Halla Tómasdóttir liggur undir feldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2024 13:11 Halla Tómasdóttir var með næst flest atkvæði í forsetakosningunum árið 2016 þegar Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn. Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að hún muni gefa sér tíma í að hugsa það vandlega hvort hún muni bjóða sig fram í forsetakosningunum í ár. Þetta kemur fram í færslu frá Höllu á samfélagsmiðlinum Facebook. Halla bauð sig fram til forseta árið 2016 og hlaut næstflestan fjölda atkvæða í kosningunum, 27,9 prósent, á eftir Guðna Th. Jóhannessyni sem þá var kjörinn forseti með 39,1 prósent atkvæða. Eins og fram hefur komið hyggst Guðni ekki bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum sem fram fara í sumar. „Það kom mér verulega á óvart þegar Guðni forseti tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér þriðja kjörtímabilið. Ég, eins og flestir, gerði einfaldlega ráð fyrir því að svo yrði. Ég skil hinsvegar vel ákvörðun hans, og þeirra hjóna, sem velja nú að halda inn á nýjar brautir eftir átta ár í farsælli þjónustu fyrir þjóðina,“ skrifar Halla nú. Hún segist hrærð og þakklát fyrir fallegu skilaboð og hvatningu sem hún hafi fengið undanfarna daga um að gefa kost á sér í kosningunum. Halla segist alls ekki telja sjálfsagt að hún komi upp í huga fólks sem mögulegur forseti þó hún hafi gefið kost á sér árið 2016 og notið góðs fylgis á lokasprettinum. Líður vel í núverandi starfi „Fyrir sex árum bauðst mér að leiða B Team, samtök alþjóðlegra leiðtoga sem eru hreyfiafl til góðs í umhverfismálum, réttlæti og bættu siðferði á heimsvísu. Ég hef notið hverrar mínútu í þessu starfi mínu erlendis og hef því ekkert verið að velta fyrir mér öðru forsetaframboði.“ Halla segir stór og mikilvæg verkefni framundan í hennar störfum sem hún þurfi að einbeita sér að. „En ég mun gefa mér tíma til að hugsa þetta mál vandlega,“ skrifar Halla. Hún segir það skipta sig máli að þjóðin velji sér góðan forseta og segist hún treysta henni vel til þess. Hún voni að sá forseti verði áfram sameiningarákn þjóðarinnar, tali í hana kjark, sinni embættinu af bæði mennsku og ástríðu fyrir þeim tækifærum sem felist í náttúrunni, menningu og samfélagi. „Ég elska Ísland og mun ávallt vera talsmaður alls þess sem við höfum fram að færa og vona einlæglega að nýr forseti sjái hversu stórt hlutverk Íslands getur verið í heimi sem þarfnast fleiri frumkvöðla og leiðtoga sem einsetja sér að leysa þær áskoranir og nýta þau tækifæri sem blasa við á sviði sjálfbærni, friðar og jafnréttis fyrir alla.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Hlynur Jónsson leggst undir forsetafeld Hlynur M. Jónsson, fasteignamiðlari og áhrifavaldur, hefur tjáð fylgjendum sínum að hann sé að íhuga framboð til forseta Íslands í forsetakosningum árið 2024. 6. janúar 2024 22:52 Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35 Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu frá Höllu á samfélagsmiðlinum Facebook. Halla bauð sig fram til forseta árið 2016 og hlaut næstflestan fjölda atkvæða í kosningunum, 27,9 prósent, á eftir Guðna Th. Jóhannessyni sem þá var kjörinn forseti með 39,1 prósent atkvæða. Eins og fram hefur komið hyggst Guðni ekki bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum sem fram fara í sumar. „Það kom mér verulega á óvart þegar Guðni forseti tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér þriðja kjörtímabilið. Ég, eins og flestir, gerði einfaldlega ráð fyrir því að svo yrði. Ég skil hinsvegar vel ákvörðun hans, og þeirra hjóna, sem velja nú að halda inn á nýjar brautir eftir átta ár í farsælli þjónustu fyrir þjóðina,“ skrifar Halla nú. Hún segist hrærð og þakklát fyrir fallegu skilaboð og hvatningu sem hún hafi fengið undanfarna daga um að gefa kost á sér í kosningunum. Halla segist alls ekki telja sjálfsagt að hún komi upp í huga fólks sem mögulegur forseti þó hún hafi gefið kost á sér árið 2016 og notið góðs fylgis á lokasprettinum. Líður vel í núverandi starfi „Fyrir sex árum bauðst mér að leiða B Team, samtök alþjóðlegra leiðtoga sem eru hreyfiafl til góðs í umhverfismálum, réttlæti og bættu siðferði á heimsvísu. Ég hef notið hverrar mínútu í þessu starfi mínu erlendis og hef því ekkert verið að velta fyrir mér öðru forsetaframboði.“ Halla segir stór og mikilvæg verkefni framundan í hennar störfum sem hún þurfi að einbeita sér að. „En ég mun gefa mér tíma til að hugsa þetta mál vandlega,“ skrifar Halla. Hún segir það skipta sig máli að þjóðin velji sér góðan forseta og segist hún treysta henni vel til þess. Hún voni að sá forseti verði áfram sameiningarákn þjóðarinnar, tali í hana kjark, sinni embættinu af bæði mennsku og ástríðu fyrir þeim tækifærum sem felist í náttúrunni, menningu og samfélagi. „Ég elska Ísland og mun ávallt vera talsmaður alls þess sem við höfum fram að færa og vona einlæglega að nýr forseti sjái hversu stórt hlutverk Íslands getur verið í heimi sem þarfnast fleiri frumkvöðla og leiðtoga sem einsetja sér að leysa þær áskoranir og nýta þau tækifæri sem blasa við á sviði sjálfbærni, friðar og jafnréttis fyrir alla.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Hlynur Jónsson leggst undir forsetafeld Hlynur M. Jónsson, fasteignamiðlari og áhrifavaldur, hefur tjáð fylgjendum sínum að hann sé að íhuga framboð til forseta Íslands í forsetakosningum árið 2024. 6. janúar 2024 22:52 Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35 Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Hlynur Jónsson leggst undir forsetafeld Hlynur M. Jónsson, fasteignamiðlari og áhrifavaldur, hefur tjáð fylgjendum sínum að hann sé að íhuga framboð til forseta Íslands í forsetakosningum árið 2024. 6. janúar 2024 22:52
Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35
Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent