„Við erum með frábæra sóknarmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 12:01 Elvar Örn Jónsson er íslenska liðinu afar mikilvægur enda öflugur á báðum endum vallarins. Hér er hann í loftinu í leiknum gegn Serbum. VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson er tilbúinn í frekari átök gegn þungum og öflugum leikmönnum Svartfjallalands á EM í handbolta í dag, eftir að hafa leitt öfluga vörn Íslands í jafnteflinu við Serba á föstudaginn. „Mér leið svolítið skringilega eftir síðasta leik. Gríðarlega ánægður með að hafa náð þessu stigi en fyrir fram vildi ég vinna þennan leik. En við erum bara mjög glaðir með þetta stig. Þetta var hrikalega sterkt hjá okkur,“ sagði Elvar á æfingu í gær, þegar stutt stund gafst á milli stríða því næsti leikur er klukkan 17 í dag, að íslenskum tíma. „Mér fannst markvarsla og varnarleikur heilt yfir mjög góður gegn Serbum. Viktor var að verja frábærlega og mér fannst við ná flæðinu í varnarleiknum. Svo voru smáatriði í sóknarleiknum sem við gerðum svolítið illa, sem við erum búnir að skoða núna. Smáatriði sem klikkuðu. Þeir fengu að vera frekar fastir og við lentum í þeirri gryfju að vera allir að hnoðast. Við lögum það vel fyrir leikinn við Svartfjallaland,“ sagði Elvar og hefur ekki stórar áhyggjur af sóknarleiknum. Klippa: Elvar klár í frekari átök í dag „Ég hef fulla trú á okkur. Við erum með frábæra sóknarmenn, maður á mann. Við þurfum bara að fínstilla þessi smáatriði og þá hef ég fulla trú á að við spilum flottan leik. Við þurfum svo að halda þessum varnarleik áfram og ná auðveldum mörkum, með hraðaupphlaupum og með því að gera seinni bylgjuna betur,“ sagði Elvar. Þyngri og spila fastar Eins og fyrr segir eru það alvöru skrokkar sem Elvar og félagar þurfa að glíma við þegar þeir verjast í þeim riðli sem Ísland dróst í, gegn Serbum, Svartfellingum og Ungverjum. „Þetta eru stórir og þungir línumenn, og flottar skyttur. Aðeins þyngri og spila fastari bolta. Þetta eru gríðarleg átök sem eiga sér stað, en við erum tilbúnir í það. Svartfellingar eru með flotta leikmenn í flestum stöðum. Frábæran markmann sem er að spila gríðarlega vel í Þýskalandi. Hægri skytturnar eru gríðarlega öflugar. Flottir skotmenn. Þannig að við þurfum að kortleggja þá og ná upp sama flæði og geðveiki í varnarleiknum [eins og gegn Serbíu],“ sagði Elvar. Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00 „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00 Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira
„Mér leið svolítið skringilega eftir síðasta leik. Gríðarlega ánægður með að hafa náð þessu stigi en fyrir fram vildi ég vinna þennan leik. En við erum bara mjög glaðir með þetta stig. Þetta var hrikalega sterkt hjá okkur,“ sagði Elvar á æfingu í gær, þegar stutt stund gafst á milli stríða því næsti leikur er klukkan 17 í dag, að íslenskum tíma. „Mér fannst markvarsla og varnarleikur heilt yfir mjög góður gegn Serbum. Viktor var að verja frábærlega og mér fannst við ná flæðinu í varnarleiknum. Svo voru smáatriði í sóknarleiknum sem við gerðum svolítið illa, sem við erum búnir að skoða núna. Smáatriði sem klikkuðu. Þeir fengu að vera frekar fastir og við lentum í þeirri gryfju að vera allir að hnoðast. Við lögum það vel fyrir leikinn við Svartfjallaland,“ sagði Elvar og hefur ekki stórar áhyggjur af sóknarleiknum. Klippa: Elvar klár í frekari átök í dag „Ég hef fulla trú á okkur. Við erum með frábæra sóknarmenn, maður á mann. Við þurfum bara að fínstilla þessi smáatriði og þá hef ég fulla trú á að við spilum flottan leik. Við þurfum svo að halda þessum varnarleik áfram og ná auðveldum mörkum, með hraðaupphlaupum og með því að gera seinni bylgjuna betur,“ sagði Elvar. Þyngri og spila fastar Eins og fyrr segir eru það alvöru skrokkar sem Elvar og félagar þurfa að glíma við þegar þeir verjast í þeim riðli sem Ísland dróst í, gegn Serbum, Svartfellingum og Ungverjum. „Þetta eru stórir og þungir línumenn, og flottar skyttur. Aðeins þyngri og spila fastari bolta. Þetta eru gríðarleg átök sem eiga sér stað, en við erum tilbúnir í það. Svartfellingar eru með flotta leikmenn í flestum stöðum. Frábæran markmann sem er að spila gríðarlega vel í Þýskalandi. Hægri skytturnar eru gríðarlega öflugar. Flottir skotmenn. Þannig að við þurfum að kortleggja þá og ná upp sama flæði og geðveiki í varnarleiknum [eins og gegn Serbíu],“ sagði Elvar. Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00 „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00 Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Sjá meira
„Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00
„Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00
Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32