Komum fólki undan morðingjum Ísraelshers - Opið bréf til félagsmálaráðherra Hjálmtýr Heiðdal og Sema Erla Serdaroglu skrifa 5. janúar 2024 17:00 Guðmundur Ingi Guðbrandssonfélags- og vinnumálaráðherra Þann 29. desember 2023 sendum við þér formlega beiðni um fund fyrir hönd Palestínufólks á Íslandi sem hefur fengið samþykkta fjölskyldusameiningu og bíður þess að fá ástvini sína til Íslands, félagsins Íslands – Palestína, Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi og No borders. Þann 3. janúar s.l. var beiðnin um fund ítrekuð. Þar sem við höfum ekki fengið nein viðbrögð við beiðninni sjáum við ekki annað í stöðunni en að skrifa þetta opna bréf. Málið varðar líf fólks og þolir hreinlega ekki bið! Eins og vitað er, þá er hér á landi hópur af Palestínufólki sem hefur fengið samþykkt dvalarleyfi fyrir fjölskyldumeðlimi á grundvelli fjölskyldusameiningar á síðustu vikum og mánuðum. Um er að ræða rúmlega 100 einstaklinga sem hafa fengið slík dvalarleyfi og ættu, eðli málsins samkvæmt, að vera löngu komnir til Íslands en þau eru hins vegar öll enn á Gaza þar sem þau eru í lífshættu. Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að Vinnumálastofnun hafi sent beiðni til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM) um aðstoð við flutning á fólkinu til Íslands. Í svari félags- og vinnumálaráðherra til fréttastofu Stöðvar 2 þann 20. desember 2023 segir „að engin frekari aðkoma ráðuneytisins eða Vinnumálastofnunar sé að ferlinu þegar kemur að flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM en að á Gasa sé staðan sú að fólk kemst almennt ekki yfir til nágrannaríkjanna.“ Í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 29. desember 2023 er haft eftir þér að „málið sé flókið og verið sé að skoða ýmsa möguleika“ án þess þó að segja hvað sé raunverulega verið að gera til þess að koma fólkinu til Íslands, ef nokkuð. Sama dag segir þú í samtali við mbl.is að „það er allt saman klárt fyrir fjölskyldusameiningar, þannig að það í rauninni strandar á því að fólk komist út af svæðinu.“ Síðan þá er liðin vika og þau sem bíða eftir fjölskyldumeðlimum sínum frá Gaza bíða enn svara. Þó er ljóst að í hverri viku er verið að flytja fjölda fólks frá Gaza til nágrannaríkja, sem og til ríkja eins og Kanada, Bretlands, Ástralíu, Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands og nágrannaríkja okkar Svíþjóðar og Noregs. Palestínufólk á Íslandi fylgist með því að verið sé að koma fólki undan ítrekuðum fjöldamorðum og þjóðernishreinsunum Ísraelsríkis á sama tíma og fjölskyldumeðlimir þeirra eru myrtir og engin almennileg svör berast frá íslenskum stjórnvöldum um hvenær von sé á fjölskyldumeðlimum þeirra, sem mögulega eru enn á lífi, til landsins. Af orðum þínum og fleiri ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er erfitt að skilja hver staða Palestínufólksins á Gaza sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi er og hvenær von sé á þeim til Íslands. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Palestínufólks og stuðningsfólks þeirra til þess að fá skýrari mynd á málið er lítið um svör frá stjórnvöldum og þegar þau berast eru þau óskýr. Skortur á svörum, óskýrleiki í samskiptum við Palestínufólk og aðgerðaleysi er óásættanlegt þegar við erum að horfa upp á þjóðarmorð í Palestínu. Óvissan sem íslensk stjórnvöld hafa skapað fyrir Palestínufólk á Íslandi er til skammar. Hluti af því Palestínufólki sem bíður ástvina sinna hefur tekið upp á því örþrifaráði að setja upp tjaldbúðir fyrir framan Alþingi í þeim tilgangi að ná eyrum ykkar. Þar hafa þau nú dvalið í 10 sólarhringa í nístingskulda í þeim tilgangi að mótmæla aðgerðaleysi ykkar og hvetja ykkur til þess að eiga samtal við þau. Þögn ykkar er ærandi! Þögn ykkar er óásættanleg. Við ítrekum hér með beiðni okkar um fund með þér, Guðmundur Ingi, félags- og vinnumálaráðherra sem allra fyrst, í þeim tilgangi að fá skýrari svör um hvers vegna Palestínufólk sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar sé enn á Gaza þrátt fyrir að fjöldi ríkja sé að sækja fólk þangað á hverjum degi, hvað þið eruð að gera til þess að sækja fólki og hvenær við megum eiga von á þeim til landsins. Með von um skjót og góð viðbrögð, Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland – Palestína. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris. fyrir hönd, Palestínufólks á ÍslandiFélagsins Ísland – PalestínaSolaris – hjálparsamtaka fyrirhælisleitendur og flóttafólk á ÍslandiNo Borders Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandssonfélags- og vinnumálaráðherra Þann 29. desember 2023 sendum við þér formlega beiðni um fund fyrir hönd Palestínufólks á Íslandi sem hefur fengið samþykkta fjölskyldusameiningu og bíður þess að fá ástvini sína til Íslands, félagsins Íslands – Palestína, Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi og No borders. Þann 3. janúar s.l. var beiðnin um fund ítrekuð. Þar sem við höfum ekki fengið nein viðbrögð við beiðninni sjáum við ekki annað í stöðunni en að skrifa þetta opna bréf. Málið varðar líf fólks og þolir hreinlega ekki bið! Eins og vitað er, þá er hér á landi hópur af Palestínufólki sem hefur fengið samþykkt dvalarleyfi fyrir fjölskyldumeðlimi á grundvelli fjölskyldusameiningar á síðustu vikum og mánuðum. Um er að ræða rúmlega 100 einstaklinga sem hafa fengið slík dvalarleyfi og ættu, eðli málsins samkvæmt, að vera löngu komnir til Íslands en þau eru hins vegar öll enn á Gaza þar sem þau eru í lífshættu. Íslensk stjórnvöld hafa greint frá því að Vinnumálastofnun hafi sent beiðni til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM) um aðstoð við flutning á fólkinu til Íslands. Í svari félags- og vinnumálaráðherra til fréttastofu Stöðvar 2 þann 20. desember 2023 segir „að engin frekari aðkoma ráðuneytisins eða Vinnumálastofnunar sé að ferlinu þegar kemur að flutningi fólks til landsins með aðkomu IOM en að á Gasa sé staðan sú að fólk kemst almennt ekki yfir til nágrannaríkjanna.“ Í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 29. desember 2023 er haft eftir þér að „málið sé flókið og verið sé að skoða ýmsa möguleika“ án þess þó að segja hvað sé raunverulega verið að gera til þess að koma fólkinu til Íslands, ef nokkuð. Sama dag segir þú í samtali við mbl.is að „það er allt saman klárt fyrir fjölskyldusameiningar, þannig að það í rauninni strandar á því að fólk komist út af svæðinu.“ Síðan þá er liðin vika og þau sem bíða eftir fjölskyldumeðlimum sínum frá Gaza bíða enn svara. Þó er ljóst að í hverri viku er verið að flytja fjölda fólks frá Gaza til nágrannaríkja, sem og til ríkja eins og Kanada, Bretlands, Ástralíu, Bandaríkjanna, Þýskalands, Frakklands og nágrannaríkja okkar Svíþjóðar og Noregs. Palestínufólk á Íslandi fylgist með því að verið sé að koma fólki undan ítrekuðum fjöldamorðum og þjóðernishreinsunum Ísraelsríkis á sama tíma og fjölskyldumeðlimir þeirra eru myrtir og engin almennileg svör berast frá íslenskum stjórnvöldum um hvenær von sé á fjölskyldumeðlimum þeirra, sem mögulega eru enn á lífi, til landsins. Af orðum þínum og fleiri ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er erfitt að skilja hver staða Palestínufólksins á Gaza sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi er og hvenær von sé á þeim til Íslands. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Palestínufólks og stuðningsfólks þeirra til þess að fá skýrari mynd á málið er lítið um svör frá stjórnvöldum og þegar þau berast eru þau óskýr. Skortur á svörum, óskýrleiki í samskiptum við Palestínufólk og aðgerðaleysi er óásættanlegt þegar við erum að horfa upp á þjóðarmorð í Palestínu. Óvissan sem íslensk stjórnvöld hafa skapað fyrir Palestínufólk á Íslandi er til skammar. Hluti af því Palestínufólki sem bíður ástvina sinna hefur tekið upp á því örþrifaráði að setja upp tjaldbúðir fyrir framan Alþingi í þeim tilgangi að ná eyrum ykkar. Þar hafa þau nú dvalið í 10 sólarhringa í nístingskulda í þeim tilgangi að mótmæla aðgerðaleysi ykkar og hvetja ykkur til þess að eiga samtal við þau. Þögn ykkar er ærandi! Þögn ykkar er óásættanleg. Við ítrekum hér með beiðni okkar um fund með þér, Guðmundur Ingi, félags- og vinnumálaráðherra sem allra fyrst, í þeim tilgangi að fá skýrari svör um hvers vegna Palestínufólk sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar sé enn á Gaza þrátt fyrir að fjöldi ríkja sé að sækja fólk þangað á hverjum degi, hvað þið eruð að gera til þess að sækja fólki og hvenær við megum eiga von á þeim til landsins. Með von um skjót og góð viðbrögð, Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland – Palestína. Sema Erla Serdaroglu, formaður Solaris. fyrir hönd, Palestínufólks á ÍslandiFélagsins Ísland – PalestínaSolaris – hjálparsamtaka fyrirhælisleitendur og flóttafólk á ÍslandiNo Borders
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun