Varðstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá útkallinu.
Frekari upplýsingar um málið fengust ekki frá varðstjóra en fyrir liggur að viðbragðsaðilar voru ekki kallaðir til vegna atviks í fangelsinu á Hólmsheiði.
Uppfært kl. 22:10:
Að sögn Elínar Agnesar Kristinsdóttur aðstoðaryfirlögreglusþjóns var um að ræða hnífstungu í sumarhúsabyggð á Hólmsheiði. Hinn særði hlaut ekki lífshættulega áverka og rannsókn beinist að einum geranda sem var handtekinn.