Eldgos hófst norðan við Grindavík um áttaleytið í morgun. Rýming úr bænum gekk vel en ljóst er að hamfarirnar eru miklar. Fréttastofa hefur haldið uppi fréttavakt síðan á fimmta tímanum í morgun þegar ljóst var að eldgos væri yfirvofandi. Fréttavaktina má nálgast hér að neðan.
Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, flaug yfir svæðið í dag og myndaði gossprungurnar og hraunflæðið sem náð hefur inn í bæinn og yfir Grindavíkurveg. Myndirnar má sjá hér að neðan.










