Embiid nálgast magnað met Abdul-Jabbar Smári Jökull Jónsson skrifar 23. desember 2023 09:29 Joel Embiid hefur verið að spila frábærlega undanfarið. Vísir/Getty Nóg var um að vera í NBA-deildinni í nótt. Leikmenn Philadelphia 76´ers settu met í sigri liðsins á Toronto Raptors. Þá virðist Golden State Warriors vera komið á flug. Philadelphia 76´ers vann 121-111 sigur á Toronto Raptors í nótt og er nú í þriðja sæti Austurdeildarinnar. Tyrese Maxey, Tobias Harris og Joel Embiid skoruðu allir yfir þrjátíu stig í leiknum en þetta er í fyrsta sinn síðan 1961 sem þrír leikmenn 76´ers gera það í sama leiknum. Embiid skoraði 31 stig og tók 10 fráköst en hann hefur nú skorað meira en þrjátíu stig og tekið fleiri en tíu fráköst í þrettán leikjum í röð. Kareem Abdul-Jabbar á metið yfir flesta 30-10 leiki í röð en hann náði sextán slíkum tímabilið 1971-72. The Sixers' trio of Joel Embiid, Tyrese Maxey, and Tobias Harris combined for 97 PTS in their win over the Raptors Joel Embiid: 31 PTS, 10 REB, 9 ASTTyrese Maxey: 33 PTS, 10 AST, 4 3PMTobias Harris: 33 PTS, 8 REB, 7 AST pic.twitter.com/YeZleuMGRa— NBA (@NBA) December 23, 2023 Jordan Poole sneri aftur á sinn gamla heimavöll í nótt þegar Washington Wizards voru í heimsókn hjá Golden State Warriors. Steph Curry sá hins vegar til þess að endurkoma Poole var misheppnuð. Curry setti niður átta þriggja stiga skot í leiknum sem lið Warriors vann 129-118. Poole fékk að öðru leyti góðar móttökurá sínum gamla heimavelli því fyrir leik var sýnt myndband frá tíma hans hjá liði Warriors og áhorfendur í Chase Center hylltu hann fyrir leik. Dub Nation gave Jordan Poole a warm welcome during his return to Golden State Warriors-Wizards | Live on ESPN pic.twitter.com/CuDMdZyBKd— NBA (@NBA) December 23, 2023 „Þetta var frábært. Myndbandið og móttökurnar sem Jordan fékk var hápunktur leiksins fyrir mér. Þetta var mjög svo verðskuldað vegna alls þess sem hann gerði fyrir félagið okkar, stuðningsmennina, leikmenn og þjálfara. Hann var lykilmaður í liði sem vann meistaratitil og átti þetta skilið. Það var dásamlegt að sjá þetta,“ sagði Steve Kerr þjálfari Golden State Warriors eftir leik. Úrslit næturinnar í NBA: Brooklyn Nets - Denver Nuggets 117-122Houston Rockets - Dallas Mavericks 122-96Miami Heat - Atlanta Hawks 122-113Philadelphia 76´ers - Toronto Raptors 121-111Golden State Warriors - Washington Wizards 129-118Sacramento Kings - Phoenix Suns 120-105 NBA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sjá meira
Philadelphia 76´ers vann 121-111 sigur á Toronto Raptors í nótt og er nú í þriðja sæti Austurdeildarinnar. Tyrese Maxey, Tobias Harris og Joel Embiid skoruðu allir yfir þrjátíu stig í leiknum en þetta er í fyrsta sinn síðan 1961 sem þrír leikmenn 76´ers gera það í sama leiknum. Embiid skoraði 31 stig og tók 10 fráköst en hann hefur nú skorað meira en þrjátíu stig og tekið fleiri en tíu fráköst í þrettán leikjum í röð. Kareem Abdul-Jabbar á metið yfir flesta 30-10 leiki í röð en hann náði sextán slíkum tímabilið 1971-72. The Sixers' trio of Joel Embiid, Tyrese Maxey, and Tobias Harris combined for 97 PTS in their win over the Raptors Joel Embiid: 31 PTS, 10 REB, 9 ASTTyrese Maxey: 33 PTS, 10 AST, 4 3PMTobias Harris: 33 PTS, 8 REB, 7 AST pic.twitter.com/YeZleuMGRa— NBA (@NBA) December 23, 2023 Jordan Poole sneri aftur á sinn gamla heimavöll í nótt þegar Washington Wizards voru í heimsókn hjá Golden State Warriors. Steph Curry sá hins vegar til þess að endurkoma Poole var misheppnuð. Curry setti niður átta þriggja stiga skot í leiknum sem lið Warriors vann 129-118. Poole fékk að öðru leyti góðar móttökurá sínum gamla heimavelli því fyrir leik var sýnt myndband frá tíma hans hjá liði Warriors og áhorfendur í Chase Center hylltu hann fyrir leik. Dub Nation gave Jordan Poole a warm welcome during his return to Golden State Warriors-Wizards | Live on ESPN pic.twitter.com/CuDMdZyBKd— NBA (@NBA) December 23, 2023 „Þetta var frábært. Myndbandið og móttökurnar sem Jordan fékk var hápunktur leiksins fyrir mér. Þetta var mjög svo verðskuldað vegna alls þess sem hann gerði fyrir félagið okkar, stuðningsmennina, leikmenn og þjálfara. Hann var lykilmaður í liði sem vann meistaratitil og átti þetta skilið. Það var dásamlegt að sjá þetta,“ sagði Steve Kerr þjálfari Golden State Warriors eftir leik. Úrslit næturinnar í NBA: Brooklyn Nets - Denver Nuggets 117-122Houston Rockets - Dallas Mavericks 122-96Miami Heat - Atlanta Hawks 122-113Philadelphia 76´ers - Toronto Raptors 121-111Golden State Warriors - Washington Wizards 129-118Sacramento Kings - Phoenix Suns 120-105
NBA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sjá meira