Vantraust eða afsögn ráðherra eina leiðin Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. janúar 2024 08:00 Það er auðvitað ekki í boði að stjórnmálaflokkur sem að vill láta taka sig alvarlega og talar að minnsta kosti í stefnu sinni fyrir atvinnufrelsi og eignarrétti, geti stutt eða treyst ráðherra sem blygðunarlaust brýtur gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti og atvinnufrelsi einstaklinga og lögaðila. Lögbrot sem að minnsta kosti daðrar einnig við brot á lögum um ráðherraábyrgð og getur skapað ríkissjóði háa bótakröfu. Stjórnmálaflokk sem það gerir, er tæplega hægt að taka alvarlega. Og skiptir þá engu, hversu mörg og stór verkefni séu fyrir stafni. Hér er þó í engu verið að gera lítið úr þeim stóru verkefnum, sem framundan eru næstu vikur og mánuði. En þau mál er vel hægt að leysa, alveg óháð því hver situr í stóli matvælaráðherra eða hvað forsætisráðherra þjóðarinnar heitir. Hótanir flokks hins brotlega ráðherra, Vinstri grænna um stjórnarslit verði vantraust á matvælaráðherra samþykkt, en til þess þarf atkvæði stjórnarþingmanna, sýna okkur hinum það fyrst og fremst að í huga þingmanna og eflaust fleiri flokksmanna Vinstri grænna er persóna hæstvirts matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur og pólitísk valdníðsla þess ráðherra, æðri stjórnarskrá landsins. Þingmenn hinna stjórnarflokkanna, skulu einnig hafa það í huga, að greiði þeir atkvæði gegn vantrausti á matvælaráðherra, komi til slíkrar atkvæðagreiðslu á Alþingi, eru þeir einnig að setja Svandísi Svavarsdóttur á sama stall gagnvart stjórnarskránni og hennar eigin flokkur gerir. Það er óumdeilt, óháð því hversu menn segjast andvígir valdníðslu ráðherrans, þá verða orð þeirra ómerk og í raun lítilsvirðing við þjóðina ef þeim fylgja engar aðrar gjörðir en að tryggja með atkvæði sínu hinum brotlega ráðherra áframhaldandi setu í ríkisstjórn. Komi til þess að vantraust verði samþykkt og Vinstri grænir standi við hótanir sínar, er þingrof strax auðvitað gersamlega út úr myndinni. Enda ekki bæði hægt að tala um stór úrlausnarefni sem leysa þurfi úr á næstu vikum og mánuðum og að rjúfa þing strax og boða til kosninga. Við þær aðstæður væri auðvitað eðlilegast að núverandi stjórnarflokkar, utan Vinstri grænna, reyndu að mynda nýjan meirihluta í þinginu eða stofna til minnihlutastjórnar, sem varin yrði vantrausti, um þau verkefni sem nauðsynlegt er að leysa úr áður en boðað yrði til kosninga. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Donald Trump – andlit og boðberi bandarísku þjóðarinnar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Batseba, konungar og völd Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Donald Trump – andlit og boðberi bandarísku þjóðarinnar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Kjörnir fulltrúar og buxnahysjanir! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Minnst vegna EES-samningsins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra skrifar Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er auðvitað ekki í boði að stjórnmálaflokkur sem að vill láta taka sig alvarlega og talar að minnsta kosti í stefnu sinni fyrir atvinnufrelsi og eignarrétti, geti stutt eða treyst ráðherra sem blygðunarlaust brýtur gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti og atvinnufrelsi einstaklinga og lögaðila. Lögbrot sem að minnsta kosti daðrar einnig við brot á lögum um ráðherraábyrgð og getur skapað ríkissjóði háa bótakröfu. Stjórnmálaflokk sem það gerir, er tæplega hægt að taka alvarlega. Og skiptir þá engu, hversu mörg og stór verkefni séu fyrir stafni. Hér er þó í engu verið að gera lítið úr þeim stóru verkefnum, sem framundan eru næstu vikur og mánuði. En þau mál er vel hægt að leysa, alveg óháð því hver situr í stóli matvælaráðherra eða hvað forsætisráðherra þjóðarinnar heitir. Hótanir flokks hins brotlega ráðherra, Vinstri grænna um stjórnarslit verði vantraust á matvælaráðherra samþykkt, en til þess þarf atkvæði stjórnarþingmanna, sýna okkur hinum það fyrst og fremst að í huga þingmanna og eflaust fleiri flokksmanna Vinstri grænna er persóna hæstvirts matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur og pólitísk valdníðsla þess ráðherra, æðri stjórnarskrá landsins. Þingmenn hinna stjórnarflokkanna, skulu einnig hafa það í huga, að greiði þeir atkvæði gegn vantrausti á matvælaráðherra, komi til slíkrar atkvæðagreiðslu á Alþingi, eru þeir einnig að setja Svandísi Svavarsdóttur á sama stall gagnvart stjórnarskránni og hennar eigin flokkur gerir. Það er óumdeilt, óháð því hversu menn segjast andvígir valdníðslu ráðherrans, þá verða orð þeirra ómerk og í raun lítilsvirðing við þjóðina ef þeim fylgja engar aðrar gjörðir en að tryggja með atkvæði sínu hinum brotlega ráðherra áframhaldandi setu í ríkisstjórn. Komi til þess að vantraust verði samþykkt og Vinstri grænir standi við hótanir sínar, er þingrof strax auðvitað gersamlega út úr myndinni. Enda ekki bæði hægt að tala um stór úrlausnarefni sem leysa þurfi úr á næstu vikum og mánuðum og að rjúfa þing strax og boða til kosninga. Við þær aðstæður væri auðvitað eðlilegast að núverandi stjórnarflokkar, utan Vinstri grænna, reyndu að mynda nýjan meirihluta í þinginu eða stofna til minnihlutastjórnar, sem varin yrði vantrausti, um þau verkefni sem nauðsynlegt er að leysa úr áður en boðað yrði til kosninga. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar