„Enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2024 00:27 Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri tók við undirskriftum tónlistarfólks í dag. vísir Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni. Í morgun var greint frá því að EBU, skipuleggjendur Eurovision ætli ekki að meina Ísrael þátttöku í keppninni sem fram fer í Malmö í ár. Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Kristín Blöndal og Daníel Ágúst Haraldsson voru á meðal viðstaddra.sigurjón ólason Íslenskt tónlistarfólk kom saman í dag fyrir utan Ríkisútvarpið í þeim tilgangi að afhenda útvarpsstjóra undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Ísraels í keppninni. „RÚV hefur völdin til að þrýsta á stjórn EBU um að vísa Ísrael úr keppni og RÚV getur dregið Ísland úr keppni ef svo verður ekki,“ sagði Daníel Ágúst Haraldsson, tónlistarmaður fyrir hönd þeirra tónlistarmanna sem skrifuðu undir áskorunina. Lovísa Elísabet segir að um 550 tónlistarmenn hafi skrifað undir listann þegar útvarpsstjóri tók við honum. Í kvöld fékk fréttastofa sendan listann, en á honum má finna nöfn margra landsþekktra tónlistarmanna. Bragi Valdimar Skúlason, Ragnheiður Gröndal, Hafdís Huld Þrastardóttir, Jón Ólafson, Unnur Eggertsdóttir, Snorri Helgason, Biggi Veira, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Una Torfadóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Svavar Knútur, Steiney Skúladóttir, Vigdís Hafliðadóttir, Króli, Júlí Heiðar Halldórsson, Sigríður Thorlacius, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, GDRN, Salka Sól Eyfeld, Jón Þór Birgisson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Elísabet Ormslev, Erpur Þórólfur Eyvindarson, Mugison ,Páll Óskar Hjálmtýsson, og Bríet Ísis Elfar eru til að mynda á listanum. Um 550 höfðu skrifað undir listann þegar hann var afhentur útvarpsstjóra en Lovísa Elísabet segir að enn bæti í undirskriftir.sigurjón ólason Daníel Ágúst segist hafa skrifað undir listann því hann hafi andstyggð á stríðsrekstri Ísraelsmanna. „Og þessi listi ber vott um það hve vel íslenskt tónlistarfólk stendur í lappirnar,“ segir Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona. Útvarpsstjóri segir það hafa áhrif á stöðu mála að heyra afstöðu fólks í þessum efnum. „En það er ekki Ríkisútvarpið sem tekur ákvörðun um það hverjir taka þátt í Eurovision,“ sagði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri. Stefán Eiríksson segir allt of snemmt að segja til um hvort Ísland dragi þátttöku sína úr keppninni.RÚV En þeirra afstaða er sú að með því að draga Ísland úr keppni þá sé verið að skapa þrýsting? „Já það er alveg örugglega rétt að það skapar ákveðinn þrýsting. Við komum þessum upplýsingum um afstöðu okkar tónlistarfólks að sjálfsögðu á framfæri við EBU.“ Auk þess sem málið verði rætt á vettvangi Norðurlandanna. Allt of snemmt sé að segja til um hvort Ísland dragi þátttöku sína úr keppninni. „En það verður enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision, það segir sig sjálft.“ Stefnt verði að því að halda söngvakeppni sjónvarpsins. „Þetta er gríðarlega mikilvægur vettvangur fyrir íslenskt tónlistarfólk. Við stefnum að sjálfsögðu að því að halda okkar söngvakeppni. Hvað sem síðan gerist eftir það, kemur bara í ljós.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira
Í morgun var greint frá því að EBU, skipuleggjendur Eurovision ætli ekki að meina Ísrael þátttöku í keppninni sem fram fer í Malmö í ár. Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Kristín Blöndal og Daníel Ágúst Haraldsson voru á meðal viðstaddra.sigurjón ólason Íslenskt tónlistarfólk kom saman í dag fyrir utan Ríkisútvarpið í þeim tilgangi að afhenda útvarpsstjóra undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Ísraels í keppninni. „RÚV hefur völdin til að þrýsta á stjórn EBU um að vísa Ísrael úr keppni og RÚV getur dregið Ísland úr keppni ef svo verður ekki,“ sagði Daníel Ágúst Haraldsson, tónlistarmaður fyrir hönd þeirra tónlistarmanna sem skrifuðu undir áskorunina. Lovísa Elísabet segir að um 550 tónlistarmenn hafi skrifað undir listann þegar útvarpsstjóri tók við honum. Í kvöld fékk fréttastofa sendan listann, en á honum má finna nöfn margra landsþekktra tónlistarmanna. Bragi Valdimar Skúlason, Ragnheiður Gröndal, Hafdís Huld Þrastardóttir, Jón Ólafson, Unnur Eggertsdóttir, Snorri Helgason, Biggi Veira, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Una Torfadóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Svavar Knútur, Steiney Skúladóttir, Vigdís Hafliðadóttir, Króli, Júlí Heiðar Halldórsson, Sigríður Thorlacius, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, GDRN, Salka Sól Eyfeld, Jón Þór Birgisson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Elísabet Ormslev, Erpur Þórólfur Eyvindarson, Mugison ,Páll Óskar Hjálmtýsson, og Bríet Ísis Elfar eru til að mynda á listanum. Um 550 höfðu skrifað undir listann þegar hann var afhentur útvarpsstjóra en Lovísa Elísabet segir að enn bæti í undirskriftir.sigurjón ólason Daníel Ágúst segist hafa skrifað undir listann því hann hafi andstyggð á stríðsrekstri Ísraelsmanna. „Og þessi listi ber vott um það hve vel íslenskt tónlistarfólk stendur í lappirnar,“ segir Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona. Útvarpsstjóri segir það hafa áhrif á stöðu mála að heyra afstöðu fólks í þessum efnum. „En það er ekki Ríkisútvarpið sem tekur ákvörðun um það hverjir taka þátt í Eurovision,“ sagði Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri. Stefán Eiríksson segir allt of snemmt að segja til um hvort Ísland dragi þátttöku sína úr keppninni.RÚV En þeirra afstaða er sú að með því að draga Ísland úr keppni þá sé verið að skapa þrýsting? „Já það er alveg örugglega rétt að það skapar ákveðinn þrýsting. Við komum þessum upplýsingum um afstöðu okkar tónlistarfólks að sjálfsögðu á framfæri við EBU.“ Auk þess sem málið verði rætt á vettvangi Norðurlandanna. Allt of snemmt sé að segja til um hvort Ísland dragi þátttöku sína úr keppninni. „En það verður enginn íslenskur listamaður þvingaður til þátttöku í Eurovision, það segir sig sjálft.“ Stefnt verði að því að halda söngvakeppni sjónvarpsins. „Þetta er gríðarlega mikilvægur vettvangur fyrir íslenskt tónlistarfólk. Við stefnum að sjálfsögðu að því að halda okkar söngvakeppni. Hvað sem síðan gerist eftir það, kemur bara í ljós.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Fjölmiðlar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Sjá meira