Pistons laut í lægra haldi fyrir Brooklyn Nets, 112-118, á heimavelli í nótt. Þetta var 27. tap liðsins í röð.
Pistons á núna metið yfir flest töp í röð á einu tímabili í NBA og í stóru íþróttadeildunum fjórum í Bandaríkjunum (NBA, NFL, MLB og NHL).
Philadelphia 76ers á enn metið yfir flest töp í röð, 28, en það gerðist á tveimur tímabilum, 2014-15 og 2015-16.
Pistons vann fyrsta heimaleik sinn á tímabilinu 28. október en hefur síðan ekki unnið leik. Liðið hefur tapað 28 af þrjátíu leikjum sínum á tímabilinu og er með versta árangurinn í NBA.
Pistons á enn eftir að spila tvo leiki á þessu ári. Liðið mætir Boston Celtics á föstudaginn og Toronto Raptors á laugardaginn.