Vonar að fólk setji heilsuna í forgang
Sandra Björg Helgadóttir, þjálfari og áhrifavaldur fór hægt af stað inn í nýja árið og mælir með því að fólk setji heilsuna í forgang.
Mæðgnadagur
Móeiður Lárusdóttir varði síðastliðnum föstudegi með dætrum sínum.
Ár fjölskyldunnar
Helgi Ómarsson ljósmyndari og áhrifavaldur segir liðið ár ár fjölskyldunnar.
„2023 var ár fjölskyldunnar fyrir mig. Litlu fjölskyldunar minnar hér í Reykjavík, fjölskyldan mín heima á Seyðisfirði og fjölskylda þeirra sem ég elska. Ég gæti með engum orðum lýst þakklæti mínu gagnvart þeim, og hvað óveður getur raunverulega verið mikil gjöf.“
Fleiri stefnumót á nýju ári
Ástrós Traustadóttir og Adam Helgason fóru út að borða og á Áramótaskop Ara Eldjárns um helgina. Þá stefna þau á að fara á enn fleiri stefnumót á nýju ári.
Mömmur eru bestar
Tara Sif Birgisdóttir fasteignasali og dansari birti fallega færslu í tilefni af afmæli mömmu sinnar.
Styttist í frumburðinn
Birgitta Líf Björnsdóttir, markarðsstjóri og raunveruleikastjarna, birti glæsilegar óléttumyndir af sér.
Segir liðið ár mega „fokka sér“
Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir segir liðið ár mega fokka sér.
„Elskum meira, sýnum kærleik og samkennd - og plís, ekki eyða dýrmætum tíma í leiðindi og vesen. Skipun frá mér til þín.“
Manúela fékk heilablóðfall á árinu og þá gekk samband þeirra Eiðs Birgissonar á endanum ekki upp.
Kveðja Ísland í bili
Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og áhrifavaldur, og fjölskylda kveðja Ísland eftir gott frí.
„Árið okkar“
Fanney Ingvarsdóttir, markaðsfulltrúi Bioeffect og fyrrverandi fegurðardrottning, og unnusti hennar Teitur Páll Reynisson, tóku fagnandi á móti nýju ári.
Fjölskyldufrí í sólinni
Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og áhrifavaldur, og fjölskylda tóku á móti nýju ári í sólinni á spænsku eyjunni Fuerteventura.
Svala óbrjótanleg
Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir segist unbreakable, eða óbrjótanleg.
Ári eldri og stórglæsileg
Eva Ruza fagnaði 41 árs afmæli sínu á dögunum.
Glæsileg á Golden Globes
Laufey Lin tónlistarkona mætti glæsileg á Golden Globes verðlaunahátíðin í Beverly Hills í gærkvöldi.