„Síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið“ Aron Guðmundsson skrifar 6. janúar 2024 15:39 Freyr Alexandersson er orðinn þjálfari Kortrijk í Belgíu. Kortrijk Í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld verður rætt við Frey Alexandersson, nýráðinn þjálfara belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk. Þar fer Freyr yfir rússíbanareið undanfarinna vikna, ákvörðunin að halda til Kortrijk sem er í miklu basli heima fyrir þessa dagana og hefur upplifað mikinn óstöðugleika undanfarin ár. Freyr skrifaði í gær undir samning til sumarsins 2026 við KV Kortrijk og er hann keyptur til félagsins frá danska liðinu Lyngby. Kaupverðið talið nema um 40 milljónum íslenskra króna en hjá Lyngby hafði Freyr gert frábæra hluti og fest liðið í sessi í dönsku úrvalsdeildinni. „Síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið og þá kannski sérstaklega síðustu fjórir til fimm dagar. Tilfinningin með þessi skipti er hins vegar góð. Ég er kominn til Spánar núna í æfingaferð með liðinu eftir að hafa varið fyrsta vinnudegi mínum hjá félaginu í Kortrijk í gær. Það var góður dagur þar sem að við náðum að áorka miklu. Ég er kominn yfir þess helstu tilfinningar í tengslum við þá tilfinningaflækju sem maður upplifir við þessi skipti frá Lyngby yfir til Kortrijk. Nú hlakka ég bara til að takast á við þetta krefjandi verkefni.“ Klippa: Freyr: Skammtímaverkefnið er gríðarlega spennandi Var búinn að ákveða að framlengja ekki við Lyngby Þú nefnir þarna tilfinningarnar. Hverjar hafa þær akkúrat verið núna undanfarið? Því maður myndi ætla að þær væru margskonar. „Já. Það var erfitt að fara frá Lyngby. Í fótboltanum er maður alltaf að reyna finna réttu tímasetninguna. Ég er búinn að eiga góða fundi með forráðamönnum Lyngby núna yfir lengri tíma varðandi það hvernig við getum tekið félagið á næsta stig. Staðan hjá Lyngby lítur vel út, við höfum náð þeim markmiðum sem við settum okkur, en svo vildi ég fara að taka næsta skref með félagið. Við fundum ekki flöt á því hvernig við myndum ná því. Þá vorum við farnir að leiða hugann að því hvort ég myndi hætta sem þjálfari liðsins næsta sumar eða hvort við myndum framlengja samninginn okkar á milli. Ég var kominn á það að ég myndi ekki framlengja samning minn. Þeir möguleikar sem hafa komið upp á borðið upp á síðkastið, ég hef þurft að skoða þá alvarlega. En með þessum skiptum núna gefst einnig meiri tími fyrir nýjan þjálfara Lyngby að setja sitt fingrafar á félagið heldur en ef þessi atburðarás hefði átt sér stað í sumar. Vetrarglugginn í Danmörku er lengri heldur en sumarglugginn.“ Freyr er gríðarlega þakklátur öllum hjá Lyngby fyrir það hvernig hann fékk að enda tíma sinn sem þjálfari félagsins. „Þetta gerist á mjög fallegan hátt og samstarfið tekur enda í góðri sátt hjá öllum sem koma að þessu. Það eru forréttindi. Það gerist ekki oft í fótboltanum. Þetta voru því falleg og góð endalok á okkar samstarfi.“ Viðtalið við Frey í lengri útgáfu, þar sem að hann ræðir meðal annars stóra verkefnið framundan, má sjá í Sportpakka kvöldsins að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. Belgíski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Freyr skrifaði í gær undir samning til sumarsins 2026 við KV Kortrijk og er hann keyptur til félagsins frá danska liðinu Lyngby. Kaupverðið talið nema um 40 milljónum íslenskra króna en hjá Lyngby hafði Freyr gert frábæra hluti og fest liðið í sessi í dönsku úrvalsdeildinni. „Síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið og þá kannski sérstaklega síðustu fjórir til fimm dagar. Tilfinningin með þessi skipti er hins vegar góð. Ég er kominn til Spánar núna í æfingaferð með liðinu eftir að hafa varið fyrsta vinnudegi mínum hjá félaginu í Kortrijk í gær. Það var góður dagur þar sem að við náðum að áorka miklu. Ég er kominn yfir þess helstu tilfinningar í tengslum við þá tilfinningaflækju sem maður upplifir við þessi skipti frá Lyngby yfir til Kortrijk. Nú hlakka ég bara til að takast á við þetta krefjandi verkefni.“ Klippa: Freyr: Skammtímaverkefnið er gríðarlega spennandi Var búinn að ákveða að framlengja ekki við Lyngby Þú nefnir þarna tilfinningarnar. Hverjar hafa þær akkúrat verið núna undanfarið? Því maður myndi ætla að þær væru margskonar. „Já. Það var erfitt að fara frá Lyngby. Í fótboltanum er maður alltaf að reyna finna réttu tímasetninguna. Ég er búinn að eiga góða fundi með forráðamönnum Lyngby núna yfir lengri tíma varðandi það hvernig við getum tekið félagið á næsta stig. Staðan hjá Lyngby lítur vel út, við höfum náð þeim markmiðum sem við settum okkur, en svo vildi ég fara að taka næsta skref með félagið. Við fundum ekki flöt á því hvernig við myndum ná því. Þá vorum við farnir að leiða hugann að því hvort ég myndi hætta sem þjálfari liðsins næsta sumar eða hvort við myndum framlengja samninginn okkar á milli. Ég var kominn á það að ég myndi ekki framlengja samning minn. Þeir möguleikar sem hafa komið upp á borðið upp á síðkastið, ég hef þurft að skoða þá alvarlega. En með þessum skiptum núna gefst einnig meiri tími fyrir nýjan þjálfara Lyngby að setja sitt fingrafar á félagið heldur en ef þessi atburðarás hefði átt sér stað í sumar. Vetrarglugginn í Danmörku er lengri heldur en sumarglugginn.“ Freyr er gríðarlega þakklátur öllum hjá Lyngby fyrir það hvernig hann fékk að enda tíma sinn sem þjálfari félagsins. „Þetta gerist á mjög fallegan hátt og samstarfið tekur enda í góðri sátt hjá öllum sem koma að þessu. Það eru forréttindi. Það gerist ekki oft í fótboltanum. Þetta voru því falleg og góð endalok á okkar samstarfi.“ Viðtalið við Frey í lengri útgáfu, þar sem að hann ræðir meðal annars stóra verkefnið framundan, má sjá í Sportpakka kvöldsins að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.
Belgíski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira