Af því tilefni fékk Stefán Árni Pálsson þá Bjarna Fritzson, þjálfara ÍR og fyrrverandi landsliðsmann, og Einar Jónsson, þjálfara Fram, til að spá í spilin og gera upp frammistöðu íslenska liðsins á mótinu til þessa í sérstakri EM útgáfu af Pallborðinu á Vísi og á Stöð 2 Vísi.
Útsendingu frá EM-pallborðinu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Auk Þýskalands mætir Ísland Frakklandi, Króatíu og Austurríki í milliriðlinum. Tvö efstu lið hans komast í undanúrslit.
Ísland hefur leik í milliriðlinum án stiga eftir tap fyrir Ungverjalandi í lokaleik riðlakeppninnar í fyrradag.