Strætó hagnast stórlega á því að brjóta lög Þórir Garðarsson skrifar 28. desember 2023 15:00 Á sex árum, frá 2010 til 2015, sparaði Strætó bs sér 1.100 milljónir króna, framreiknað til verðlags í dag, með því að taka ólögmætu tilboði í strætóakstur. Í tveimur aðskildum dómsmálum hefur Strætó bs verið gert að greiða skaðabætur vegna þessa lögbrots. Með vöxtum nema bæturnar um 600 milljónum króna. Fljótt á litið mætti álykta að Strætó hafi hagnast um 700 milljónir króna eftir að skaðabætur og dráttarvextir hafa verið dregin frá. Svo er þó ekki. Eigendur Strætó – sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu – borga bæturnar. Strætó heldur því eftir öllum hagnaðinum af því að taka tilboði sem stóðst ekki kröfur í útboði árið 2010. Það eru umræddar 1.100 milljónir króna. Niðurstaðan er því tóm hamingja fyrir Strætó. Það borgar sig bersýnilega að brjóta lög um opinber innkaup, enda sjá dómstólar til þess að lögbrjótunum sé með engu móti refsað fyrir athæfið. Því síður að sú spilling sem réði athöfnum forráðamanna Strætó bs á sínum tíma hafi nokkrar afleiðingar. Helstu neikvæðu áhrifin er verulega skaddaður trúverðugleiki fyrirtækisins, sem sést á fækkun þeirra sem taka þátt í útboðum á strætóakstri. Fyrirtækin sem töldu sig taka þátt í heiðarlegu útboði fá aðeins hluta af sínu tjóni bætt eftir tíu ára málarekstur. Skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu fá reikninginn fyrir skaðabótunum og dráttarvöxtunum. Forráðamenn Strætó bs hafa ekki einu sinni séð sóma sinn í að biðjast afsökunar á athæfinu þrátt fyrir skýra niðurstöðu dómstóla. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Strætó Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á sex árum, frá 2010 til 2015, sparaði Strætó bs sér 1.100 milljónir króna, framreiknað til verðlags í dag, með því að taka ólögmætu tilboði í strætóakstur. Í tveimur aðskildum dómsmálum hefur Strætó bs verið gert að greiða skaðabætur vegna þessa lögbrots. Með vöxtum nema bæturnar um 600 milljónum króna. Fljótt á litið mætti álykta að Strætó hafi hagnast um 700 milljónir króna eftir að skaðabætur og dráttarvextir hafa verið dregin frá. Svo er þó ekki. Eigendur Strætó – sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu – borga bæturnar. Strætó heldur því eftir öllum hagnaðinum af því að taka tilboði sem stóðst ekki kröfur í útboði árið 2010. Það eru umræddar 1.100 milljónir króna. Niðurstaðan er því tóm hamingja fyrir Strætó. Það borgar sig bersýnilega að brjóta lög um opinber innkaup, enda sjá dómstólar til þess að lögbrjótunum sé með engu móti refsað fyrir athæfið. Því síður að sú spilling sem réði athöfnum forráðamanna Strætó bs á sínum tíma hafi nokkrar afleiðingar. Helstu neikvæðu áhrifin er verulega skaddaður trúverðugleiki fyrirtækisins, sem sést á fækkun þeirra sem taka þátt í útboðum á strætóakstri. Fyrirtækin sem töldu sig taka þátt í heiðarlegu útboði fá aðeins hluta af sínu tjóni bætt eftir tíu ára málarekstur. Skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu fá reikninginn fyrir skaðabótunum og dráttarvöxtunum. Forráðamenn Strætó bs hafa ekki einu sinni séð sóma sinn í að biðjast afsökunar á athæfinu þrátt fyrir skýra niðurstöðu dómstóla. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda ehf.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun