Þá leit Sindri við hjá Hafdísi Rafnsdóttur sem er eigandi fasteignasölunnar Torg en hún býr ásamt eiginmanni sínum og börnum í fallegri eign við Ólafsgeisla í Grafarholtinu.
Þau hjónin fjárfesti í eigninni árið 2007, hafa búið þar síðan og eru ekki á leiðinni neitt. Þau segja nándin við náttúruna hafa verið það sem seldi þeim Grafarholtið.
Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins og þessa fallegu íbúð í Reykjavík.