Allar götur í Reykjavík ættu að vera færar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2024 13:27 Hjalti Jóhannes Guðmundsson er skrifstofustjóri borgarlandsins. einar árnason Götur í Reykjavík ættu að vera greiðfærar eftir snjókomu næturinnar að sögn fulltrúa hjá borginni. Færð er þó víða erfið vegna hálku og gul viðvörun í gildi. Viðvörunin er í gildi á Suðurlandi til klukkan eitt í dag. Talsverð snjókoma er á köflum í landshlutanum með takmörkuðu eða lélegu skyggni og vetrarfærð á höfuðborgarsvæðinu. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum. Allar leiðir færar Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins segir að snjómokstur hafi gengið vel í Reykjavík í nótt og í morgun. Flest allar götur ættu að vera greiðfærar. „Það hefur gengið mjög vel. Snjókoman var ekki eins mikil og við gerðum ráð fyrir í gærkvöldi þannig það var bara hið besta mál. Allar okkar áætlanir hafa gengið upp og allar leiðir færar í borginni.“ Snjóþungt var í borginni í morgun.sigurjón ólason Nú sé unnið að því að moka í húsagötum. Tugir tækja hafi verið við mokstur í nótt. „Það sem við erum að gera núna er í raun og veru að klára kerfið í heild sinni. Gerum það vonandi núna í kvöld eða í síðasta lagi á morgun og síðan er mikilvægt að missa ekki eins og húsagöturnar í klakamyndun því það er frost eftir þessa snjókomu þannig það ætti að nást því við erum byrjaðir og þegar við erum byrjaðir þá vinnst nú yfirleitt í þessu snjómagni húsagöturnar ágætlega.“ Umferðaróhöpp í snjónum Þónokkur umferðaróhöpp hafa verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun og gengur umferð hægt. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar segir í samtali við fréttastofu að staðan sé svipuð á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem eru á illa búnum bílum eigi ekki erindi á götur borgarinnar. Hjalti minnir fólk á að fari varlega í umferðinni. „Það er hált og erfitt að eiga við hálkuna í svona miklu frosti þannig allir að fara varlega.“ Snjómokstur Reykjavík Veður Færð á vegum Umferðaröryggi Tengdar fréttir Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Viðvörunin er í gildi á Suðurlandi til klukkan eitt í dag. Talsverð snjókoma er á köflum í landshlutanum með takmörkuðu eða lélegu skyggni og vetrarfærð á höfuðborgarsvæðinu. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum. Allar leiðir færar Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins segir að snjómokstur hafi gengið vel í Reykjavík í nótt og í morgun. Flest allar götur ættu að vera greiðfærar. „Það hefur gengið mjög vel. Snjókoman var ekki eins mikil og við gerðum ráð fyrir í gærkvöldi þannig það var bara hið besta mál. Allar okkar áætlanir hafa gengið upp og allar leiðir færar í borginni.“ Snjóþungt var í borginni í morgun.sigurjón ólason Nú sé unnið að því að moka í húsagötum. Tugir tækja hafi verið við mokstur í nótt. „Það sem við erum að gera núna er í raun og veru að klára kerfið í heild sinni. Gerum það vonandi núna í kvöld eða í síðasta lagi á morgun og síðan er mikilvægt að missa ekki eins og húsagöturnar í klakamyndun því það er frost eftir þessa snjókomu þannig það ætti að nást því við erum byrjaðir og þegar við erum byrjaðir þá vinnst nú yfirleitt í þessu snjómagni húsagöturnar ágætlega.“ Umferðaróhöpp í snjónum Þónokkur umferðaróhöpp hafa verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun og gengur umferð hægt. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar segir í samtali við fréttastofu að staðan sé svipuð á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem eru á illa búnum bílum eigi ekki erindi á götur borgarinnar. Hjalti minnir fólk á að fari varlega í umferðinni. „Það er hált og erfitt að eiga við hálkuna í svona miklu frosti þannig allir að fara varlega.“
Snjómokstur Reykjavík Veður Færð á vegum Umferðaröryggi Tengdar fréttir Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35