Ekki stóð á svarinu og deilir parið glaðlegum ljósmyndum af augnablikinu á Instagram og uppskera þar flóð hamingjuóska frá vinum og fjölskyldu.
Hrafnhildur og Ágúst eru búsett í Danmörku þar sem Ágúst hefur getið á sér gott orð með handboltaliðinu Ribe-Esbjerg á Jótlandi. Bónorðið var borið upp í Reykjavík en parið kynntist árið 2017. Saman eiga þau tvíbura á þriðja aldursári.
Ágúst Elí átti nýverið stóran þátt í sigri liðsins á toppliði Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta fyrr í mánuðinum. Ribe-Esbjerg situr nú í sjötta sæti deildarinnar.