar ráðuneytisins eru hins vegar í stöðugum samskiptum við yfirvöld á átakasvæðinu, þar á meðal í Egyptalandi. Þar hefur málflutningur Íslands verið skýr um að koma þurfi á vopnahléi á Gaza, tryggja tafarlausa lausn gísla Hamas, óheft aðgengi neyðaraðstoðar og fylgja alþjóðalögum án undantekninga.“ Ekki vænleg niðurstaða að íbúar Gasa þurfi að flýja Þá segir enn fremur að íslenska ríkið hafi verið meðflutningsríki, ásamt Egyptalandi og fleiri ríkjum, í ályktunum þess efnis og að skýr samhljómur hafi verið á fundum ráðherra með stjórnvöldum annarra ríkja á svæðinu um að pólitíska lausn þurfi til að koma á varanlegum friði. Það sé ekki vænleg niðurstaða að íbúar Gaza þurfi að yfirgefa heimili sín varanlega, í stórum stíl. „Hins vegar fylgist ráðuneytið áfram grannt með stöðu mála á landamærum Palestínu og Egyptalands, en þau eru í dag lokuð inn til Egyptalands og óljóst hvort eða hvenær dvalarleyfishöfum verður kleift að yfirgefa Gaza.“ Þá kemur fram í svari ráðuneytisins að Ísland starfræki hvorki sendiráð í Ísrael né Egyptalandi og að stjórnvöld njóti ekki aðstoðar Norðurlanda þegar um er að ræða aðra en íslenska ríkisborgara. „Það er því örðugt að svara frekar til um aðgerðir í þessum efnum, en stjórnvöld fylgjast áfram með stöðu mála og meta möguleg viðbrögð og aðgerðir.“ Erfitt að börnin komist ekki út Fjölskyldufaðir frá Palestínu sagði frá því í Kvöldfréttum Stöðvar 2 síðustu helgi að þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi verið komin með dvalarleyfi á Íslandi fyrir um mánuði síðan séu þau enn föst á Gasa. Hann sagði erfitt að útskýra fyrir börnunum að þau séu með leyfi á Íslandi en ekki sé hægt að koma þeim út. Tuttugu þúsund eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Stór hluti þeirra eru konur og börn.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Egyptaland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37 Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Ný landamæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 17. desember 2023 19:37
Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31
Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13