Millimetrarnir sem breyttu úrslitaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2024 11:30 Eins og sjá má var Luke Littler nokkrum millimetrum frá því að taka 112 út í oddalegg í sjöunda setti í úrslitaleiknum gegn Luke Humphries. Luke Humphries varð heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn í gær eftir sigur á ungstirninu Luke Littler, 7-4, í úrslitaleik í Alexandra höllinni í London. Úrslitin hefðu samt hæglega getað orðið önnur ef Littler hefði komist í 5-2 eins og hann var hársbreidd frá því að gera. Humphries vann tvö af fyrstu þremur settunum í úrslitaleiknum í gær en þá tók Littler yfir, vann þrjú sett í röð og komst í 4-2. Hann fékk svo tækifæri til að komast í 5-2 í oddalegg í sjöunda setti. Littler þurfti að taka 112 út og negldi síðustu pílunni í átt að tvöföldum tveimur reitnum. Pílan hafnaði hins vegar röngu megin við vírinn og Littler mistókst því að taka 112 út. Engu mátti muna eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. HUMPHRIES HANGING IN THERE!A dramatic ending to set seven!Luke Littler misses D2 for a 5-2 lead, allowing Luke Humphries to halve the deficit! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/lMUtpwstMP— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Humphries nýtti sér þetta, tók 28 út með því að kasta pílunni í tvöfaldan fjórtán reitinn og vann settið, 4-3. Hann leit aldrei um öxl eftir þetta, vann næstu fjögur sett og tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Hinn sextán ára Littler varð að gera sér 2. sætið að góðu en hann mun eflaust svekkja sig í einhvern tíma á því að hafa ekki tekist að setja píluna í tvöfaldan tvo og komast þar með í 5-2 í úrslitaleiknum. „Luke á þetta skilið,“ sagði Littler eftir tapið í gær. „Ég komst í úrslitaleikinn og gæti ekki komist í annan úrslitaleik næstu fimm eða tíu ár. Við vitum ekki hvernig þetta spilast en nú get ég sagt að ég sé næstbestur. Ég vil bara halda áfram og reyna að vinna þetta í framtíðinni.“ Fyrir sigurinn á HM fékk Humphries hálfa milljón punda í verðlaunafé. Það jafngildir rúmlega 87,6 milljónum íslenskra króna. Littler fékk aftur á móti tvö hundruð þúsund pund (35 milljónir króna) fyrir 2. sætið á mótinu. Pílukast Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira
Humphries vann tvö af fyrstu þremur settunum í úrslitaleiknum í gær en þá tók Littler yfir, vann þrjú sett í röð og komst í 4-2. Hann fékk svo tækifæri til að komast í 5-2 í oddalegg í sjöunda setti. Littler þurfti að taka 112 út og negldi síðustu pílunni í átt að tvöföldum tveimur reitnum. Pílan hafnaði hins vegar röngu megin við vírinn og Littler mistókst því að taka 112 út. Engu mátti muna eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. HUMPHRIES HANGING IN THERE!A dramatic ending to set seven!Luke Littler misses D2 for a 5-2 lead, allowing Luke Humphries to halve the deficit! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/lMUtpwstMP— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Humphries nýtti sér þetta, tók 28 út með því að kasta pílunni í tvöfaldan fjórtán reitinn og vann settið, 4-3. Hann leit aldrei um öxl eftir þetta, vann næstu fjögur sett og tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Hinn sextán ára Littler varð að gera sér 2. sætið að góðu en hann mun eflaust svekkja sig í einhvern tíma á því að hafa ekki tekist að setja píluna í tvöfaldan tvo og komast þar með í 5-2 í úrslitaleiknum. „Luke á þetta skilið,“ sagði Littler eftir tapið í gær. „Ég komst í úrslitaleikinn og gæti ekki komist í annan úrslitaleik næstu fimm eða tíu ár. Við vitum ekki hvernig þetta spilast en nú get ég sagt að ég sé næstbestur. Ég vil bara halda áfram og reyna að vinna þetta í framtíðinni.“ Fyrir sigurinn á HM fékk Humphries hálfa milljón punda í verðlaunafé. Það jafngildir rúmlega 87,6 milljónum íslenskra króna. Littler fékk aftur á móti tvö hundruð þúsund pund (35 milljónir króna) fyrir 2. sætið á mótinu.
Pílukast Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira