Bakpokinn Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 31. desember 2023 09:00 Vegferðin Lífið er stórkostlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er Jörðin. Það er við hæfi að staldra við á næsta steini og kíkja í bakpokann sem við öll berum en sýnum sjaldnast. Hvað þarf bakpokinn að innihalda fyrir komandi tíma? Fram undan eru áskoranir sem aldrei fyrr, sem hvorki verður skorast undan né flúið frá. Það er ekki um aðrar gistingar að ræða, ekki einu sinni fæðingarfjárhús. Sjálfbærnihraðal landsins verður að knýja af fullu afli til að tryggja afkomu þjóðar. Við þurfum að geta fætt okkur og klætt, haft ofan í okkur og á. Við þurfum húsnæði og að öllum sem hjá og með okkur búa líði sem best og fái notið sín sem þær einstöku, dýrmætu og fágætu manneskjur sem við öll erum. Loftslagsvá heimsins setur samhengi á heildrænar lausnir en staðbundnar útfærslur. Við sjáum reyk og finnum lykt og vitum vel að eldar loga á hótelinu, enn fremur skynjum við að eldvörnum og hegðun gesta er ábótavant til að takmarka og stöðva útbreiðslu loganna. Fólksflutningar verða vaxandi – fólk mun leita skjóls, hælis og skilnings – eins og eðlilegt er og ætla má. Heimsfararspá? Sérdeilis ekki. Raunsæi með yfirsýn. Mannkynið er fyllilega hæft til að leysa úr ofangreindum áskorunum, það ber með sér þekkingu og Sköpunarkraft sem leysa þarf úr læðingi með hvatningu og góðu viðhorfi. Nú er rétt að endurraða í bakpokann og létta á. Óleyst áföll skulu kvödd með djúpu þakklæti fyrir lærdóminn, en fá ekki lengur rými í dýrmætum bakpokanum – ekkert frekar en bölsýni, hjóm, úrtölur, hræðsla, flótti, smækkun, smættun og aðrir tilburðir sem deyfa Ljós og eðlislæga Sköpunargleði fólks. Mæli eindregið með að fylla bakpokann af kröftugum fríkeypis margföldurum; Þakklæti, Náð, Von, Gleði og Kærleika. Þeir virka eins og grænmeti; frábær framúrskarandi sjálfbær grunnfæða sem telur fátt sem ekkert í kaloríum en viðheldur orkunni lengi, stöðugt og í hærra lagi. Bætum síðan við rúgbrauði með smjérklípu og hreinni kæfu, flatbrauði með hangiketi og vatnssopa úr endurnýtanlega plastlausa brúsanum og munum að teygja vel og njóta útsýnisins þegar áð er. Íslendingar dvelja í vel útbúnu svítuherbergi með góðu útsýni og eru í framúrskarandi stöðu til að vera leiðandi og mótandi í forvörnum, viðbrögðum og framkvæmdum við rekstur þessa einstaka hótels Jarðar. Það er okkar hlutverk og tilgangur. Val er vald – veljum samstöðu & samvinnu í hvívetna með opin hjörtu og Kærleikann að leiðarljósi. Hökuna upp og andlitið í Ljósið Gleðilegt, gjöfult og gæfuríkt árið 2024 Höfundur er fjárfestir og fyrrum formaður FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áramót Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Vegferðin Lífið er stórkostlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er Jörðin. Það er við hæfi að staldra við á næsta steini og kíkja í bakpokann sem við öll berum en sýnum sjaldnast. Hvað þarf bakpokinn að innihalda fyrir komandi tíma? Fram undan eru áskoranir sem aldrei fyrr, sem hvorki verður skorast undan né flúið frá. Það er ekki um aðrar gistingar að ræða, ekki einu sinni fæðingarfjárhús. Sjálfbærnihraðal landsins verður að knýja af fullu afli til að tryggja afkomu þjóðar. Við þurfum að geta fætt okkur og klætt, haft ofan í okkur og á. Við þurfum húsnæði og að öllum sem hjá og með okkur búa líði sem best og fái notið sín sem þær einstöku, dýrmætu og fágætu manneskjur sem við öll erum. Loftslagsvá heimsins setur samhengi á heildrænar lausnir en staðbundnar útfærslur. Við sjáum reyk og finnum lykt og vitum vel að eldar loga á hótelinu, enn fremur skynjum við að eldvörnum og hegðun gesta er ábótavant til að takmarka og stöðva útbreiðslu loganna. Fólksflutningar verða vaxandi – fólk mun leita skjóls, hælis og skilnings – eins og eðlilegt er og ætla má. Heimsfararspá? Sérdeilis ekki. Raunsæi með yfirsýn. Mannkynið er fyllilega hæft til að leysa úr ofangreindum áskorunum, það ber með sér þekkingu og Sköpunarkraft sem leysa þarf úr læðingi með hvatningu og góðu viðhorfi. Nú er rétt að endurraða í bakpokann og létta á. Óleyst áföll skulu kvödd með djúpu þakklæti fyrir lærdóminn, en fá ekki lengur rými í dýrmætum bakpokanum – ekkert frekar en bölsýni, hjóm, úrtölur, hræðsla, flótti, smækkun, smættun og aðrir tilburðir sem deyfa Ljós og eðlislæga Sköpunargleði fólks. Mæli eindregið með að fylla bakpokann af kröftugum fríkeypis margföldurum; Þakklæti, Náð, Von, Gleði og Kærleika. Þeir virka eins og grænmeti; frábær framúrskarandi sjálfbær grunnfæða sem telur fátt sem ekkert í kaloríum en viðheldur orkunni lengi, stöðugt og í hærra lagi. Bætum síðan við rúgbrauði með smjérklípu og hreinni kæfu, flatbrauði með hangiketi og vatnssopa úr endurnýtanlega plastlausa brúsanum og munum að teygja vel og njóta útsýnisins þegar áð er. Íslendingar dvelja í vel útbúnu svítuherbergi með góðu útsýni og eru í framúrskarandi stöðu til að vera leiðandi og mótandi í forvörnum, viðbrögðum og framkvæmdum við rekstur þessa einstaka hótels Jarðar. Það er okkar hlutverk og tilgangur. Val er vald – veljum samstöðu & samvinnu í hvívetna með opin hjörtu og Kærleikann að leiðarljósi. Hökuna upp og andlitið í Ljósið Gleðilegt, gjöfult og gæfuríkt árið 2024 Höfundur er fjárfestir og fyrrum formaður FKA.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar