Stöð 2 Sport
Sportsíldin 2023 hefst kl. 16:00. Veglegt áramótauppgjör þar sem Guðmundur Benediktsson og Kjartan Atli Kjartansson gera upp íþróttaárið í máli og myndum. Gestir þáttarins eru Dagur Sigurðsson, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Kristjana Arnarsdóttir og Teitur Örlygsson.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 11:20 hefst útsending frá leik Real Madrid - Valencia í spænsku ACB deildinni í körfubolta.
Klukkan 17:55 er svo fyrsti NFL leikur dagsins á dagskrá og er það viðureign Ravens og Dolphins
Síðasti NFL leikur dagsins er einnig á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 21:20 hefst bein útsending frá viðureign Chiefs og Bengals.
Stöð 2 Sport 3
NFL Red Zone verður á Stöð 2 Sport 3 og fer í loftið kl. 17:45
Stöð 2 Sport 4
Einn NBA leikur á gamlársdag hefst á kristilegum tíma og það er viðureign Wizards og Hawks. Hann verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.