Innflutt menningarstríð Hamassamtakanna Finnur Th. Eiríksson skrifar 29. desember 2023 12:30 Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur nú staðið yfir í tæpa þrjá mánuði. Það hefur vart farið fram hjá nokkrum að neyðin á Gazasvæðinu er mikil. Liðsmenn Hamassamtakanna voru fyllilega meðvitaðir um þessa útkomu þegar þeir gerðu árás á Ísrael þann 7. október. Þeir vissu að viðbrögð Ísraels myndu framkalla bitastætt myndefni fyrir fjölmiðla. Þeir vissu að viðbrögðin myndu skjóta loku fyrir áframhaldandi viðræður um stjórnmálasamband milli Ísraels og Sádi-Arabíu. Frá upphafi stríðins hafa efnistök flestra fjölmiðla endurspeglað áherslur Hamas. Auk heldur hafa almennir fjölmiðlar kosið að fjalla nær eingöngu um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs á kostnað umfjöllunar um þau fjölmörgu stríðsátök sem geisa um allan heim. Áherslan er lögð á að koma höggi á Ísrael frekar en að flytja fréttir frá öllum átakasvæðum heimsins. Óhjákvæmilega gefur það fólki tilfinninguna að ef ekki væri fyrir stríðið milli Ísraels og Hamas væri heimurinn nokkuð friðsamur, sem er vitanlega alrangt. Hluti íslensku þjóðarinnar endurspeglar þessa afstöðu fjölmiðla. Þessi litli en háværi hópur hefur skipulagt kröfugöngur og safnað undirskriftum við áköll um sniðgöngu gegn Ísrael. Þannig hafa hundruð starfsmanna Háskóla Íslands fengist til að skrifa undir yfirlýsingu (að frumkvæði háskóla í palestínsku borginni Ramallah) um sniðgöngu gagnvart ísraelskum menntastofnunum. Einnig hefur undirskriftalisti gengið manna á milli sem hvetur til sniðgöngu á Eurovision-keppninni vegna þátttöku Ísraels. Vitanlega vantar á alla þessa lista einu kröfuna sem myndi tryggja langvarandi vopnahlé: að Hamas láti ísraelsku gíslana tafarlaust lausa og leggi niður vopn sín. Hvers vegna er ekki gerð krafa um að Hamas sleppi gíslunum og leggi niður vopn sín? Hvers vegna er ekki minnst á það eina sem getur mögulega stöðvað átökin? Rökréttasta skýringin er að þeir sem standa á bak við þessa undirskriftalista hafi í raun og veru samúð með Hamassamtökunum og hryðjuverkum þeirra. Rökréttasta skýringin er að þeir vilja ekki að Hamas skili gíslunum til fjölskyldna sinna í Ísrael og láti af hryðjuverkum. Helsta áherslumál þessara einstaklinga er því augljóslega ekki að stríðinu ljúki heldur að þeirra hlið „vinni“, eins ómöguleg og sú útkoma er. Þeir eru því ekki raunverulegir talsmenn friðar heldur fótgönguliðar Hamassamtakanna í eins konar innfluttu menningarstríði. Afleiðingin er sú að þeir mæla einungis fyrir aðgerðum sem munu reynast algjörlega marklausar. Mun einhver í ísraelskum háskólum sakna mögulegs samstarfs við Háskóla Íslands? Myndi sniðganga á Eurovision hafa nokkur áhrif út fyrir landsteinana? Það er í hæsta máta ólíklegt. Verði sniðgangan gegn Eurovision að veruleika mun hún hins vegar vekja reiði fjölmargra Íslendinga sem væru sviknir um þátttöku í vinsælasta sjónvarpsviðburði ársins. Er það eitthvað sem samfélag okkar þarf, meiri reiði? Það er viðbúið að þessari reiði yrði að lokum beint að minnihlutahópi Gyðinga á Íslandi. Staðreyndin er sú að hatursglæpir gegn Gyðingum hafa sums staðar aukist þúsundfalt í kjölfar stríðsins í Ísrael, og Ísland er ekkert ónæmara fyrir hatursglæpum en önnur ríki. Það segir sig sjálft að það er stórvarasamt að haga fjölmiðlaumfjöllun og aktívisma í samræmi við hagsmuni Hamas, sem í stofnsáttmála sínum mæla fyrir algjörri útrýmingu Gyðinga. Af þeim sökum er nauðsynlegt að hafna innfluttu menningarstríði Hamassamtakanna á afgerandi hátt. