Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveit af Snæfellsnesi hafi aðstoðað farþega rútanna sem komið var fyrir á Hótel Búðum. Atvikið átti sér stað klukkan átta í kvöld.
„Vindur hefur spilað inn í og það er glæruhálka þarna. Það er búið að koma annarri rútunni upp á veg,“ segir Jón Þór í samtali við Vísi. Önnur rútan fór verr úr slysinu og var nánast á hliðinni, segir Jón Þór. Enginn ferðamannanna slasaðist.
Fleiri verkefni komu á borð björgunarsveita. Í Siglufirði var björgunarsveit kölluð út vegna fjögurra bíla sem festust Fljótamegin við Strákagöng. „Einhver snjóflóð höfðu fallið þar og það er verið að ferja fólk úr bílunum inn á Siglufjörð. Það er leiðindaveður þarna“
Auk þessa aðstoðuðu björgunarsveitir austan Hellisheiðar fimm bílstjóra sem höfðu fest bíla sína á heiðinni.