Top Gun 3 í bígerð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2024 17:45 Cruise við tökur á hinni upprunalegu Top Gun. Vísir/Getty Þriðja myndin í spennumyndaröðinni Top Gun um flugmanninn færa Maverick er í bígerð hjá Paramount. Tom Cruise mun í þriðja sinn fara með aðalhlutverkið en hann gerði það fyrst árið 1986 og svo aftur í hittifyrra. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Warner Bros. Discovery hefur að sögn Hollywood Reporter gert samning við Tom Cruise um að leika í og framleiða myndir fyrir stúdíóið. Þar kemur einnig fram að framhaldsmynd Top Gun: Maverick hafi verið í undirbúningi síðan í haust. Maverick, nýjasta myndin í myndaröðinni, var gríðarlega vinsæl í kvikmyndahúsum Íslands og heimsins alls þegar hún kom í bíó árið 2022 og sagði leikstjórinn frægi Steven Spielberg að Tom Cruise, sem framleiddi hana ásamt að fara með aðalhlutverk myndarinnar, hafi bjargað kvikmyndaiðnaðinum úr fjötrum kórónuveirufaraldursins. Ekki má búast við myndinni á næstunni vegna þess að Tom Cruise er um þessar mundir önnum kafinn við framleiðslu áttundu myndarinnar um leynispæjarann Ethan Hunt í Mission Impossible-myndaröðinni. Ætlað er að hún komi út í maí á næsta ári og því enn langt í land. Vísir greindi til að mynda fyrst frá stiklum hinnar þá væntanlegu Top Gun: Maverick landsins tæpum tveimur árum áður en hún kom út. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Warner Bros. Discovery hefur að sögn Hollywood Reporter gert samning við Tom Cruise um að leika í og framleiða myndir fyrir stúdíóið. Þar kemur einnig fram að framhaldsmynd Top Gun: Maverick hafi verið í undirbúningi síðan í haust. Maverick, nýjasta myndin í myndaröðinni, var gríðarlega vinsæl í kvikmyndahúsum Íslands og heimsins alls þegar hún kom í bíó árið 2022 og sagði leikstjórinn frægi Steven Spielberg að Tom Cruise, sem framleiddi hana ásamt að fara með aðalhlutverk myndarinnar, hafi bjargað kvikmyndaiðnaðinum úr fjötrum kórónuveirufaraldursins. Ekki má búast við myndinni á næstunni vegna þess að Tom Cruise er um þessar mundir önnum kafinn við framleiðslu áttundu myndarinnar um leynispæjarann Ethan Hunt í Mission Impossible-myndaröðinni. Ætlað er að hún komi út í maí á næsta ári og því enn langt í land. Vísir greindi til að mynda fyrst frá stiklum hinnar þá væntanlegu Top Gun: Maverick landsins tæpum tveimur árum áður en hún kom út.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira