Liðin léku á Ancient. Leikurinn var aðeins númer tvö sem nýtt lið ÍA stillti upp, en þeir töpuðu illa gegn FH í síðustu viku.
NOCCO Dusty sigruðu skammbyssulotuna í upphafi leiks. ÍA svöruðu fljótt fyrir sig og sigruðu aðra lotu leiksins og jöfnuðu hann þar með. Boltinn fór þó að rúlla í kjölfarið fyrir Dusty sem tóku sex lotur í röð og komust í stöðuna 7-1 áður en ÍA náði að sigra að nýju.
ÍA sigraði tvær lotur til viðbótar í fyrri hálfleik og fóru því inn í hálfleikinn aðeins fjórum lotum á eftir Dusty.
Staðan í hálfleik: NOCCO Dusty 8-4 ÍA
Sigurlotur ÍA áttu þó ekki eftir að verða fleiri. Dusty skrúfuðu pressuna í gang þegar þeir fóru í sóknarskóna og ÍA virtust ekki hafa nein svör. Dusty sigraði allar lotur seinni hálfleiks og fóru frá borði með þægilegan ásamt því að tryggja sig aftur á topp deildarinnar.
Lokatölur: NOCCO Dusty 13-4 ÍA
Dusty er því aftur komnir upp fyrir Þór með 22 stig en ÍA sitja enn í áttunda sæti deildarinnar með aðeins 10 stig.