Aðstoðarmaðurinn þurfti að sofa á gólfinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2024 13:01 Kristín með syni sínum Kristni á bráðamótttökunni um miðjan desember. Hún segir þau alltaf hafa fengið góða þjónustu á spítalanum. Kristín Waage Móðir fjölfatlaðs manns sem reglulega þarf að sækja læknisþjónustu á bráðamóttöku Landspítalans segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins líkt og nú vegna ástandsins á spítalanum. Aðstoðarmaður hans varð að sofa á gólfinu á dögunum. Hún segist gríðarlega þakklát starfsfólki sem vinni við ömurlegar aðstæður. Kristín Waage segist í samtali við Vísi fyrst og fremst vilja hrósa starfsfólki bráðamótttökunnar sem vinni gríðarlega gott starf. Sonur Kristínar, Kristinn Sigurður Ásgeirsson, er fjölfatlaður og þurfti að sækja sér læknisþjónustu á bráðamóttökuna í upphafi ársins líkt og oft áður. Már Kristjánsson, læknir og framkvæmdastjóri lyflækninga-og bráðasviðs Landspítalans sagði við fréttastofu í gær að hann hefði aldrei séð það svartara. Spítalinn væri yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leiti til bráðamóttöku allt að átta klukkustundir. Kristín gerir áhyggjum sínum af ástandinu jafnframt skil í Facebook færslu. Þar segir hún sig og son sinn alla tíð hafa fengið mjög góða þjónustu á Bráðamóttökunni. „En í ár þann 2. og 3. janúar hef ég aldrei orðið vitni að öðru eins. Við biðum frá hádegi og til klukkan 21:30 eftir þjónustu,“ segir Kristín. Loks þegar Kristinn hafi komist að inn á stofu til aðhlynningar hafi komið í ljós að hann þyrfti að eyða nóttinni á spítalanum. „Þar sem hann er fjölfatlaður þarf hann að hafa aðstoðarmann sér við hlið allan sólarhringinn. Í þetta sinn var ekki hægt að fá auka rúm eða lazy boy stól. Aðstoðarmaðurinn neyddist til að sofa á gólfinu með úlpuna mína og sonar míns yfir sé.“ Vaninn sé að aðstoðarfólkið fái í hið minnsta stól til að sofa í. Kristín tekur fram að hún viti að þetta sé ekki starfsfólki bráðamótttökunnar að kenna. Ljóst sé hinsvegar að húsnæðið og öll aðstaða sé ekki mönnum bjóðandi. „Starfsfólki bráðamótttökunnar vil ég þakka fyrir frábær störf gegnum árin og ég vona svo sannarlega að aðstæður eigi eftir að breytast til batnaðar. Það þarf að lyfta grettistaki í þjóðfélagi okkar Íslendinga.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Kristín Waage segist í samtali við Vísi fyrst og fremst vilja hrósa starfsfólki bráðamótttökunnar sem vinni gríðarlega gott starf. Sonur Kristínar, Kristinn Sigurður Ásgeirsson, er fjölfatlaður og þurfti að sækja sér læknisþjónustu á bráðamóttökuna í upphafi ársins líkt og oft áður. Már Kristjánsson, læknir og framkvæmdastjóri lyflækninga-og bráðasviðs Landspítalans sagði við fréttastofu í gær að hann hefði aldrei séð það svartara. Spítalinn væri yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leiti til bráðamóttöku allt að átta klukkustundir. Kristín gerir áhyggjum sínum af ástandinu jafnframt skil í Facebook færslu. Þar segir hún sig og son sinn alla tíð hafa fengið mjög góða þjónustu á Bráðamóttökunni. „En í ár þann 2. og 3. janúar hef ég aldrei orðið vitni að öðru eins. Við biðum frá hádegi og til klukkan 21:30 eftir þjónustu,“ segir Kristín. Loks þegar Kristinn hafi komist að inn á stofu til aðhlynningar hafi komið í ljós að hann þyrfti að eyða nóttinni á spítalanum. „Þar sem hann er fjölfatlaður þarf hann að hafa aðstoðarmann sér við hlið allan sólarhringinn. Í þetta sinn var ekki hægt að fá auka rúm eða lazy boy stól. Aðstoðarmaðurinn neyddist til að sofa á gólfinu með úlpuna mína og sonar míns yfir sé.“ Vaninn sé að aðstoðarfólkið fái í hið minnsta stól til að sofa í. Kristín tekur fram að hún viti að þetta sé ekki starfsfólki bráðamótttökunnar að kenna. Ljóst sé hinsvegar að húsnæðið og öll aðstaða sé ekki mönnum bjóðandi. „Starfsfólki bráðamótttökunnar vil ég þakka fyrir frábær störf gegnum árin og ég vona svo sannarlega að aðstæður eigi eftir að breytast til batnaðar. Það þarf að lyfta grettistaki í þjóðfélagi okkar Íslendinga.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira