„Allan daginn og alltaf JÁ. Gamlársdagur var fullkominn,“ skrifaði parið og birti fallega myndasyrpu af þeim á samfélagsmiðlinum Instagram.
Júlíana og Sara og Andri byrjuðu saman sumarið 2019. Bæði eiga þau tvö börn úr fyrri samböndum.
Júlíana Sara var ein af handritshöfundum Áramótaskaupsins 2023 en er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í gamanþáttaröðunum, Þær tvær og Venjulegt fólk.
Dreifði blárri gufu fyrir Birgittu
Andri starfar sem þyrluflugmaður hjá Landhelgisgæslunni og var sá sem kom að kynjaveislu stjörnuparsins Birgittu Lífar Björnsdóttur og Enoks Jónssonar síðastliðið sumar þar sem hann dreifði blárri gufu yfir sjóinn við Ægisíðu.
Í kjölfarið var athæfið gagnrýnt á samfélagsmiðlum þar sem fólk velti fyrir sér kostnaði og umhverfisáhrifum flugferðarinnar.
„Þetta var örugglega ódýrasta þyrluflug sem ég hef flogið. Þetta var bara klink miðað við það sem ferðamenn og aðrir eyða,“ sagði Andri í samtali við Viðskiptablaðið.

Júlíana Sara og Andri sameinuðu krafta sína í Áramótaskaupinu í atriði þar sem gert var grín að LXS-vinkvennahópnum og kynjaveislunni í sumar. Nú voru LXS stelpurnar í heita pottinum í sumarbústað og sú sem Júlíana Sara lék var búin að fá sér hund. Nema hún kallaði til þyrlu sem dældi út blárri gufu til að tilkynna kyn hundsins. Andri var í þyrlunni og sá um þann þátt atriðisins.