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi og meðlimur Menningarfélags Gyðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur nú staðið yfir í tæpa þrjá mánuði. Það hefur vart farið fram hjá nokkrum að neyðin á Gazasvæðinu er mikil. Liðsmenn Hamassamtakanna voru fyllilega meðvitaðir um þessa útkomu þegar þeir gerðu árás á Ísrael þann 7. október. Þeir vissu að viðbrögð Ísraels myndu framkalla bitastætt myndefni fyrir fjölmiðla. Þeir vissu að viðbrögðin myndu skjóta loku fyrir áframhaldandi viðræður um stjórnmálasamband milli Ísraels og Sádi-Arabíu. Frá upphafi stríðins hafa efnistök flestra fjölmiðla endurspeglað áherslur Hamas. Auk heldur hafa almennir fjölmiðlar kosið að fjalla nær eingöngu um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs á kostnað umfjöllunar um þau fjölmörgu stríðsátök sem geisa um allan heim. Áherslan er lögð á að koma höggi á Ísrael frekar en að flytja fréttir frá öllum átakasvæðum heimsins. Óhjákvæmilega gefur það fólki tilfinninguna að ef ekki væri fyrir stríðið milli Ísraels og Hamas væri heimurinn nokkuð friðsamur, sem er vitanlega alrangt. Hluti íslensku þjóðarinnar endurspeglar þessa afstöðu fjölmiðla. Þessi litli en háværi hópur hefur skipulagt kröfugöngur og safnað undirskriftum við áköll um sniðgöngu gegn Ísrael. Þannig hafa hundruð starfsmanna Háskóla Íslands fengist til að skrifa undir yfirlýsingu (að frumkvæði háskóla í palestínsku borginni Ramallah) um sniðgöngu gagnvart ísraelskum menntastofnunum. Einnig hefur undirskriftalisti gengið manna á milli sem hvetur til sniðgöngu á Eurovision-keppninni vegna þátttöku Ísraels. Vitanlega vantar á alla þessa lista einu kröfuna sem myndi tryggja langvarandi vopnahlé: að Hamas láti ísraelsku gíslana tafarlaust lausa og leggi niður vopn sín. Hvers vegna er ekki gerð krafa um að Hamas sleppi gíslunum og leggi niður vopn sín? Hvers vegna er ekki minnst á það eina sem getur mögulega stöðvað átökin? Rökréttasta skýringin er að þeir sem standa á bak við þessa undirskriftalista hafi í raun og veru samúð með Hamassamtökunum og hryðjuverkum þeirra. Rökréttasta skýringin er að þeir vilja ekki að Hamas skili gíslunum til fjölskyldna sinna í Ísrael og láti af hryðjuverkum. Helsta áherslumál þessara einstaklinga er því augljóslega ekki að stríðinu ljúki heldur að þeirra hlið „vinni“, eins ómöguleg og sú útkoma er. Þeir eru því ekki raunverulegir talsmenn friðar heldur fótgönguliðar Hamassamtakanna í eins konar innfluttu menningarstríði. Afleiðingin er sú að þeir mæla einungis fyrir aðgerðum sem munu reynast algjörlega marklausar. Mun einhver í ísraelskum háskólum sakna mögulegs samstarfs við Háskóla Íslands? Myndi sniðganga á Eurovision hafa nokkur áhrif út fyrir landsteinana? Það er í hæsta máta ólíklegt. Verði sniðgangan gegn Eurovision að veruleika mun hún hins vegar vekja reiði fjölmargra Íslendinga sem væru sviknir um þátttöku í vinsælasta sjónvarpsviðburði ársins. Er það eitthvað sem samfélag okkar þarf, meiri reiði? Það er viðbúið að þessari reiði yrði að lokum beint að minnihlutahópi Gyðinga á Íslandi. Staðreyndin er sú að hatursglæpir gegn Gyðingum hafa sums staðar aukist þúsundfalt í kjölfar stríðsins í Ísrael, og Ísland er ekkert ónæmara fyrir hatursglæpum en önnur ríki. Það segir sig sjálft að það er stórvarasamt að haga fjölmiðlaumfjöllun og aktívisma í samræmi við hagsmuni Hamas, sem í stofnsáttmála sínum mæla fyrir algjörri útrýmingu Gyðinga. Af þeim sökum er nauðsynlegt að hafna innfluttu menningarstríði Hamassamtakanna á afgerandi hátt. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi og meðlimur Menningarfélags Gyðinga.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun