Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá Reykjanesi, sjáum nýjar myndir frá Grindavík og ræðum við björgunarsveitarfólk sem hefur verið í bænum í dag.
Þá mætir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í myndver og fer yfir stöðuna.
Við heyrum einnig í Grindvíkingi sem segir nóg komið af tali um þrautseigju og dugnað bæjarbúa. Hún treysti sér ekki til að flytja aftur í bæinn með fjölskylduna og kallar eftir raunhæfum lausnum.
Við verðum einnig í beinni frá ráðhúsinu þar sem Dagur B. Eggertsson er að ljúka sínum síðasta vinnudegi sem borgarstjóri og í Íslandi í dag hittum við tvo vini sem kynntust á fæðingardeildinni og byrjuðu með hlaðvarp sem sló óvænt í gegn.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.